Hrottalegt morð á ungri konu vekur óhug og reiði í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2019 08:33 Courtney Herron var 25 ára gömul þegar hún var myrt á hrottafenginn hátt. lögreglan í viktoríu Hrottalegt morð á ungri, heimilislausri konu í Melbourne í Ástralíu hefur vakið óhug og reiði almennings í landinu og endurvakið umræðuna um ofbeldi gegn konum. Courtney Herron var 25 ára þegar hún var myrt. Fjölskylda hennar segir að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða og fíknivanda og er talið að hún hafi verið heimilislau um tíma. Lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan, heimilislausan mann, Henry Hammond, og hefur hann verið ákærður fyrir morð. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kemur næst fyrir dóm í september. Verjandi Hammond segir að hann glíma við geðræn vandamál. „Hún dó eftir að hafa orðið fyrir hrottafenginni árás, það er engin önnur leið til að lýsa því,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Andrew Stamper.Segja ofbeldi gegn konum snúast um hegðun karlmanna Lík Herron fannst í almenningsgarði, ekki langt frá öðrum garði þar sem talið er að leikkonunni Eurydice Dixon hafi verið nauðgað og hún svo myrt af ókunnugum manni í júní síðastliðnum. Lögreglan telur að Herron hafi verið myrt snemma á laugardagsmorgni og síðan hafi Hammond reynt að fela lík hennar. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda ekki til þess að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi að því er fram kemur á vef BBC. Á blaðamannafundi í gær sagði Luke Cornelius, aðstoðarlögreglustjóri í Melbourne, að borgin væri almennt örugg en viðhorf karlmanna til kvenna þyrfti að breytast. „Ofbeldi gegn konum snýst að öllu leyti um hegðun karlmanna,“ sagði Cornelius. Fylkisstjóri Viktoríu-fylkis, Daniel Andrews, tók í sama streng en hann hefur áður gagnrýnt viðhorf sem gera kynjunum mishátt undir höfði í tengslum við önnur morð á konum. „Ofbeldi gegn konum snýst ekki um það hvernig konur haga sér… að öllum líkindum snýst þetta um hvernig menn haga sér,“ sagði Andrews. Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm konum í Ástralíu orðið fyrir kynferðisofbeldi eða hótunum þar um fyrir fimmtán ára aldur og einn af hverjum tuttugu karlmönnum. Ástralía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Hrottalegt morð á ungri, heimilislausri konu í Melbourne í Ástralíu hefur vakið óhug og reiði almennings í landinu og endurvakið umræðuna um ofbeldi gegn konum. Courtney Herron var 25 ára þegar hún var myrt. Fjölskylda hennar segir að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða og fíknivanda og er talið að hún hafi verið heimilislau um tíma. Lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan, heimilislausan mann, Henry Hammond, og hefur hann verið ákærður fyrir morð. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kemur næst fyrir dóm í september. Verjandi Hammond segir að hann glíma við geðræn vandamál. „Hún dó eftir að hafa orðið fyrir hrottafenginni árás, það er engin önnur leið til að lýsa því,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Andrew Stamper.Segja ofbeldi gegn konum snúast um hegðun karlmanna Lík Herron fannst í almenningsgarði, ekki langt frá öðrum garði þar sem talið er að leikkonunni Eurydice Dixon hafi verið nauðgað og hún svo myrt af ókunnugum manni í júní síðastliðnum. Lögreglan telur að Herron hafi verið myrt snemma á laugardagsmorgni og síðan hafi Hammond reynt að fela lík hennar. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda ekki til þess að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi að því er fram kemur á vef BBC. Á blaðamannafundi í gær sagði Luke Cornelius, aðstoðarlögreglustjóri í Melbourne, að borgin væri almennt örugg en viðhorf karlmanna til kvenna þyrfti að breytast. „Ofbeldi gegn konum snýst að öllu leyti um hegðun karlmanna,“ sagði Cornelius. Fylkisstjóri Viktoríu-fylkis, Daniel Andrews, tók í sama streng en hann hefur áður gagnrýnt viðhorf sem gera kynjunum mishátt undir höfði í tengslum við önnur morð á konum. „Ofbeldi gegn konum snýst ekki um það hvernig konur haga sér… að öllum líkindum snýst þetta um hvernig menn haga sér,“ sagði Andrews. Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm konum í Ástralíu orðið fyrir kynferðisofbeldi eða hótunum þar um fyrir fimmtán ára aldur og einn af hverjum tuttugu karlmönnum.
Ástralía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira