Hatrið er dautt, lengi lifi hatrið! Sigríður Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 08:00 Hatari á sviðinu í Ísrael. Getty/Gui Prives Á mánudegi eftir Júróvision er hefð fyrir því að þynnkan umlyki íslensku þjóðina, bæði áfengisþynnka og þynnka hrikalegra vonbrigða. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir væntingastjórnun heldur telja iðulega að þjóðin í heild sinni, litla skerið á hjara veraldar, sé mest og best. Liðin sem keppa fyrir Íslands hönd eru alltaf með pálmann í höndunum fyrir keppni, skiptir engu máli um hvað keppt er, og Íslendingar eru heimsmeistarar í að setja sig á stall. Við erum einstaka þjóðin í miðju Atlantshafi sem allir eiga að þekkja, hlusta á og elska en gleymum því stundum að Ísland er einungis örlítill hluti af menningarheimi Evrópu, menningarheimi sem sýnir allar sínar sérlunduðu hliðar í einni skemmtilegustu en jafnframt stórfurðulegustu söngvakeppni jarðarkringlunnar. Júróvision er arfleifð seinni heimsstyrjaldarinnar þegar Evrópa var rústir einar og tvístruð eftir hörmungar stríðsins. Að halda því fram að Eurovision sé ekki pólitískur vettvangur er firra, sama hvað opinberar reglugerðir og afbakaðar hugmyndir þjóða um hlutleysi keppninnar tíunda. Kosninganiðurstöðurnar á lokakvöldinu sýna nánast undantekningarlaust fram á að hamingja og hefnd haldast hönd í hönd. Ekki má heldur gleyma því að allar listir eru í eðli sínu pólitískar. Sviðsetning heillar álfu, að meðtalinni Ástralíu, á sjálfri sér mun alltaf verða undarlegur gjörningur. En tökum skref til baka og skoðum samhengi hlutanna, byrjum á sóðalegu bargólfi í höfuðborginni með viðkomu á stórsviði í Tel Avív og endum í háloftum hugsjónanna.Heimssýnin alltaf biksvört Hatari fæddist ekki í tómi þó að hljómsveitin syngi um svartholið sem umlykur mannkynið, í heimi þar sem allt er falt og sálin er söluvara. Hatari hefur verið hluti af neðanjarðarmenningu höfuðborgarinnar í töluverðan tíma, hluti af sviðslistaflóru landsins í nokkur ár og komið fram á Iceland Airwaves við miklar alþjóðlegar vinsældir. Formerki sveitarinnar hafa alltaf verið þau að þau væru að knésetja kapítalismann með öllum mögulegum tónlistarlegum og samfélagslegum ráðum. Harðkjarnaiðnaðarrafpönkið í bland við ofurörugga sviðsframkomu og afgerandi fagurfræði voru þeirra vopn. Ágætis dæmi um hugmyndafræði hljómsveitarinnar er platan Neysluvara sem kom út árið 2017 en hún inniheldur til dæmis lögin Tortímandi, Biðröð Mistaka og Ódýr. Heimssýn þeirra hefur alltaf verið biksvört, krydduð af kapítalískum mótsögnum. Þess má geta að flestir meðlimir fjöllistahópsins eru afsprengi sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, þar með talið sviðshöfundabraut og samtímadansbraut. Sviðslistir einskorðast ekki einungis við það sem gerist á sviðinu, allar sýningar eiga sér þróunarsögu, tilvist og eftirlíf. Það sem gerist utan sviðs skiptir líka máli, eldhúskaffispjall áhorfanda eftir á er alveg jafn mikilvægt og umfjöllun í alþjóðamiðlum. En í allri umræðunni á landinu hefur gleymst að ræða um sviðsetninguna, þegar nánast öll þjóðin horfir og stór hluti Evrópu er að horfa á það sem Ísland hefur fram að færa í sviðsetningu, ekki bara á Hatara heldur á þjóðinni sjálfri. Þau voru óskabörn þjóðarinnar, kosin í lýðræðislegri sjónvarpskosningu í beinni útsendingu. Hatari er Ísland, Ísland er Hatari. Svo tilkynnti Hatari að hljómsveitin væri að hætta. Síðan tók Hatari þátt í Júróvision. Og vann. Lifi mótsögnin! Eftir sigur Hatara í forkeppninni á Íslandi, sem yfirtekur núna fleiri mánuði í fréttaflutningi, fór Júróvisionmaskína RÚV í gang fyrir alvöru. Fjöllistahópurinn fékk fjölmiðlafulltrúa í sinn hóp og fararstjóra. Sömuleiðis bættist danshöfundurinn Lee Proud við í hópinn og fatahönnuðirnir Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson. Atriðið var uppfært, stækkað fyrir heimssviðið. Mótsögnin í hjarta Hatara var sett undir smásjá og síðan fjölfölduð.Sigríður Jónsdóttir.Lýðræði í bland við einræði Harðneskjulega öskrið er samofið englasöng. Leðrið er bæði kalt viðkomu en mjúkt. Klemens og Matthías nota trommugimp til að berja á tannhjóli kapítalismans sem er líka lógó hljómsveitarinnar og tákn fyrir heiminn allan. Hatrið er framkvæmt í predikunarformi en líka útfært í munúðarfullum dansi. Matthías er auðmjúkur harðstjóri og Klemens kórdrengurinn. Útsendingin afbakast í skærum ljósunum og erfitt er að sjá í gegnum sviðslogana. Himnaríki og helvíti mætast. Svart blandast við hvítt og skilaboðin mást út. Áhugavert er að benda á að söngvarar Hatara eru ekki alltaf í mynd, þannig að dansararnir fá líka pláss. Lýðræði í bland við einræði. Karlkyns dansarinn framkvæmdi svokallað „dead-drop“ sem er þekkt í hinsegin dansheiminum, en það sást því miður ekki nægilega vel í lokakeppninni. Spyrja má af hverju. Eurovision hefur löngum verið þekkt ekki einungis fyrir lögin sjálf heldur atriðið í hléi sem á sér stað milli keppninnar sjálfrar og kosninganna. Eitt frægasta dæmið er framlag Írlands árið 1994 þegar írska dansatriðið Riverdance í boði Bill Wheelan skók Evrópu og malaði gull í áraraðir fyrir listafólkið sem að því stóð. Í ár var framlag Ísraels stórstjarnan Madonna. Atriði hennar var skrítin samsuða af nostalgíu, hinum ýmsu trúarbrögðum og auglýsingu fyrir hennar næstu plötu en undir lokin kom pólitíska hamarshöggið þegar tveir dansarar snéru sér við, héldust í hendur og á baki þeirra mátti sjá fána Ísraels og Palestínu fléttaða saman í kærleik. Ótvíræð og rammpólitísk skilaboð sem laumað var inn í atriðið án vitundar skipuleggjenda.Lokamótsögnin Best er að vitna í Hatara sjálfa til að lýsa stemmingunni á Íslandi meðan á kosningu stóð: „Gleðin tekur enda / Endar er hún blekking / Svikul tálsýn“. Eftir því sem tölurnar hrönnuðust inn varð augljóst að sigurvíman var ekkert nema blekkingin ein. En Hatari átti eftir að flagga lokamótsögninni þegar hann nýtti sinn mjög stutta sjónvarpstíma til að halda á lofti palestínska fánanum. Hans stærsta sigurstund eftir símakosningarnar varð örstutt en nóg til þess að skjáskotið lifir að eilífu þó að boðskapurinn geri það kannski ekki. Í boði ísraelska flugfélagsins El Al var Hatara flogið úr landi í verstu sætum sem kostur var á. Köld kveðja. Hatari fór í gegnum langa sviðsetningu á sinni eigin hugmyndafræði og ágæti, sem var þeim um megn. Stærri sviðsmyndir, djarfari hugmyndir, flóknari búningar endurspegla skilaboð þeirra: „Af hverju seldi ég mig?“ Hver er listræni fórnarkostnaðurinn? Hver er listræni gróðinn? Í vikunni gaf Hatari út lag eftir palestínska listamanninn Bashar Murad en dugar það til að bæta fyrir fíkjulaufafeluleikinn sem þeir voru sakaðir um? Spurningarnar fjölmargar, svörin engin. Örlög Íslands í Júróvision munu ráðast innan nokkurra vikna. Mögulega verður Íslandi meinuð þátttaka að ári fyrir það eitt að veifa litlum treflum. Í keppni sem var stofnuð í nafni sameiningar og samúðar. Í keppni sem er núna krúna hinsegin samfélagsins, þó að sumir haldi því fram að það sé afbökun á upphaflega tilganginum en er í raun framför. Í keppni þar sem þjóðerni, kynhneigð og tónlistarsmekkur sullast saman í einum stórfurðulegum suðupotti. Hatari gekk inn í Júróvision með allar væntingar og vonbrigði landsins á bakinu. Þeirra framlag var ekki nálægt því að vera fullkomið, enda er slíkt ekki hægt. Sú uppgötvun var mikið högg fyrir íslensku þjóðina. Hatari er Ísland, Ísland er Hatari. „Sameinuð sem eitt“. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á mánudegi eftir Júróvision er hefð fyrir því að þynnkan umlyki íslensku þjóðina, bæði áfengisþynnka og þynnka hrikalegra vonbrigða. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir væntingastjórnun heldur telja iðulega að þjóðin í heild sinni, litla skerið á hjara veraldar, sé mest og best. Liðin sem keppa fyrir Íslands hönd eru alltaf með pálmann í höndunum fyrir keppni, skiptir engu máli um hvað keppt er, og Íslendingar eru heimsmeistarar í að setja sig á stall. Við erum einstaka þjóðin í miðju Atlantshafi sem allir eiga að þekkja, hlusta á og elska en gleymum því stundum að Ísland er einungis örlítill hluti af menningarheimi Evrópu, menningarheimi sem sýnir allar sínar sérlunduðu hliðar í einni skemmtilegustu en jafnframt stórfurðulegustu söngvakeppni jarðarkringlunnar. Júróvision er arfleifð seinni heimsstyrjaldarinnar þegar Evrópa var rústir einar og tvístruð eftir hörmungar stríðsins. Að halda því fram að Eurovision sé ekki pólitískur vettvangur er firra, sama hvað opinberar reglugerðir og afbakaðar hugmyndir þjóða um hlutleysi keppninnar tíunda. Kosninganiðurstöðurnar á lokakvöldinu sýna nánast undantekningarlaust fram á að hamingja og hefnd haldast hönd í hönd. Ekki má heldur gleyma því að allar listir eru í eðli sínu pólitískar. Sviðsetning heillar álfu, að meðtalinni Ástralíu, á sjálfri sér mun alltaf verða undarlegur gjörningur. En tökum skref til baka og skoðum samhengi hlutanna, byrjum á sóðalegu bargólfi í höfuðborginni með viðkomu á stórsviði í Tel Avív og endum í háloftum hugsjónanna.Heimssýnin alltaf biksvört Hatari fæddist ekki í tómi þó að hljómsveitin syngi um svartholið sem umlykur mannkynið, í heimi þar sem allt er falt og sálin er söluvara. Hatari hefur verið hluti af neðanjarðarmenningu höfuðborgarinnar í töluverðan tíma, hluti af sviðslistaflóru landsins í nokkur ár og komið fram á Iceland Airwaves við miklar alþjóðlegar vinsældir. Formerki sveitarinnar hafa alltaf verið þau að þau væru að knésetja kapítalismann með öllum mögulegum tónlistarlegum og samfélagslegum ráðum. Harðkjarnaiðnaðarrafpönkið í bland við ofurörugga sviðsframkomu og afgerandi fagurfræði voru þeirra vopn. Ágætis dæmi um hugmyndafræði hljómsveitarinnar er platan Neysluvara sem kom út árið 2017 en hún inniheldur til dæmis lögin Tortímandi, Biðröð Mistaka og Ódýr. Heimssýn þeirra hefur alltaf verið biksvört, krydduð af kapítalískum mótsögnum. Þess má geta að flestir meðlimir fjöllistahópsins eru afsprengi sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, þar með talið sviðshöfundabraut og samtímadansbraut. Sviðslistir einskorðast ekki einungis við það sem gerist á sviðinu, allar sýningar eiga sér þróunarsögu, tilvist og eftirlíf. Það sem gerist utan sviðs skiptir líka máli, eldhúskaffispjall áhorfanda eftir á er alveg jafn mikilvægt og umfjöllun í alþjóðamiðlum. En í allri umræðunni á landinu hefur gleymst að ræða um sviðsetninguna, þegar nánast öll þjóðin horfir og stór hluti Evrópu er að horfa á það sem Ísland hefur fram að færa í sviðsetningu, ekki bara á Hatara heldur á þjóðinni sjálfri. Þau voru óskabörn þjóðarinnar, kosin í lýðræðislegri sjónvarpskosningu í beinni útsendingu. Hatari er Ísland, Ísland er Hatari. Svo tilkynnti Hatari að hljómsveitin væri að hætta. Síðan tók Hatari þátt í Júróvision. Og vann. Lifi mótsögnin! Eftir sigur Hatara í forkeppninni á Íslandi, sem yfirtekur núna fleiri mánuði í fréttaflutningi, fór Júróvisionmaskína RÚV í gang fyrir alvöru. Fjöllistahópurinn fékk fjölmiðlafulltrúa í sinn hóp og fararstjóra. Sömuleiðis bættist danshöfundurinn Lee Proud við í hópinn og fatahönnuðirnir Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson. Atriðið var uppfært, stækkað fyrir heimssviðið. Mótsögnin í hjarta Hatara var sett undir smásjá og síðan fjölfölduð.Sigríður Jónsdóttir.Lýðræði í bland við einræði Harðneskjulega öskrið er samofið englasöng. Leðrið er bæði kalt viðkomu en mjúkt. Klemens og Matthías nota trommugimp til að berja á tannhjóli kapítalismans sem er líka lógó hljómsveitarinnar og tákn fyrir heiminn allan. Hatrið er framkvæmt í predikunarformi en líka útfært í munúðarfullum dansi. Matthías er auðmjúkur harðstjóri og Klemens kórdrengurinn. Útsendingin afbakast í skærum ljósunum og erfitt er að sjá í gegnum sviðslogana. Himnaríki og helvíti mætast. Svart blandast við hvítt og skilaboðin mást út. Áhugavert er að benda á að söngvarar Hatara eru ekki alltaf í mynd, þannig að dansararnir fá líka pláss. Lýðræði í bland við einræði. Karlkyns dansarinn framkvæmdi svokallað „dead-drop“ sem er þekkt í hinsegin dansheiminum, en það sást því miður ekki nægilega vel í lokakeppninni. Spyrja má af hverju. Eurovision hefur löngum verið þekkt ekki einungis fyrir lögin sjálf heldur atriðið í hléi sem á sér stað milli keppninnar sjálfrar og kosninganna. Eitt frægasta dæmið er framlag Írlands árið 1994 þegar írska dansatriðið Riverdance í boði Bill Wheelan skók Evrópu og malaði gull í áraraðir fyrir listafólkið sem að því stóð. Í ár var framlag Ísraels stórstjarnan Madonna. Atriði hennar var skrítin samsuða af nostalgíu, hinum ýmsu trúarbrögðum og auglýsingu fyrir hennar næstu plötu en undir lokin kom pólitíska hamarshöggið þegar tveir dansarar snéru sér við, héldust í hendur og á baki þeirra mátti sjá fána Ísraels og Palestínu fléttaða saman í kærleik. Ótvíræð og rammpólitísk skilaboð sem laumað var inn í atriðið án vitundar skipuleggjenda.Lokamótsögnin Best er að vitna í Hatara sjálfa til að lýsa stemmingunni á Íslandi meðan á kosningu stóð: „Gleðin tekur enda / Endar er hún blekking / Svikul tálsýn“. Eftir því sem tölurnar hrönnuðust inn varð augljóst að sigurvíman var ekkert nema blekkingin ein. En Hatari átti eftir að flagga lokamótsögninni þegar hann nýtti sinn mjög stutta sjónvarpstíma til að halda á lofti palestínska fánanum. Hans stærsta sigurstund eftir símakosningarnar varð örstutt en nóg til þess að skjáskotið lifir að eilífu þó að boðskapurinn geri það kannski ekki. Í boði ísraelska flugfélagsins El Al var Hatara flogið úr landi í verstu sætum sem kostur var á. Köld kveðja. Hatari fór í gegnum langa sviðsetningu á sinni eigin hugmyndafræði og ágæti, sem var þeim um megn. Stærri sviðsmyndir, djarfari hugmyndir, flóknari búningar endurspegla skilaboð þeirra: „Af hverju seldi ég mig?“ Hver er listræni fórnarkostnaðurinn? Hver er listræni gróðinn? Í vikunni gaf Hatari út lag eftir palestínska listamanninn Bashar Murad en dugar það til að bæta fyrir fíkjulaufafeluleikinn sem þeir voru sakaðir um? Spurningarnar fjölmargar, svörin engin. Örlög Íslands í Júróvision munu ráðast innan nokkurra vikna. Mögulega verður Íslandi meinuð þátttaka að ári fyrir það eitt að veifa litlum treflum. Í keppni sem var stofnuð í nafni sameiningar og samúðar. Í keppni sem er núna krúna hinsegin samfélagsins, þó að sumir haldi því fram að það sé afbökun á upphaflega tilganginum en er í raun framför. Í keppni þar sem þjóðerni, kynhneigð og tónlistarsmekkur sullast saman í einum stórfurðulegum suðupotti. Hatari gekk inn í Júróvision með allar væntingar og vonbrigði landsins á bakinu. Þeirra framlag var ekki nálægt því að vera fullkomið, enda er slíkt ekki hægt. Sú uppgötvun var mikið högg fyrir íslensku þjóðina. Hatari er Ísland, Ísland er Hatari. „Sameinuð sem eitt“.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira