Vinnuskúrar eru enn til trafala á Reyðarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Samkomuhús er meðal bygginga sem nú eru auglýstar á vinnubudir.com Alcoa Fjarðaál vinnur nú að því að reyna að selja vinnuskúra sem enn eru á framkvæmdasvæði fyrirtækisins á Reyðarfirði, tólf árum eftir að álverið hóf framleiðslu. Upplýsingafulltrúi Fjarðaáls segir þetta hafa tekið of langan tíma en að nú sé unnið að því að selja eignirnar og skila svæðinu til sveitarfélagsins samkvæmt samningum. Það er INNI fasteignasala sem sér um að selja þau 20 hús sem eftir eru á svæðinu. Vinnubúðirnar voru reistar í tengslum við byggingu álversins á Reyðarfirði. Gerður var samningur við sveitarfélagið og hefur álverið stöðuleyfi fyrir byggingunum enn þann dag í dag. Ástand eininganna er misgott samkvæmt fasteignasölunni. Er hægt að kaupa bæði heilar lengjur sem og hluta úr hverri lengju fyrir sig. Kaupendur þurfa að koma húsunum í burtu þar sem þetta er liður álversins í að gera lóðina hæfa til afhendingar aftur til sveitarfélagsins. „Þetta hefur tekið lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Nú vinnum við hins vegar eftir því skipulagi að hreinsa lóðina og skila henni til sveitarfélagsins,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Sala þessara eigna er liður í þessu ferli okkar. Það er keppikefli okkar hjá Alcoa Fjarðaáli að virða þá samninga sem við eigum við bæinn og munum kappkosta að skila lóðinni í góðu ásigkomulagi.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af fasteignasölunni fengust þau svör að nokkrir verktakar hefðu haft samband og lýst áhuga á að kaupa hluta af þeim byggingum sem stæðu til boða á Reyðarfirði. Eignirnar hafa staðið óupphitaðar í langan tíma og því ekki vitað um ástand þeirra. Kauptilboðum skal skila á næstu dögum og ef tilboð verða samþykkt verða eignirnar að vera farnar fyrir 1. ágúst. Dagmar Ýr segir tilgang Alcoa ekki vera að hagnast á sölunni heldur aðeins að koma húsum í burt af svæðinu til að gera það klárt til afhendingar. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Alcoa Fjarðaál vinnur nú að því að reyna að selja vinnuskúra sem enn eru á framkvæmdasvæði fyrirtækisins á Reyðarfirði, tólf árum eftir að álverið hóf framleiðslu. Upplýsingafulltrúi Fjarðaáls segir þetta hafa tekið of langan tíma en að nú sé unnið að því að selja eignirnar og skila svæðinu til sveitarfélagsins samkvæmt samningum. Það er INNI fasteignasala sem sér um að selja þau 20 hús sem eftir eru á svæðinu. Vinnubúðirnar voru reistar í tengslum við byggingu álversins á Reyðarfirði. Gerður var samningur við sveitarfélagið og hefur álverið stöðuleyfi fyrir byggingunum enn þann dag í dag. Ástand eininganna er misgott samkvæmt fasteignasölunni. Er hægt að kaupa bæði heilar lengjur sem og hluta úr hverri lengju fyrir sig. Kaupendur þurfa að koma húsunum í burtu þar sem þetta er liður álversins í að gera lóðina hæfa til afhendingar aftur til sveitarfélagsins. „Þetta hefur tekið lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Nú vinnum við hins vegar eftir því skipulagi að hreinsa lóðina og skila henni til sveitarfélagsins,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Sala þessara eigna er liður í þessu ferli okkar. Það er keppikefli okkar hjá Alcoa Fjarðaáli að virða þá samninga sem við eigum við bæinn og munum kappkosta að skila lóðinni í góðu ásigkomulagi.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af fasteignasölunni fengust þau svör að nokkrir verktakar hefðu haft samband og lýst áhuga á að kaupa hluta af þeim byggingum sem stæðu til boða á Reyðarfirði. Eignirnar hafa staðið óupphitaðar í langan tíma og því ekki vitað um ástand þeirra. Kauptilboðum skal skila á næstu dögum og ef tilboð verða samþykkt verða eignirnar að vera farnar fyrir 1. ágúst. Dagmar Ýr segir tilgang Alcoa ekki vera að hagnast á sölunni heldur aðeins að koma húsum í burt af svæðinu til að gera það klárt til afhendingar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira