Gagnrýnir málþóf Miðflokksins þrátt fyrir eigin andstöðu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2019 14:00 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins gagnrýnir málþófið sem Miðflokkurinn hefur staðið fyrir á Alþingi um þriðja orkupakkann síðustu daga. Hún segir dapurt hvernig ásýnd þingsins sé út á við og senda eigi málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður samfylkingarinnar og Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddu þar ásýnd Alþingis. Þær töldu bagalegt að málefni rati í fjölmiðla áður en búið er að vinna þau hjá bæði hjá forsætisnefnd og siðanefnd Alþingis, augljóst sé að ekki ríki trúnaður í nefndum, þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir því. „Þessi ásynd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg. Málþófið sem stendur yfir núna, siðanefndarmál endlaus. Þetta er allt eitthvað sem er mjög sorglegt og hleg held að við þurfum einhvernveginn öll að taka til okkar og velta fyrir okkur hvað við getum lagt að mörkum til að bæta ásýnd þingsins,“ sagði Bryndís um þingstörfin síðustu daga. Inga tók undir með henni og taldi einnig að Alþingi þyrfti að gera betur. Þar benti hún meðal annars á málþóf Miðflokksins. „Í rauninni er það ekki stjórnarandstaðan í málþófi núna, heldur er það einn flokkur sem er búinn að halda okkur í gíslingu. Ég segi þó að ég sé talsmaður þess og mun kjósa gegn orkupakka þrjú. Ég horfi á það allt öðrum augum en verið er að gera nú. Það er enginn áróðursherferð í mínum huga hvað lítur að þessum orkupakka. Ég vil bara segja við erum með frábæran samning sem er EES-samningurinn, við erum með frábæran samning sem hefur komið okkur þangað þar sem við erum efnahagslega. Það breytir ekki þeirri staðreynd að ég lít á það sem samning,” sagði Inga. Helga Vala nefndi svo mál Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann endurtók orðrétt ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu sinnar, sem siðanefnd þingsins taldi hafa brotið gegn siðareglum. Þau vörðuðu aksturspeninga Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Taldi Helga Vala að gegnsæi ætti að ríkja í málum eins og Ásmundar sem endurgreiddi hluta upphæðarinnar sem hann fékk frá Alþingi eftir ásakanir um að hann hefði fengið ofgreitt. Ekki ætti að skjóta sendiboðann. „Ég held að þegar rykið sest, ef það sest einhvern tímann, að við getum öll verið sammála um að þetta gegnsæi eigi að ríkja um allar endugreiðslur til okkar þingmanna. Ég held að við eigum einhvers staðar að þakka þá allavegana seiglu Björns Leví sem hætti ekki að spyrja,” sagði Helga Vala. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Formaður Flokks fólksins gagnrýnir málþófið sem Miðflokkurinn hefur staðið fyrir á Alþingi um þriðja orkupakkann síðustu daga. Hún segir dapurt hvernig ásýnd þingsins sé út á við og senda eigi málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður samfylkingarinnar og Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddu þar ásýnd Alþingis. Þær töldu bagalegt að málefni rati í fjölmiðla áður en búið er að vinna þau hjá bæði hjá forsætisnefnd og siðanefnd Alþingis, augljóst sé að ekki ríki trúnaður í nefndum, þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir því. „Þessi ásynd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg. Málþófið sem stendur yfir núna, siðanefndarmál endlaus. Þetta er allt eitthvað sem er mjög sorglegt og hleg held að við þurfum einhvernveginn öll að taka til okkar og velta fyrir okkur hvað við getum lagt að mörkum til að bæta ásýnd þingsins,“ sagði Bryndís um þingstörfin síðustu daga. Inga tók undir með henni og taldi einnig að Alþingi þyrfti að gera betur. Þar benti hún meðal annars á málþóf Miðflokksins. „Í rauninni er það ekki stjórnarandstaðan í málþófi núna, heldur er það einn flokkur sem er búinn að halda okkur í gíslingu. Ég segi þó að ég sé talsmaður þess og mun kjósa gegn orkupakka þrjú. Ég horfi á það allt öðrum augum en verið er að gera nú. Það er enginn áróðursherferð í mínum huga hvað lítur að þessum orkupakka. Ég vil bara segja við erum með frábæran samning sem er EES-samningurinn, við erum með frábæran samning sem hefur komið okkur þangað þar sem við erum efnahagslega. Það breytir ekki þeirri staðreynd að ég lít á það sem samning,” sagði Inga. Helga Vala nefndi svo mál Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann endurtók orðrétt ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu sinnar, sem siðanefnd þingsins taldi hafa brotið gegn siðareglum. Þau vörðuðu aksturspeninga Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Taldi Helga Vala að gegnsæi ætti að ríkja í málum eins og Ásmundar sem endurgreiddi hluta upphæðarinnar sem hann fékk frá Alþingi eftir ásakanir um að hann hefði fengið ofgreitt. Ekki ætti að skjóta sendiboðann. „Ég held að þegar rykið sest, ef það sest einhvern tímann, að við getum öll verið sammála um að þetta gegnsæi eigi að ríkja um allar endugreiðslur til okkar þingmanna. Ég held að við eigum einhvers staðar að þakka þá allavegana seiglu Björns Leví sem hætti ekki að spyrja,” sagði Helga Vala.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26
Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34