Íslensku ökumennirnir með yfirburði í Noregi Bragi Þórðarson skrifar 26. maí 2019 06:00 Ingólfur Guðvarðarson varð annar á Hellu, nú leiðir hann Norðurlandamótið í torfæru eftir fyrsta dag. Sveinn Haraldsson Alls fóru átta íslenskir ökumenn með bíla sína til Noregs til að keppa í Norðurlandamótinu í torfæru sem fram fer um helgina. Aðeins er keppt í torfæru á norðurlöndunum og jafngildir keppnin því heimsmeistaramóti. Alls verða eknar tólf brautir yfir tvo daga. Eftir fyrstu sex brautirnar sem eknar voru í dag eru allir íslensku ökumennirnir í tíu efstu sætunum af sautján keppendum, þar af eru Íslendingar í fimm efstu sætunum. Ingólfur Guðvarðarson leiðir á bíl sínum, Guttanum Reborn. Ingólfur varð annar í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins sem fram fór á Hellu í byrjun mánaðarins. Í öðru sæti eftir fyrsta dag er nýliðinn Skúli Kristjánsson á Simba, 138 stigum á eftir fyrsta sætinu. Frábær árangur hjá ökumanni sem er að keppa í aðeins sinni annari keppni á nýsmíðuðum bíl. Haukur Viðar Einarsson er þriðji í lok dags og fjórði er Atli Jamil Ásgeirsson. Atli leiddi framan af en gerði afdregarík mistök í fimmtu braut er hann skoraði aðeins 30 stig af 350 mögulegum. Sigurvegari Hellutorfærunnar, Geir Evert Grímsson, situr í fimmta sætinu. Keppnin heldur áfram í dag er eknar verða sex brautir í viðbót. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Alls fóru átta íslenskir ökumenn með bíla sína til Noregs til að keppa í Norðurlandamótinu í torfæru sem fram fer um helgina. Aðeins er keppt í torfæru á norðurlöndunum og jafngildir keppnin því heimsmeistaramóti. Alls verða eknar tólf brautir yfir tvo daga. Eftir fyrstu sex brautirnar sem eknar voru í dag eru allir íslensku ökumennirnir í tíu efstu sætunum af sautján keppendum, þar af eru Íslendingar í fimm efstu sætunum. Ingólfur Guðvarðarson leiðir á bíl sínum, Guttanum Reborn. Ingólfur varð annar í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins sem fram fór á Hellu í byrjun mánaðarins. Í öðru sæti eftir fyrsta dag er nýliðinn Skúli Kristjánsson á Simba, 138 stigum á eftir fyrsta sætinu. Frábær árangur hjá ökumanni sem er að keppa í aðeins sinni annari keppni á nýsmíðuðum bíl. Haukur Viðar Einarsson er þriðji í lok dags og fjórði er Atli Jamil Ásgeirsson. Atli leiddi framan af en gerði afdregarík mistök í fimmtu braut er hann skoraði aðeins 30 stig af 350 mögulegum. Sigurvegari Hellutorfærunnar, Geir Evert Grímsson, situr í fimmta sætinu. Keppnin heldur áfram í dag er eknar verða sex brautir í viðbót.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira