Barnshafandi flóttakonur ný áskorun fyrir ljósmæður Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 13:27 Félagslegar aðstæður flóttakvenna og hælisleitenda eru oft ekki góðar, að mati yfirljósmóður á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Átta börn sem eiga foreldra sem eru með opna hælisumsókn hafa fæðst það sem af er ári en það eru jafn mörg börn og allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Yfirljósmóðir segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. Stundum fáist ekki túlkar og ljósmæður þurfi þá að notast við símatúlkun. Barneignir hafa ekki áhrif á hælisumsókn og fá hælisleitendur ekki sjálfkrafa vernd við fæðingu barns og barnið verður ekki íslenskur ríkisborgari þó að það fæðist hér. Barn sem fæðist á Íslandi fær ríkisfang móður samkvæmt íslenskum lögum. Þá hafa nokkrar konur sem hafa fengið stöðu flóttamanns fætt börn hér á landi og finna ljósmæður á Landspítalanum finna fyrir fjölgun í hópi barnshafandi kvenna sem hafa flúið heimalandið. Bryndís Ásta Bragadóttir, ljósmóðir á áhættumæðravernd, segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. „Það getur verið mikil áskorun að sinna þessum hópi fólks. Þær náttúrulega koma oft úr bágum aðstæðum og eru með mikil áföll að baki. Koma kannski frá stríðshrjáðum löndum og hafa dvalið í flóttamannabúðum,” segir hún. Ljósmæður þurfi því að huga sérstaklega vel að þeim. „Svo eru þær stundum ekki vel nærðar,“ segir hún.Koma til móts við trúarbrögð mæðranna Bryndís Ásta segir að oft reynist samskiptin erfið vegna tungumálaörðugleika. „Það er stundum erfitt að fá fólk sem talar þeirra tungumál og við verðum þá að notast við símatúlkun ef að við fáum ekki túlk. Þær eru oft einar og ekki vel staddar félagslega og hafa lítinn sem engan stuðning. Ég held að þær búi margar hverjar ekkert við góðar aðstæður á Íslandi,“ segir hún. Þá eigi sumar önnur börn fyrir sem sé oft vandamál. Sérstaklega yfir vetrartímann því þá er RS-veirubann á kvennadeildum spítalans sem þýðir að börn yngri en 12 ára megi ekki koma inn á deildirnar. „Það hefur reynst áskorun ef þessar konur eru með eldri systkini sem þarf bara að passa hreinlega á meðan þær eru í fæðingu eða mæðravernd,“ segir Bryndís Ásta. Konurnar eigi þó margar stuðningsaðila hjá Rauða krossinum sem hjálpi þeim oft mikið. Þá segir Bryndís Ásta menningarmuninn oft erfiðan. Hún nefnir dæmi um ramadanföstuna og þær sem eru með meðgöngusykursýki. „Þær vilja sinna sinni trú og fasta í tuttugu klukkutíma á sólahring. Þá þurfum við náttúrulega bara að aðlaga okkur þeirra trúarbrögðum og koma til móts við hverja og eina. Það getur verið áskorun,“ segir hún. Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Átta börn sem eiga foreldra sem eru með opna hælisumsókn hafa fæðst það sem af er ári en það eru jafn mörg börn og allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Yfirljósmóðir segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. Stundum fáist ekki túlkar og ljósmæður þurfi þá að notast við símatúlkun. Barneignir hafa ekki áhrif á hælisumsókn og fá hælisleitendur ekki sjálfkrafa vernd við fæðingu barns og barnið verður ekki íslenskur ríkisborgari þó að það fæðist hér. Barn sem fæðist á Íslandi fær ríkisfang móður samkvæmt íslenskum lögum. Þá hafa nokkrar konur sem hafa fengið stöðu flóttamanns fætt börn hér á landi og finna ljósmæður á Landspítalanum finna fyrir fjölgun í hópi barnshafandi kvenna sem hafa flúið heimalandið. Bryndís Ásta Bragadóttir, ljósmóðir á áhættumæðravernd, segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. „Það getur verið mikil áskorun að sinna þessum hópi fólks. Þær náttúrulega koma oft úr bágum aðstæðum og eru með mikil áföll að baki. Koma kannski frá stríðshrjáðum löndum og hafa dvalið í flóttamannabúðum,” segir hún. Ljósmæður þurfi því að huga sérstaklega vel að þeim. „Svo eru þær stundum ekki vel nærðar,“ segir hún.Koma til móts við trúarbrögð mæðranna Bryndís Ásta segir að oft reynist samskiptin erfið vegna tungumálaörðugleika. „Það er stundum erfitt að fá fólk sem talar þeirra tungumál og við verðum þá að notast við símatúlkun ef að við fáum ekki túlk. Þær eru oft einar og ekki vel staddar félagslega og hafa lítinn sem engan stuðning. Ég held að þær búi margar hverjar ekkert við góðar aðstæður á Íslandi,“ segir hún. Þá eigi sumar önnur börn fyrir sem sé oft vandamál. Sérstaklega yfir vetrartímann því þá er RS-veirubann á kvennadeildum spítalans sem þýðir að börn yngri en 12 ára megi ekki koma inn á deildirnar. „Það hefur reynst áskorun ef þessar konur eru með eldri systkini sem þarf bara að passa hreinlega á meðan þær eru í fæðingu eða mæðravernd,“ segir Bryndís Ásta. Konurnar eigi þó margar stuðningsaðila hjá Rauða krossinum sem hjálpi þeim oft mikið. Þá segir Bryndís Ásta menningarmuninn oft erfiðan. Hún nefnir dæmi um ramadanföstuna og þær sem eru með meðgöngusykursýki. „Þær vilja sinna sinni trú og fasta í tuttugu klukkutíma á sólahring. Þá þurfum við náttúrulega bara að aðlaga okkur þeirra trúarbrögðum og koma til móts við hverja og eina. Það getur verið áskorun,“ segir hún.
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira