Bjarni reiknar með að Miðflokksmenn eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2019 20:30 Þótt önnur umræða um þriðja orkupakkann hafi staðið yfir í tæpar hundrað klukkustundir þar sem sömu ræðurnar eru meira og minna endurteknar aftur og aftur, hefur ekki komið til tals að beita ákvæði þingskapa sem getur stöðvað umræðurnar. Fjármálaráðherra reiknar með að þingmenn Miðflokksins eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar Þegar forseti frestaði umræðu um þriðja orkupakkann eftir nítján tíma lotu um klukkan hálf ellefu í morgun hafði heildarumræðan staðið í tæpar 100 klukkustundir og þingmenn Miðflokksins þar af talað í um 80 klukkutíma eða tvær fullar vinnuvikur. Það var ekki laust við að farið væri að sjá á mönnum. Forseti Alþingis er til að mynda nánast orðinn raddlaus eftir sólarhringa kvöld- og næturfundi, eins og sjá og heyra má í fréttinni hér að ofan.Þegar umræðan hafði staðið í um átján klukkustundir í morgun sagði Bergþór Ólason forseta Alþingis bera ábyrgð á þessum maraþon-fundum og var skyndilega umhugað um starfsmenn Alþingis„Ég vorkenni okkur þingmönnunum nú minna en starfsmönnunum því að við veljum að vera hérna,“ sagði Bergþór.Forseti Alþingis segir hljóð í ýmsum þingmönnum farið að þyngjast.Fréttablaðið/Sigtryggur AriLeikhús fáranleikans náð nýjum hæðum að mati stjórnarþingmanns Ekki voru allir sammála þessu frjálsa vali þingmanna og það væri forseta Alþingis að kenna að ekki sæi fyrir endann á umræðunni.„Þetta leikhús fáránleikans hefur hér náð nýjum hæðum. Ég held að háttvirtir þingmenn Miðflokksins, sem hafa haldið hérna þinginu í þessum umræðum hér, fram á nætur, dag eftir dag, ættu að skammast sín fyrir að draga núna starfsfólk Alþingis, sem hefur þurft að hlaupa eftir þeirra eigin dutlungum, inn í þessa umræðu,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Undir það síðasta var ekki laust við það að nokkurrar örvæntingar væri farið að gæta hjá þingmönnum Miðflokksins því þeir voru ekki upplýstir um það hvenær fundi lyki.„Mér er fyrirmunað að skilja það hvers vegna ekki er hægt að segja hvað fundur á að standa lengi. Það er eins og það sé einhver leyndarhyggja á bak við það. Ég hef fengið símtöl hér í morgun frá fjölskyldu minni hvort að ég ætli að koma í útivistarferð í dag með þeim,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/vilhelmBjarni áður setið heilu sumrin á þinginu Þótt augljóslega hafi verið dregið af mönnum eftir að fundi var frestað fyrir hádegi báru þingmenn Miðflokksins sig mannalega þegar þeir gengu út í daginn. Leiðin lá á Austurvöll þar sem viðeigandi þótti að taka ljósmyndir af hetjum næturinnar með Jón Sigurðsson í bakgrunni. Ekki liggur hins vegar fyrir hversu lengi til viðbótar þingflokkurinn ætlar að halda uppi einræðum við sjálfan sig. „Menn hafa fengið að tala fram á morgun og eflaust verður það í einhverja daga í viðbót þannig og svo meta menn bara stöðuna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um málið. „Ég hef margoft setið heilu sumrin á þinginu og þegar þær aðstæður skapast verðum við bara að gera það,“ sagði Bjarni ennfremur. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Þingsköp gera ráð fyrir að hægt sé að binda enda á umræðu í þinginu. Þingmenn eru þó ekki tilbúnir að beita því ákvæði til að stöðva málþóf miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 14:27 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Þótt önnur umræða um þriðja orkupakkann hafi staðið yfir í tæpar hundrað klukkustundir þar sem sömu ræðurnar eru meira og minna endurteknar aftur og aftur, hefur ekki komið til tals að beita ákvæði þingskapa sem getur stöðvað umræðurnar. Fjármálaráðherra reiknar með að þingmenn Miðflokksins eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar Þegar forseti frestaði umræðu um þriðja orkupakkann eftir nítján tíma lotu um klukkan hálf ellefu í morgun hafði heildarumræðan staðið í tæpar 100 klukkustundir og þingmenn Miðflokksins þar af talað í um 80 klukkutíma eða tvær fullar vinnuvikur. Það var ekki laust við að farið væri að sjá á mönnum. Forseti Alþingis er til að mynda nánast orðinn raddlaus eftir sólarhringa kvöld- og næturfundi, eins og sjá og heyra má í fréttinni hér að ofan.Þegar umræðan hafði staðið í um átján klukkustundir í morgun sagði Bergþór Ólason forseta Alþingis bera ábyrgð á þessum maraþon-fundum og var skyndilega umhugað um starfsmenn Alþingis„Ég vorkenni okkur þingmönnunum nú minna en starfsmönnunum því að við veljum að vera hérna,“ sagði Bergþór.Forseti Alþingis segir hljóð í ýmsum þingmönnum farið að þyngjast.Fréttablaðið/Sigtryggur AriLeikhús fáranleikans náð nýjum hæðum að mati stjórnarþingmanns Ekki voru allir sammála þessu frjálsa vali þingmanna og það væri forseta Alþingis að kenna að ekki sæi fyrir endann á umræðunni.„Þetta leikhús fáránleikans hefur hér náð nýjum hæðum. Ég held að háttvirtir þingmenn Miðflokksins, sem hafa haldið hérna þinginu í þessum umræðum hér, fram á nætur, dag eftir dag, ættu að skammast sín fyrir að draga núna starfsfólk Alþingis, sem hefur þurft að hlaupa eftir þeirra eigin dutlungum, inn í þessa umræðu,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Undir það síðasta var ekki laust við það að nokkurrar örvæntingar væri farið að gæta hjá þingmönnum Miðflokksins því þeir voru ekki upplýstir um það hvenær fundi lyki.„Mér er fyrirmunað að skilja það hvers vegna ekki er hægt að segja hvað fundur á að standa lengi. Það er eins og það sé einhver leyndarhyggja á bak við það. Ég hef fengið símtöl hér í morgun frá fjölskyldu minni hvort að ég ætli að koma í útivistarferð í dag með þeim,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/vilhelmBjarni áður setið heilu sumrin á þinginu Þótt augljóslega hafi verið dregið af mönnum eftir að fundi var frestað fyrir hádegi báru þingmenn Miðflokksins sig mannalega þegar þeir gengu út í daginn. Leiðin lá á Austurvöll þar sem viðeigandi þótti að taka ljósmyndir af hetjum næturinnar með Jón Sigurðsson í bakgrunni. Ekki liggur hins vegar fyrir hversu lengi til viðbótar þingflokkurinn ætlar að halda uppi einræðum við sjálfan sig. „Menn hafa fengið að tala fram á morgun og eflaust verður það í einhverja daga í viðbót þannig og svo meta menn bara stöðuna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um málið. „Ég hef margoft setið heilu sumrin á þinginu og þegar þær aðstæður skapast verðum við bara að gera það,“ sagði Bjarni ennfremur.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Þingsköp gera ráð fyrir að hægt sé að binda enda á umræðu í þinginu. Þingmenn eru þó ekki tilbúnir að beita því ákvæði til að stöðva málþóf miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 14:27 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Þingsköp gera ráð fyrir að hægt sé að binda enda á umræðu í þinginu. Þingmenn eru þó ekki tilbúnir að beita því ákvæði til að stöðva málþóf miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 14:27
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34
Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53