Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2019 10:36 Valmundur segir atvikið áfall fyrir sjómannastéttina alla, sjómenn eru miður sín vegna málsins. fbl/anton brink „Þetta horfir illa við mér. Ég var á sjó í 33 ár og hef aldrei séð svona ógeð. Auðvitað erum við að drepa fisk alla daga, en við erum ekki að gera það að gamni okkar,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjómenn sem Vísir hefur rætt við vegna máls sem hefur vakið upp mikla reiði, sem er myndbandsbrot sem sýnir hvar sjómaður sker sporð af hákarli áður en honum er sleppt aftur í hafið, eru miður sín vegna málsins. Valmundur hefur sem aðrir fylgst með málinu og umræðunni á netinu. „Já, það er gríðarleg reiði. Ég gafst upp í gær að lesa, eða þegar ég sá í hvað stefndi. Það eru allir brjálaðir. Og sjómenn miður sín. Já, ég get sagt það, hef heyrt í nokkrum sem eru ekki par ánægðir með þetta." Valmundur tekur undir með sjómönnum sem Vísir hefur rætt við sem óttast að þetta mál stórskaði ímynd stéttarinnar. Hann segist ekki hissa á þeim viðbrögðum. „En, ég get fullyrt það að þetta er ekki stundað. Það er ekki þannig. Þetta er áfall fyrir sjómannastéttina, ég held ég geti alveg sagt það.Við viljum ekki fá það orð á okkur að við séum að drepa dýr að gamni okkar. Við erum atvinnumenn í fiskveiðum og drepum ekki okkur til gamans.“Svæsið dýraníð Sjómönnunum umræddum, sem sjá má á myndbandinu sem sannarlega hefur vakið óhug, hefur verið sagt upp störfum. Valmundur segir að sér þyki það harkaleg viðbrögð, viðkomandi hljóti að sjá að sér og eigi kannski skilið annað tækifæri, en það hljóti þó að vera útgerðarinnar að ráða því. Viðbúið er að þetta mál skaði hana. „Þetta er sorglegt, að menn skuli haga sér svona. Og þetta er ekki almennt um sjómenn, að þeir hagi sér svona. Auðvitað koma upp atvik þar sem menn ráða ekki við aðstæður, hákarl í troll eða hvalur í net, en þá er yfirleitt reynt að koma þeim í sjó aftur. Nema þetta sé beinhákarl, sem er risastór. Þetta var Grænlandshákarl, sem hefði verið hægt að drepa og hirða, þess vegna, verið fínn á þorranum.“ En, hér er augljóslega um svæsið dýraníð að ræða?„Já, mér líst þannig á þetta. Já. Mér sýnist það á öllu að það hafi verið óþarfi að gera þetta.“ Gæti reynst erfitt fyrir mennina að finna pláss Sjómannadagurinn er á næsta leyti, hann verður haldinn komandi sunnudag og Valmundur vonar að þetta mál varpi ekki skugga sínum á þá gleði. „Við vonum það og reynum að skemmta okkur saman; taka á því í kappróðri og öðru. Vonandi að sjómenn láti sér þetta að kenningu verða. Þetta má ekki. Það er bara þannig. Við skulum strengja þess heit á sjómannadaginn að gera svona nokkuð ekki. Enginn.“ Sjómönnunum ólánsömu hefur verið sagt upp, en hvað með stöðu þeirra innan stéttarinnar? „Já, það verður að gefa mönnum séns, að sjá að sér. En allar athafnir hafa afleiðingar. Auðvitað getur reynst erfitt fyrir þessa stráka að fá pláss aftur,“ segir Valmundur og ljóst að honum er verulega brugðið vegna þessa atviks. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
„Þetta horfir illa við mér. Ég var á sjó í 33 ár og hef aldrei séð svona ógeð. Auðvitað erum við að drepa fisk alla daga, en við erum ekki að gera það að gamni okkar,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjómenn sem Vísir hefur rætt við vegna máls sem hefur vakið upp mikla reiði, sem er myndbandsbrot sem sýnir hvar sjómaður sker sporð af hákarli áður en honum er sleppt aftur í hafið, eru miður sín vegna málsins. Valmundur hefur sem aðrir fylgst með málinu og umræðunni á netinu. „Já, það er gríðarleg reiði. Ég gafst upp í gær að lesa, eða þegar ég sá í hvað stefndi. Það eru allir brjálaðir. Og sjómenn miður sín. Já, ég get sagt það, hef heyrt í nokkrum sem eru ekki par ánægðir með þetta." Valmundur tekur undir með sjómönnum sem Vísir hefur rætt við sem óttast að þetta mál stórskaði ímynd stéttarinnar. Hann segist ekki hissa á þeim viðbrögðum. „En, ég get fullyrt það að þetta er ekki stundað. Það er ekki þannig. Þetta er áfall fyrir sjómannastéttina, ég held ég geti alveg sagt það.Við viljum ekki fá það orð á okkur að við séum að drepa dýr að gamni okkar. Við erum atvinnumenn í fiskveiðum og drepum ekki okkur til gamans.“Svæsið dýraníð Sjómönnunum umræddum, sem sjá má á myndbandinu sem sannarlega hefur vakið óhug, hefur verið sagt upp störfum. Valmundur segir að sér þyki það harkaleg viðbrögð, viðkomandi hljóti að sjá að sér og eigi kannski skilið annað tækifæri, en það hljóti þó að vera útgerðarinnar að ráða því. Viðbúið er að þetta mál skaði hana. „Þetta er sorglegt, að menn skuli haga sér svona. Og þetta er ekki almennt um sjómenn, að þeir hagi sér svona. Auðvitað koma upp atvik þar sem menn ráða ekki við aðstæður, hákarl í troll eða hvalur í net, en þá er yfirleitt reynt að koma þeim í sjó aftur. Nema þetta sé beinhákarl, sem er risastór. Þetta var Grænlandshákarl, sem hefði verið hægt að drepa og hirða, þess vegna, verið fínn á þorranum.“ En, hér er augljóslega um svæsið dýraníð að ræða?„Já, mér líst þannig á þetta. Já. Mér sýnist það á öllu að það hafi verið óþarfi að gera þetta.“ Gæti reynst erfitt fyrir mennina að finna pláss Sjómannadagurinn er á næsta leyti, hann verður haldinn komandi sunnudag og Valmundur vonar að þetta mál varpi ekki skugga sínum á þá gleði. „Við vonum það og reynum að skemmta okkur saman; taka á því í kappróðri og öðru. Vonandi að sjómenn láti sér þetta að kenningu verða. Þetta má ekki. Það er bara þannig. Við skulum strengja þess heit á sjómannadaginn að gera svona nokkuð ekki. Enginn.“ Sjómönnunum ólánsömu hefur verið sagt upp, en hvað með stöðu þeirra innan stéttarinnar? „Já, það verður að gefa mönnum séns, að sjá að sér. En allar athafnir hafa afleiðingar. Auðvitað getur reynst erfitt fyrir þessa stráka að fá pláss aftur,“ segir Valmundur og ljóst að honum er verulega brugðið vegna þessa atviks.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42
Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09