Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2019 10:53 Þingmenn Miðflokksins hafa verið fastagestir í ræðusól Alþingis undanfarna viku, hvort sem er dag eða nótt. Vísir/Vilhelm Þingfundi var slitið skömmu fyrir hálf ellefu í dag en þá hafði hann staðið yfir í um nítján klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um þriðja orkupakkann í alla nótt og langt fram á morgun. Alls hafa þeir talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Miðflokksmenn héldu uppteknum hætti á þingfundi sem hófst klukkan 15:30 í gær og skiptust á að stíga í pontu til að ræða um þriðja orkupakkann. Þingfundir í vikunni drógust langt fram á nótt og fram á morgun vegna málþófsins. „Forseta þykir miður að geta ekki lokið þessari umræðu en þess hefur verið freistað að gefa háttvirtum þingmönnum nægilegt svigrúm til þess að ræða málið ítarlega svo að hægt verði að tæma mælendaskrá og klára umræðuna,“ sagði Guðjón S. Brjánsson, varaforseti þingsins, þegar hann sleit þingfundi um klukkan 10:24. Umræðan um þriðja orkupakkann hafði þá staðið yfir í nærri hundrað klukkustundir í heildina. Þar af sagði Guðjón að miðflokksmenn hefðu talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Í heildina hafi 53 ræður verið haldnar og andsvörin verið 311 á þingfundinum sem stóð yfir í tæpar nítján klukkustundir. Miðflokksmenn töluðu nær einir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók þátt í umræðinni um tíma síðdegis í gær. „Þrátt fyrir að hér mætist stálin stinn verður ekki hjá því komist að ljúka umræðunni með þeim lýðræðislegum leikreglum sem við höfum tamið okkur og hefð er fyrir,“ sagði varaforseti þingsins sem vonaðist til þess að hægt yrði að ljúka umræðunni á næstu dögum. Miðflokksmenn kvörtuðu undan fundarstjórn forseta í nótt og lýstu áhyggjum af álagi á starfsfólk þingsins. Sakaði Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, þingforsetann um að reyna að þreyta þá til uppgjafar með því að funda fram á nótt. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 15:00 á mánudag. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Þingfundi var slitið skömmu fyrir hálf ellefu í dag en þá hafði hann staðið yfir í um nítján klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um þriðja orkupakkann í alla nótt og langt fram á morgun. Alls hafa þeir talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Miðflokksmenn héldu uppteknum hætti á þingfundi sem hófst klukkan 15:30 í gær og skiptust á að stíga í pontu til að ræða um þriðja orkupakkann. Þingfundir í vikunni drógust langt fram á nótt og fram á morgun vegna málþófsins. „Forseta þykir miður að geta ekki lokið þessari umræðu en þess hefur verið freistað að gefa háttvirtum þingmönnum nægilegt svigrúm til þess að ræða málið ítarlega svo að hægt verði að tæma mælendaskrá og klára umræðuna,“ sagði Guðjón S. Brjánsson, varaforseti þingsins, þegar hann sleit þingfundi um klukkan 10:24. Umræðan um þriðja orkupakkann hafði þá staðið yfir í nærri hundrað klukkustundir í heildina. Þar af sagði Guðjón að miðflokksmenn hefðu talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Í heildina hafi 53 ræður verið haldnar og andsvörin verið 311 á þingfundinum sem stóð yfir í tæpar nítján klukkustundir. Miðflokksmenn töluðu nær einir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók þátt í umræðinni um tíma síðdegis í gær. „Þrátt fyrir að hér mætist stálin stinn verður ekki hjá því komist að ljúka umræðunni með þeim lýðræðislegum leikreglum sem við höfum tamið okkur og hefð er fyrir,“ sagði varaforseti þingsins sem vonaðist til þess að hægt yrði að ljúka umræðunni á næstu dögum. Miðflokksmenn kvörtuðu undan fundarstjórn forseta í nótt og lýstu áhyggjum af álagi á starfsfólk þingsins. Sakaði Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, þingforsetann um að reyna að þreyta þá til uppgjafar með því að funda fram á nótt. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 15:00 á mánudag.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent