Umfjöllun og viðtöl : Fylkir - HK/Víkingur 1-2 | Mikilvægur sigur HK/Víkings Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 27. maí 2019 22:15 Vísir/bára HK/Víkingur unnu Fylki 2-1 í kvöld 5. Umferð Pepsi Max deildar kvenna. Fylkir voru heilt yfir meira með boltann í leiknum og sköpuðu fleiri færi en gestirnir gáfust aldrei upp og og skoruðu markið á 85. mínútu. HK/Víkingur byrjuðu leikinn aðeins betur og átti nokkur hálffæri á fyrstu tuttugu mínútunum á meðan Fylkir fundu sig ekki neitt sóknarlega. Þegar leið á hálfleikinn fór þetta þó alveg að snúast við og þegar um hálfltími var búinn af leiknum voru Fylkir með tök á leiknum. Þórhildur Þórhallsdóttir var þó nálægt því að koma HK/Víking yfir með aukaspyrnu sem fór í slánna á 31. mínútu. Fylkir fóru þá beint í skyndisókn og Berglind Rós Ágústsdóttir var hársbreidd frá að koma boltanum í markið eftir fyrirgjöf frá Ídu Marín Hermannsdóttur. Marija Radojicic tók áætlanaferðir upp vinstri vænginn í lok fyrri hálfleiks og skapaði nokkur ágæt færi fyrir Fylki. Það var þó ekki fyrr en á 44. mínútu sem Ída Marín Hermannsdóttir kom Fylki yfir. Ída skoraði eftir skemmtilega sendingu í gegnum vörn gestanna frá Mariju. HK/Víkingur sköpuðu sér síðan dauðafæri í næstu sókn þegar Karólína Jack fékk boltann í teignum eftir gott uppspil frá Þórhildi Þórhallsdóttur. Skotið var hinsvegar beint á Cecílíu í markinu og staðan í hálfleik 1-0 fyrir Fylki. Fylkir voru aftur meira með boltann í seinni hálfleik en klaufalegur varnarleikur kostaði þær stigin þrjú í kvöld. Á 54. mínútu jafnaði Karólína Jack með mark þar sem hún var ein á móti markmanni eftir glæsilega sendingu frá Fötmu Köru. Þær Berglind og Sigrún í Fylkisvörninni tóku boltann hálfpartinn af hvor annarri og settu Fötmu í þessa óskastöðu þar sem hún gaf síðan á Karólínu. Fylkir héldu áfram að sækja mikið á markið og HK/Víkingur treysti mikið á skyndisóknir út hálfleikinn. Fylkir voru ekki nægilega beittar á lokaþriðjungnum og sköpuðu sér engin dauðafæri. Á 85. mínútu komst HK/Víkingur í stór hættulega skyndisókn. Aftur var það Fatma Kara sem var með boltann í löppum á hættulegum stað og gaf réttu sendinguna. Fatma fann varamanninn Simone Emanuella Kolander eina á móti markmanni í frábærri stöðu. Simone hitti framhjá markinu en var stálheppin að Hulda Hrund Arnarsdóttir ætlaði að bjarga á línu en endaði á að tækla boltann inn. Gestirnir komust þannig 2-1 yfir og þá misstu Fylkir hálfpartinn trúnna á lokasprettinum. Af hverju vann HK/Víkingur? Þær voru öruggar í sínum varnaraðgerðum sérstaklega í seinni hálfleik. Síðan þarf oft smá heppni sóknarlega til að skora mörk og hún var með þeim í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Fatma Kara var stórhættuleg oft á tímum í kvöld. Hún sýndi hvað hún býr yfir miklum gæðum og lagði eiginlega upp bæði mörk HK/Víkings. Simone Emmanuela Kolander var spræk eftir að hún kom inná og átti síðan seinustu snertingu gestanna áður en boltinn fór inn. Karólína Jack kláraði gríðarlega vel í fyrra marki HK/Víkings og var heilt yfir spræk í leiknum. Marija Radojicic var best í linie Fylkis í kvöld. Hún lét oft varnarmenn HK/Víkings líta illa út og skapaði fín færi fyrir sig og liðsfélaga sína. Stefanía Ragnarsdóttir átti mjög góðan seinni hálfleik á hægri kantinum. Náði oft að valda usla sóknarlega og er góð í pressunni varnarlega. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis á móti skyndisóknum HK/Víkings var mjög glöppótur. HK/Víkingur fengu oftar en ekki mikinn tíma á boltanum og gátu valið sér sendingu sem gerði hlutina aðeins of auðvelda fyrir gestina. Sóknarleikur HK/Víkings á móti uppstilltri vörn Fylkis var ekki beint konfekt fyrir augað. Fínn baráttusigur hjá þeim í kvöld en ætli þeir verði ekki að geta haldið boltanum aðeins meira ef þær ætla sér að halda áfram að vinna leiki. Hvað gerist næst? Það er umferð í bikarnum um helgina og bæði þessi lið eru ennþá með. HK/Víkingur fær Aftureldingu í heimsókn í Kórinn á laugardaginn en Fylkir fær Breiðablik í heimsókn á sama tíma. Kjartan: Það má stundum bara hlaupa í gegnum leikmenn „Ég er bara frekar ósáttur með okkar leik. Mér fannst alltof margir leikmenn bara ekki inni í honum. Vissulega þá bara vorum við að berjast og reyna okkar besta en alltof margir leikmenn ekki í takti,” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis aðspurður um frammistöðu Fylkis eftir leik kvöldsins. Fylkir töluvert meira með boltann áður en HK/Víkingur skoruðu sigurmarkið. Það vantaði þó upp á gæðin sóknarlega til þess að þær gætu klárað sigurinn. „Við vorum að reyna að setja þetta annað mark og það gekk ekkert alltof vel. Við komumst þó í 2 eða 3 hálffæri og þá hélt ég að þetta væri jafntefli. Þetta datt í ósigur.” Fylkir fengu gult spjald á bekkinn fyrir tuð í seinni hálfleik. „Það var bara eitthvað tuð í gangi. Það er bara þannig að okkur fannst vera farið dálítið harkalega aftan í leikmenn sem eru að taka á móti boltanum. Það má stundum nánast bara hlaupa í gegnum þá en það er bara svoleiðis.” Hvað fannst þér um mörkin hjá þeim í leiknum, var þetta ekki bara klaufaskapur hjá ykkur? „Klárlega klaufaskapur í fyrra markinu. Ég er bara ekki alveg viss með þetta annað mark, það er kannski bara vel gert hjá þeim.” Chloe Froment leikmaður Fylkis fór meidd útaf í upphafi leiks eftir að lenda illa á fætinum. Það var auðvitað mikil blóðtaka fyrir Fylki en það var búin að vera mikil spenna fyrir að fá hana inn í liðið. „Ég veit ekki stöðuna á henni. Þetta leit út fyrir að vera mjög alvarlegt.” „Stelpurnar voru alltof lengi inni í þessu broti. Þær voru að spyrja alltof mikið. Það tók svolítin tíma að hrista þessu af sér.” Þórhallur: Erum að vonast til þess að hún sé gellan sem skorar 10 mörk „Ég er virkilega ánægður með þennan leik. Við vorum að vinna vel og unnum svolítið fyrir þessu. Þegar fór að líða á leikinn þá lágu þær dálítið á okkur og það var dálítið mikið stress í okkur að halda boltanum. Spilalega séð getum við gert betur en frábært að klára þetta svona,” sagði Þórhallur Víkingsson þjálfari HK/Víkings eftir leik kvöldsins. „Hún er virkilega góð og gerir alla leikmenn í kringum sig betri. Hún skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,” sagið Þórhallur um Fötmu Köru miðjumann HK/Víkings sem lagði upp fyrra markið og átti lykil sendinguna í seinna markinu. HK/Víkingur byrjuðu leikinn vel en áttu þó erfitt með að gera hálffærin að dauðafærum. „Sendingar og ákvarðanatakan hefðu kannski mátt betur fara. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik. Við fengum tækifæri til að slútta færum eða jafnvel búa til betri færi. Það vantaði aðallega uppá gæði í sendingum. Það skiptir engu máli, við bætum það bara í næsta leik.” Simone Emanuela Kolander kom inn í lið HK/Víkings í kvöld og setti sitt mark á leikinn. Hún lagði upp sjálfsmarkið sem kom HK/Víking yfir og skapaði smá hættu sóknarlega þegar það lítið að gerast áður. „Hún er rétt að komast inn í hópinn þar sem hún er búin að vera meidd. Við höfum verið í vandræðum með að klára færin. Við höfum verið að skapa eitthvað af færum í þessum leikjum en hún Simone kláraði þetta vel.” „Við erum að vonast til þess að hún sé gellan sem skorar 10 mörk fyrir okkur í sumar.” HK/Víkingur taka á móti Aftureldingu á laugardaginn í Mjólkurbikarnum og geta þar komist í 8-liða úrslit með sigri. „Það er bara frábært að kúpla sig aðeins frá Pepsi Max deildinni og taka aðeins þátt í bikarnum. Það verður bara spennandi að fá Aftureldingu í heimsókn” HK/Víkingur voru ekki búnar að skora í seinustu 3 leikjum fyrir þennan. Það segir dálítið sjálft að ef þær bæta ekki úr þessu eru þær ansi líklegar til að falla. „Í þessum leikjum vorum að við að skapa eitthvað af færum en vorum ekki að slútta. Núna vona ég að hausinn sé kominn á réttan stað og við förum bara að klára þessi færi betur.” Pepsi Max-deild kvenna
HK/Víkingur unnu Fylki 2-1 í kvöld 5. Umferð Pepsi Max deildar kvenna. Fylkir voru heilt yfir meira með boltann í leiknum og sköpuðu fleiri færi en gestirnir gáfust aldrei upp og og skoruðu markið á 85. mínútu. HK/Víkingur byrjuðu leikinn aðeins betur og átti nokkur hálffæri á fyrstu tuttugu mínútunum á meðan Fylkir fundu sig ekki neitt sóknarlega. Þegar leið á hálfleikinn fór þetta þó alveg að snúast við og þegar um hálfltími var búinn af leiknum voru Fylkir með tök á leiknum. Þórhildur Þórhallsdóttir var þó nálægt því að koma HK/Víking yfir með aukaspyrnu sem fór í slánna á 31. mínútu. Fylkir fóru þá beint í skyndisókn og Berglind Rós Ágústsdóttir var hársbreidd frá að koma boltanum í markið eftir fyrirgjöf frá Ídu Marín Hermannsdóttur. Marija Radojicic tók áætlanaferðir upp vinstri vænginn í lok fyrri hálfleiks og skapaði nokkur ágæt færi fyrir Fylki. Það var þó ekki fyrr en á 44. mínútu sem Ída Marín Hermannsdóttir kom Fylki yfir. Ída skoraði eftir skemmtilega sendingu í gegnum vörn gestanna frá Mariju. HK/Víkingur sköpuðu sér síðan dauðafæri í næstu sókn þegar Karólína Jack fékk boltann í teignum eftir gott uppspil frá Þórhildi Þórhallsdóttur. Skotið var hinsvegar beint á Cecílíu í markinu og staðan í hálfleik 1-0 fyrir Fylki. Fylkir voru aftur meira með boltann í seinni hálfleik en klaufalegur varnarleikur kostaði þær stigin þrjú í kvöld. Á 54. mínútu jafnaði Karólína Jack með mark þar sem hún var ein á móti markmanni eftir glæsilega sendingu frá Fötmu Köru. Þær Berglind og Sigrún í Fylkisvörninni tóku boltann hálfpartinn af hvor annarri og settu Fötmu í þessa óskastöðu þar sem hún gaf síðan á Karólínu. Fylkir héldu áfram að sækja mikið á markið og HK/Víkingur treysti mikið á skyndisóknir út hálfleikinn. Fylkir voru ekki nægilega beittar á lokaþriðjungnum og sköpuðu sér engin dauðafæri. Á 85. mínútu komst HK/Víkingur í stór hættulega skyndisókn. Aftur var það Fatma Kara sem var með boltann í löppum á hættulegum stað og gaf réttu sendinguna. Fatma fann varamanninn Simone Emanuella Kolander eina á móti markmanni í frábærri stöðu. Simone hitti framhjá markinu en var stálheppin að Hulda Hrund Arnarsdóttir ætlaði að bjarga á línu en endaði á að tækla boltann inn. Gestirnir komust þannig 2-1 yfir og þá misstu Fylkir hálfpartinn trúnna á lokasprettinum. Af hverju vann HK/Víkingur? Þær voru öruggar í sínum varnaraðgerðum sérstaklega í seinni hálfleik. Síðan þarf oft smá heppni sóknarlega til að skora mörk og hún var með þeim í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Fatma Kara var stórhættuleg oft á tímum í kvöld. Hún sýndi hvað hún býr yfir miklum gæðum og lagði eiginlega upp bæði mörk HK/Víkings. Simone Emmanuela Kolander var spræk eftir að hún kom inná og átti síðan seinustu snertingu gestanna áður en boltinn fór inn. Karólína Jack kláraði gríðarlega vel í fyrra marki HK/Víkings og var heilt yfir spræk í leiknum. Marija Radojicic var best í linie Fylkis í kvöld. Hún lét oft varnarmenn HK/Víkings líta illa út og skapaði fín færi fyrir sig og liðsfélaga sína. Stefanía Ragnarsdóttir átti mjög góðan seinni hálfleik á hægri kantinum. Náði oft að valda usla sóknarlega og er góð í pressunni varnarlega. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis á móti skyndisóknum HK/Víkings var mjög glöppótur. HK/Víkingur fengu oftar en ekki mikinn tíma á boltanum og gátu valið sér sendingu sem gerði hlutina aðeins of auðvelda fyrir gestina. Sóknarleikur HK/Víkings á móti uppstilltri vörn Fylkis var ekki beint konfekt fyrir augað. Fínn baráttusigur hjá þeim í kvöld en ætli þeir verði ekki að geta haldið boltanum aðeins meira ef þær ætla sér að halda áfram að vinna leiki. Hvað gerist næst? Það er umferð í bikarnum um helgina og bæði þessi lið eru ennþá með. HK/Víkingur fær Aftureldingu í heimsókn í Kórinn á laugardaginn en Fylkir fær Breiðablik í heimsókn á sama tíma. Kjartan: Það má stundum bara hlaupa í gegnum leikmenn „Ég er bara frekar ósáttur með okkar leik. Mér fannst alltof margir leikmenn bara ekki inni í honum. Vissulega þá bara vorum við að berjast og reyna okkar besta en alltof margir leikmenn ekki í takti,” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis aðspurður um frammistöðu Fylkis eftir leik kvöldsins. Fylkir töluvert meira með boltann áður en HK/Víkingur skoruðu sigurmarkið. Það vantaði þó upp á gæðin sóknarlega til þess að þær gætu klárað sigurinn. „Við vorum að reyna að setja þetta annað mark og það gekk ekkert alltof vel. Við komumst þó í 2 eða 3 hálffæri og þá hélt ég að þetta væri jafntefli. Þetta datt í ósigur.” Fylkir fengu gult spjald á bekkinn fyrir tuð í seinni hálfleik. „Það var bara eitthvað tuð í gangi. Það er bara þannig að okkur fannst vera farið dálítið harkalega aftan í leikmenn sem eru að taka á móti boltanum. Það má stundum nánast bara hlaupa í gegnum þá en það er bara svoleiðis.” Hvað fannst þér um mörkin hjá þeim í leiknum, var þetta ekki bara klaufaskapur hjá ykkur? „Klárlega klaufaskapur í fyrra markinu. Ég er bara ekki alveg viss með þetta annað mark, það er kannski bara vel gert hjá þeim.” Chloe Froment leikmaður Fylkis fór meidd útaf í upphafi leiks eftir að lenda illa á fætinum. Það var auðvitað mikil blóðtaka fyrir Fylki en það var búin að vera mikil spenna fyrir að fá hana inn í liðið. „Ég veit ekki stöðuna á henni. Þetta leit út fyrir að vera mjög alvarlegt.” „Stelpurnar voru alltof lengi inni í þessu broti. Þær voru að spyrja alltof mikið. Það tók svolítin tíma að hrista þessu af sér.” Þórhallur: Erum að vonast til þess að hún sé gellan sem skorar 10 mörk „Ég er virkilega ánægður með þennan leik. Við vorum að vinna vel og unnum svolítið fyrir þessu. Þegar fór að líða á leikinn þá lágu þær dálítið á okkur og það var dálítið mikið stress í okkur að halda boltanum. Spilalega séð getum við gert betur en frábært að klára þetta svona,” sagði Þórhallur Víkingsson þjálfari HK/Víkings eftir leik kvöldsins. „Hún er virkilega góð og gerir alla leikmenn í kringum sig betri. Hún skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,” sagið Þórhallur um Fötmu Köru miðjumann HK/Víkings sem lagði upp fyrra markið og átti lykil sendinguna í seinna markinu. HK/Víkingur byrjuðu leikinn vel en áttu þó erfitt með að gera hálffærin að dauðafærum. „Sendingar og ákvarðanatakan hefðu kannski mátt betur fara. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik. Við fengum tækifæri til að slútta færum eða jafnvel búa til betri færi. Það vantaði aðallega uppá gæði í sendingum. Það skiptir engu máli, við bætum það bara í næsta leik.” Simone Emanuela Kolander kom inn í lið HK/Víkings í kvöld og setti sitt mark á leikinn. Hún lagði upp sjálfsmarkið sem kom HK/Víking yfir og skapaði smá hættu sóknarlega þegar það lítið að gerast áður. „Hún er rétt að komast inn í hópinn þar sem hún er búin að vera meidd. Við höfum verið í vandræðum með að klára færin. Við höfum verið að skapa eitthvað af færum í þessum leikjum en hún Simone kláraði þetta vel.” „Við erum að vonast til þess að hún sé gellan sem skorar 10 mörk fyrir okkur í sumar.” HK/Víkingur taka á móti Aftureldingu á laugardaginn í Mjólkurbikarnum og geta þar komist í 8-liða úrslit með sigri. „Það er bara frábært að kúpla sig aðeins frá Pepsi Max deildinni og taka aðeins þátt í bikarnum. Það verður bara spennandi að fá Aftureldingu í heimsókn” HK/Víkingur voru ekki búnar að skora í seinustu 3 leikjum fyrir þennan. Það segir dálítið sjálft að ef þær bæta ekki úr þessu eru þær ansi líklegar til að falla. „Í þessum leikjum vorum að við að skapa eitthvað af færum en vorum ekki að slútta. Núna vona ég að hausinn sé kominn á réttan stað og við förum bara að klára þessi færi betur.”
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti