Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 12:26 „Þessi ásýnd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg,“ sagði Bryndís í Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, segir markmið núverandi ríkisstjórnar um að bæta vinnubrögð og ásýnd þingsins hafa gengið nokkuð vel. Núverandi fyrirkomulag siðanefndar þingsins gangi hins vegar ekki upp. Bryndís var á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi stöðuna á þinginu ásamt þeim Helgu Völu Helgadóttur og Ingu Sæland. Voru þær sammála um að atburðir síðustu vikna hafi ekki verið til þess að auka álit almennings á Alþingi en hitamál á borð við málþóf Miðflokksins og álit siðanefndar um ummæli Þórhildar Sunnu hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni síðustu daga. „Þessi ásýnd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg,“ segir Bryndís í viðtalinu og segir þingmenn eiga að velta fyrir sér hvað þeir geti lagt af mörkum til þess að bæta ásýnd þingsins. Hún segir forsætisnefnd hafa markvisst unnið að því að auka gagnsæi í störfum þingsins sem sé sjálfsagt mál. Hins vegar sé það fyrirkomulag sem nú er á meðferð mála siðanefndar ekki vænlegt til árangurs. „Þetta fyrirkomulag sem var teiknað upp áður en að ég kom inn á þing og var klárað árið 2016, það gengur ekki upp. Það virkar þannig að forsætisnefnd tekur við kærum eða ásökunum um að einhver hafi brotið á siðareglum, það getur komið frá hverjum sem er hvort sem hann er aðili máls eða ekki,“ segir Bryndís. „Það er svo okkar að leggja mat hvort við eigum að leggja það fyrir siðanefnd og fá ráðgefandi álit. Svo kemur það til baka frá siðanefnd og þá er það okkar að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi braut gegn siðareglunum eða ekki.“Siðanefnd taldi ummæli Þórhildar Sunnu brjóta gegn siðareglum þingsins. Vísir/Vilhelm„Ég skil mjög vel að fólkið þarna úti skilur ekki hvað við erum að gera“ Bryndís nefnir að eina niðurstaða siðanefndar til þessa sé sú að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún sagði rökstuddan grun vera um að hann hafi dregið að sér almannafé. Bryndís hefur sjálf sagt sig frá frekari umfjöllun um mál Þórhildar Sunnu eftir ummæli sem hún lét falla í viðtali við RÚV þar sem hún sagði umræðuna um álit siðanefndar vera afar óheppilega. Hún sé þó ósátt við hvernig málið fór í fjölmiðla. „Það reitti mig til reiði að þegar við erum með þetta inni á okkar borði er eins og hefjist einhver fjölmiðlaáróður, einhver barátta í gegnum fjölmiðla,“ segir Bryndís og segir þá baráttu hafa verið af hálfu Pírata. Þrátt fyrir að Bryndísi sjálfri þyki ummælin vera alvarleg segir hún niðurstöðuna kannski koma mörgum á óvart í ljósi þess að nefndin hefur vísað málum frá sem mörgum gæti þótt alvarlegri en ummæli Þórhildar Sunnu. Það sé því mjög skiljanlegt að fólk skilji ekki störf nefndarinnar. „Á sama tíma höfum við verið að afgreiða frá okkur mál sem tengjast alvarlegu kynferðislegu áreiti þingmanns og það er sagt að það sé ekki brot á siðareglum,“ segir Bryndís og vísar þar til máls Ágústs Ólafs en í lok aprílmánaðar komst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til umfjöllunar. Ágúst Ólafur var áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar í haust fyrir að áreita konu kynferðislega. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan. Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, segir markmið núverandi ríkisstjórnar um að bæta vinnubrögð og ásýnd þingsins hafa gengið nokkuð vel. Núverandi fyrirkomulag siðanefndar þingsins gangi hins vegar ekki upp. Bryndís var á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi stöðuna á þinginu ásamt þeim Helgu Völu Helgadóttur og Ingu Sæland. Voru þær sammála um að atburðir síðustu vikna hafi ekki verið til þess að auka álit almennings á Alþingi en hitamál á borð við málþóf Miðflokksins og álit siðanefndar um ummæli Þórhildar Sunnu hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni síðustu daga. „Þessi ásýnd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg,“ segir Bryndís í viðtalinu og segir þingmenn eiga að velta fyrir sér hvað þeir geti lagt af mörkum til þess að bæta ásýnd þingsins. Hún segir forsætisnefnd hafa markvisst unnið að því að auka gagnsæi í störfum þingsins sem sé sjálfsagt mál. Hins vegar sé það fyrirkomulag sem nú er á meðferð mála siðanefndar ekki vænlegt til árangurs. „Þetta fyrirkomulag sem var teiknað upp áður en að ég kom inn á þing og var klárað árið 2016, það gengur ekki upp. Það virkar þannig að forsætisnefnd tekur við kærum eða ásökunum um að einhver hafi brotið á siðareglum, það getur komið frá hverjum sem er hvort sem hann er aðili máls eða ekki,“ segir Bryndís. „Það er svo okkar að leggja mat hvort við eigum að leggja það fyrir siðanefnd og fá ráðgefandi álit. Svo kemur það til baka frá siðanefnd og þá er það okkar að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi braut gegn siðareglunum eða ekki.“Siðanefnd taldi ummæli Þórhildar Sunnu brjóta gegn siðareglum þingsins. Vísir/Vilhelm„Ég skil mjög vel að fólkið þarna úti skilur ekki hvað við erum að gera“ Bryndís nefnir að eina niðurstaða siðanefndar til þessa sé sú að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún sagði rökstuddan grun vera um að hann hafi dregið að sér almannafé. Bryndís hefur sjálf sagt sig frá frekari umfjöllun um mál Þórhildar Sunnu eftir ummæli sem hún lét falla í viðtali við RÚV þar sem hún sagði umræðuna um álit siðanefndar vera afar óheppilega. Hún sé þó ósátt við hvernig málið fór í fjölmiðla. „Það reitti mig til reiði að þegar við erum með þetta inni á okkar borði er eins og hefjist einhver fjölmiðlaáróður, einhver barátta í gegnum fjölmiðla,“ segir Bryndís og segir þá baráttu hafa verið af hálfu Pírata. Þrátt fyrir að Bryndísi sjálfri þyki ummælin vera alvarleg segir hún niðurstöðuna kannski koma mörgum á óvart í ljósi þess að nefndin hefur vísað málum frá sem mörgum gæti þótt alvarlegri en ummæli Þórhildar Sunnu. Það sé því mjög skiljanlegt að fólk skilji ekki störf nefndarinnar. „Á sama tíma höfum við verið að afgreiða frá okkur mál sem tengjast alvarlegu kynferðislegu áreiti þingmanns og það er sagt að það sé ekki brot á siðareglum,“ segir Bryndís og vísar þar til máls Ágústs Ólafs en í lok aprílmánaðar komst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til umfjöllunar. Ágúst Ólafur var áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar í haust fyrir að áreita konu kynferðislega. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26
Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46