Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 13:12 Katrín gantaðist með það hversu furðulegt það væri að formaður helsta andstæðings flokksins til margra ára héldi ávarp á degi sem þessum. Vísir/Frikki Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu í dag en níutíu ár eru liðin frá sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Í tilefni dagsins var boðið upp á hátíðardagskrá á fjölskylduhátíð í Valhöll. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á hátíðinni og fór hún fögrum orðum um Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann flokksins. Hún hóf mál sitt á því að gefa í skyn að það væri kannski örlítið skrítið að formaður vinstri hreyfingarinnar, sem lengi vel hefur verið helsti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum, væri þar kominn til þess að ávarpa flokksmenn „En það er þannig í afmælum að þá sleppir maður öllu því sem miður hefur farið,“ sagði Katrín og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Hún lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að það væri gott fólk í öllum stjórnmálaflokkum og það væri gott veganesti að hafa það hugfast í pólitík. Þá þakkaði hún ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og nefndi þar Bjarna Benediktsson sérstaklega sem hún sagði vera einn besta samstarfsmann sem hún hefur nokkurn tímann haft við mikinn fögnuð hátíðargesta. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnar- og samgönguráðherra var einnig með ávarp sem og Heiða Björg Hilmisdóttir fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þá vakti það mikla kátínu meðal viðstaddra þegar Þórdís Kolbrún vakti máls á því að enginn frá Miðflokknum hefði mætt til þess að fagna afmælinu með Sjálfstæðismönnum, enda væru þeir uppteknir við önnur ræðuhöld.Sigurður Ingi Jóhannsson kom færandi hendi.Vísir/FrikkiHeiða Björg Hilmisdóttir færði Bjarna blóm og bók í tilefni dagsins.Vísir/Frikki Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu í dag en níutíu ár eru liðin frá sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Í tilefni dagsins var boðið upp á hátíðardagskrá á fjölskylduhátíð í Valhöll. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á hátíðinni og fór hún fögrum orðum um Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann flokksins. Hún hóf mál sitt á því að gefa í skyn að það væri kannski örlítið skrítið að formaður vinstri hreyfingarinnar, sem lengi vel hefur verið helsti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum, væri þar kominn til þess að ávarpa flokksmenn „En það er þannig í afmælum að þá sleppir maður öllu því sem miður hefur farið,“ sagði Katrín og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Hún lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að það væri gott fólk í öllum stjórnmálaflokkum og það væri gott veganesti að hafa það hugfast í pólitík. Þá þakkaði hún ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og nefndi þar Bjarna Benediktsson sérstaklega sem hún sagði vera einn besta samstarfsmann sem hún hefur nokkurn tímann haft við mikinn fögnuð hátíðargesta. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnar- og samgönguráðherra var einnig með ávarp sem og Heiða Björg Hilmisdóttir fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þá vakti það mikla kátínu meðal viðstaddra þegar Þórdís Kolbrún vakti máls á því að enginn frá Miðflokknum hefði mætt til þess að fagna afmælinu með Sjálfstæðismönnum, enda væru þeir uppteknir við önnur ræðuhöld.Sigurður Ingi Jóhannsson kom færandi hendi.Vísir/FrikkiHeiða Björg Hilmisdóttir færði Bjarna blóm og bók í tilefni dagsins.Vísir/Frikki
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira