Bjössi: Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu Guðlaugur Valgeirsson skrifar 26. maí 2019 21:44 Ólafur Jóhannesson lét Sigurbjörn Hreiðarsson sjá um viðtölin í kvöld vísir/vilhelm Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik en hann var svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu góðir. „Við vorum bara ekki nógu góðir, svo einfalt er það. Þeir vildu þetta bara meira en við og náðu þessu marki en við reyndum skorum 2 mörk sem voru tekin af okkur sem voru lögleg og það er alveg ljóst á þessu Íslandsmóti að það skiptir máli að skora fyrsta markið í þessum leikjum.” „Það skilur á milli í þessu. Ef þú kemst yfir þá getur verið erfitt að koma til baka. Við gerðum ekki nóg.” Miðað við endursýningar voru þetta rangar dómar í báðum þessum mörkum sem Valur skoraði í fyrri hálfleik, Bjössi sagði að það væri því miður ekkert hægt að gera í því núna. „Það er ekkert hægt að breyta því núna en auðvitað er það svekkjandi en það er bara eins og það er. Þetta er fúlt, sérstaklega að tapa og við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að spila nógu vel.” Hann var klár á því að Valsmenn hefðu átt að fá víti þegar Andri Adolphsson fór niður í teig Blika. „Það var víti, alveg klárt. En við fengum á okkur mark hérna sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Dómararnir eru mismunandi, það er bara eins og það er en það er mjög stórt að það sé tekið af okkur 2 mörk. Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa og gera betur.” Hann var svekktur yfir markinu sem þeir fengu á sig og sagði að þeir verði að gera betur í varnarleiknum í svona stöðu. „Ég þarf að skoða það aftur en auðvitað er maður svekktur yfir því að fá á sig svona mark, það segir sig sjálft og að tapa með því marki er leiðinlegt. Við vorum bara ekki nógu góðir í kvöld.” Bjössi viðurkenndi að hann hefði áhyggjur af stöðu mála og að Valur væri bara í fallbaráttu eins og staðan er í dag. „Við erum bara í fallbaráttu eins og staðan er núna. Það er bara eitthvað sem við þurfum að glíma við og díla við. Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu og við þurfum að bíta í skjaldarendur og gera betur. Vippa aðeins kassanum út og spila betur.” Valur fær núna vikufrí fyrir næsta deildarleik en þeir mæta Stjörnunni næstkomandi sunnudag. Bjössi sagðist þó ekki þiggja vikufrí því hann vilji helst spila aftur á eftir. „Ég væri til í að spila á eftir, næsta leik. Það er ömurlegt að bíða í viku eftir næsta leik en það er eins og það er. Við þurfum bara að nota þessa viku og gera þetta eins og menn. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, svona er bara staðan og við verðum að fara gera hlutina betur,” sagði Sigurbjörn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik en hann var svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu góðir. „Við vorum bara ekki nógu góðir, svo einfalt er það. Þeir vildu þetta bara meira en við og náðu þessu marki en við reyndum skorum 2 mörk sem voru tekin af okkur sem voru lögleg og það er alveg ljóst á þessu Íslandsmóti að það skiptir máli að skora fyrsta markið í þessum leikjum.” „Það skilur á milli í þessu. Ef þú kemst yfir þá getur verið erfitt að koma til baka. Við gerðum ekki nóg.” Miðað við endursýningar voru þetta rangar dómar í báðum þessum mörkum sem Valur skoraði í fyrri hálfleik, Bjössi sagði að það væri því miður ekkert hægt að gera í því núna. „Það er ekkert hægt að breyta því núna en auðvitað er það svekkjandi en það er bara eins og það er. Þetta er fúlt, sérstaklega að tapa og við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að spila nógu vel.” Hann var klár á því að Valsmenn hefðu átt að fá víti þegar Andri Adolphsson fór niður í teig Blika. „Það var víti, alveg klárt. En við fengum á okkur mark hérna sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Dómararnir eru mismunandi, það er bara eins og það er en það er mjög stórt að það sé tekið af okkur 2 mörk. Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa og gera betur.” Hann var svekktur yfir markinu sem þeir fengu á sig og sagði að þeir verði að gera betur í varnarleiknum í svona stöðu. „Ég þarf að skoða það aftur en auðvitað er maður svekktur yfir því að fá á sig svona mark, það segir sig sjálft og að tapa með því marki er leiðinlegt. Við vorum bara ekki nógu góðir í kvöld.” Bjössi viðurkenndi að hann hefði áhyggjur af stöðu mála og að Valur væri bara í fallbaráttu eins og staðan er í dag. „Við erum bara í fallbaráttu eins og staðan er núna. Það er bara eitthvað sem við þurfum að glíma við og díla við. Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu og við þurfum að bíta í skjaldarendur og gera betur. Vippa aðeins kassanum út og spila betur.” Valur fær núna vikufrí fyrir næsta deildarleik en þeir mæta Stjörnunni næstkomandi sunnudag. Bjössi sagðist þó ekki þiggja vikufrí því hann vilji helst spila aftur á eftir. „Ég væri til í að spila á eftir, næsta leik. Það er ömurlegt að bíða í viku eftir næsta leik en það er eins og það er. Við þurfum bara að nota þessa viku og gera þetta eins og menn. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, svona er bara staðan og við verðum að fara gera hlutina betur,” sagði Sigurbjörn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti