Daníel Örn var samningslaus eftir tímabilið eftir að hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við ÍBV þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.
Bjóðum Daníel Örn Griffin velkominn í KA #LifiFyriKAhttps://t.co/7N2sGmexBwpic.twitter.com/9Jau4gsFgH
— KA (@KAakureyri) May 25, 2019
Hann varð í liði Eyjamanna tímabilið 2017/2018 sem varð þefaldur meistari en var þó í engu lykilhlutverki í því liði. Hann hefur einnig verið í yngri landsliðum Íslands.
KA endaði í níunda sæti Olís-deildarinnar á liðnu tímabili en þeir voru nýliðar í deildinni. Þjálfarar liðsins eru þeir Stefán Árnason og Jónatan Magnússon.