Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 11:35 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ætlaði ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld drægist þingundur mikið á langinn í morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tilkynnti forseta Alþingis undir lok maraþonþingundar í morgun að hann ætlaði sér ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld héldi þingfundur lengi áfram. Forseti sleit fundi skömmu fyrir klukkan ellefu í dag, rúmum sólahring eftir að hann hófst. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun um byrjaði umræðan um þriðja orkupakkann skömmu eftir klukkan ellefu. Sem fyrr héldu þingmenn Miðflokksins upp málþófi sem stóð yfir í alla nótt og langt fram að hádegi í dag. Alls var virkur fundartími um tuttugu og tvær klukkustundir. Skömmu eftir klukkan tíu í morgun voru miðflokksmenn farnir að inna Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, eftir því hversu lengi hann ætlaði að halda þingfundi áfram. Steingrímur lét ekkert uppi um hvenær fundi yrði slitið nákvæmlega, aðeins að áfram yrði fundað eitthvað. Hefðbundnar eldhúsdagsumræður eiga að hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Sagðist Þorsteinn telja það óhæfu að þingmönnum gæfist ekki eðlilegur fyrirvari að búa sig undir umræðurnar. „Ég vil tilkynna forseta að sá sem hér stendur mun ekki mæta til fundar í kvöld klukkan hálf átta haldi fundur lengi hér áfram heldur mun hann einbeita sér að því að undirbúa sig undir fundarhöld föstudags sem hann væntir að muni standa drykklanga stund,“ sagði Þorsteinn þá þegar hann ræddi um fundarstjórn forseta.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/ÞÞ„Það hryggir nú forseta mjög að háttvirtur þingmaður hyggst ekki mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld en forseti viðurkennir rétt háttvirts þingmanns til að ráða því sjálfur sem og sínum næturstað,“ svaraði Steingrímur. Þingmaðurinn hefði sjálfræði um það líkt og þingmenn hefðu sjálfræði um að halda umræðunni áfram. „Það er enginn sem neyðir þá til þess,“ sagði þingforsetinn. Við lok þingfundar klukkan 10:47 sagði Steingrímur að umræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu nú staðið yfir í 130 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör í umræðunni væru komin hátt á þriðja þúsund. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tilkynnti forseta Alþingis undir lok maraþonþingundar í morgun að hann ætlaði sér ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld héldi þingfundur lengi áfram. Forseti sleit fundi skömmu fyrir klukkan ellefu í dag, rúmum sólahring eftir að hann hófst. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun um byrjaði umræðan um þriðja orkupakkann skömmu eftir klukkan ellefu. Sem fyrr héldu þingmenn Miðflokksins upp málþófi sem stóð yfir í alla nótt og langt fram að hádegi í dag. Alls var virkur fundartími um tuttugu og tvær klukkustundir. Skömmu eftir klukkan tíu í morgun voru miðflokksmenn farnir að inna Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, eftir því hversu lengi hann ætlaði að halda þingfundi áfram. Steingrímur lét ekkert uppi um hvenær fundi yrði slitið nákvæmlega, aðeins að áfram yrði fundað eitthvað. Hefðbundnar eldhúsdagsumræður eiga að hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Sagðist Þorsteinn telja það óhæfu að þingmönnum gæfist ekki eðlilegur fyrirvari að búa sig undir umræðurnar. „Ég vil tilkynna forseta að sá sem hér stendur mun ekki mæta til fundar í kvöld klukkan hálf átta haldi fundur lengi hér áfram heldur mun hann einbeita sér að því að undirbúa sig undir fundarhöld föstudags sem hann væntir að muni standa drykklanga stund,“ sagði Þorsteinn þá þegar hann ræddi um fundarstjórn forseta.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/ÞÞ„Það hryggir nú forseta mjög að háttvirtur þingmaður hyggst ekki mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld en forseti viðurkennir rétt háttvirts þingmanns til að ráða því sjálfur sem og sínum næturstað,“ svaraði Steingrímur. Þingmaðurinn hefði sjálfræði um það líkt og þingmenn hefðu sjálfræði um að halda umræðunni áfram. „Það er enginn sem neyðir þá til þess,“ sagði þingforsetinn. Við lok þingfundar klukkan 10:47 sagði Steingrímur að umræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu nú staðið yfir í 130 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör í umræðunni væru komin hátt á þriðja þúsund.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15