Laxinn er mættur Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2019 09:28 Laxinn er mættur Mynd úr safni Það er rétt vika í að fyrstu laxveiðiárnar opni fyrir veiði og það er mikil spenna fyrir opnunum eins og alltaf en sér í lagi vegna þess að lax hefur sést víða. Það er yfirleitt þannig að fyrstu laxarnir sem láta sjá sig á hverju sumri sýna sig í Laxá í Kjós en fyrstu laxarnir þar eru yfirleitt komnir um 20. maí eða þar um bil. Laxá er enda vöktuð af mörum unnendum hennar og sá sem er hvað duglegastur að kíkja í hana er Bubbi Morthens en hann sá laxa í hanni strax um miðjan maí sem er óvenjusnemmt. Lax hefur líka sést í Norðurá en þegar skyggnst var í hana um helgina lágu laxar í Klingenberg, Krossholu og á Eyrinni. Fyrstu laxarnir eru líka mættir í Þverá þar sem nokkrir vænir hafa sést. Þjórsá á líka snemmgengin stofn en í gær var haldin vel sótt kynning á Urriðafossi og hópurinn sem var þar að kynna sér veiðistaðina sáu laxa stökkva á nokkrum stöðum. Fyrstu laxarnir virðast líka vera mættir í Langá á Mýrum en einn af þeim sem veiðir ána á hverju ári stoppaði stutt við Skugga í gær og sá tvo laxa stökkva á Breiðunni. Eins gætu fyrstu laxarnir verið mættir í Elliðaárnar en í gær lágu alla vega þrír bjartir fiskar á Breiðunni en ólíklegt er að þetta séu sjóbirtingar. Það kemur þó fljótt í ljós því teljarinn er kominn niður og það á þá að sjást fljótlega þegar tölur í honum fara að tikka inn. Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði
Það er rétt vika í að fyrstu laxveiðiárnar opni fyrir veiði og það er mikil spenna fyrir opnunum eins og alltaf en sér í lagi vegna þess að lax hefur sést víða. Það er yfirleitt þannig að fyrstu laxarnir sem láta sjá sig á hverju sumri sýna sig í Laxá í Kjós en fyrstu laxarnir þar eru yfirleitt komnir um 20. maí eða þar um bil. Laxá er enda vöktuð af mörum unnendum hennar og sá sem er hvað duglegastur að kíkja í hana er Bubbi Morthens en hann sá laxa í hanni strax um miðjan maí sem er óvenjusnemmt. Lax hefur líka sést í Norðurá en þegar skyggnst var í hana um helgina lágu laxar í Klingenberg, Krossholu og á Eyrinni. Fyrstu laxarnir eru líka mættir í Þverá þar sem nokkrir vænir hafa sést. Þjórsá á líka snemmgengin stofn en í gær var haldin vel sótt kynning á Urriðafossi og hópurinn sem var þar að kynna sér veiðistaðina sáu laxa stökkva á nokkrum stöðum. Fyrstu laxarnir virðast líka vera mættir í Langá á Mýrum en einn af þeim sem veiðir ána á hverju ári stoppaði stutt við Skugga í gær og sá tvo laxa stökkva á Breiðunni. Eins gætu fyrstu laxarnir verið mættir í Elliðaárnar en í gær lágu alla vega þrír bjartir fiskar á Breiðunni en ólíklegt er að þetta séu sjóbirtingar. Það kemur þó fljótt í ljós því teljarinn er kominn niður og það á þá að sjást fljótlega þegar tölur í honum fara að tikka inn.
Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði