Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2019 16:26 Greta Thunberg er 16 ára gömul. Hún hóf svonefnt loftslagsverkfall til að krefjast aðgerða gegn loftslagsbreytingum fyrir utan sænska þingið. Verkföllin hafa síðan getið af sér hreyfingu ungs fólks víða um heim. Vísir/EPA Forstjóri íþróttvöruverslunarinnar XXL í Svíþjóð hefur látið af störfum eftir Facebook-færslu sem hann skrifaði um Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkuna sem hefur hrundið af stað loftslagsverkföllum ungmenna um allan heim. Í færslunni notaði hann Downs-heilkennið á niðrandi hátt um Thunberg. Per Sigvardsson heldur því sjálfur fram að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans þegar þar birtist færsla um að Thunberg væri „eins nálægt Downs og maður kemst“ eftir að hún heimsótti Evrópuþingið í apríl. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK kemur fram að XXL réði utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka staðhæfingar Sigvardsson um að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans. Ekki fékkst þó niðurstaða um hvernig færslan hefði verið birt eða hvort einhver hefði í raun brotist inn á reikninginn. Sigvardsson hafi því sjálfur ákveðið að stíga til hliðar strax til að skapa frið um fyrirtækið, að því er segir í yfirlýsingu frá XXL sem stóð lengi vel með Sigvardsson í málinu. Thunberg, sem er á einhverfurófi, hefur verð skotspónn ýmissa íhaldssamra hópa eftir að hún varð að andliti loftslagsmótmæla ungs fólks. Áróðri og háði um sænsku stúlkuna hefur meðal annars verið dreift á íslenskum fjölmiðlum. Þannig birti Útvarp Saga pistil um Thunberg á dögunum þar sem ýjað var að því að hún væri handbendi George Soros, ungverskættaða auðkýfingins sem hefur orðið að grýlu og viðfangsefni samsæriskenninga jaðarhópa af hægri vængnum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu var Thunberg uppnefnd „Heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“ fyrr í þessum mánuði. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43 Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15 Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Forstjóri íþróttvöruverslunarinnar XXL í Svíþjóð hefur látið af störfum eftir Facebook-færslu sem hann skrifaði um Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkuna sem hefur hrundið af stað loftslagsverkföllum ungmenna um allan heim. Í færslunni notaði hann Downs-heilkennið á niðrandi hátt um Thunberg. Per Sigvardsson heldur því sjálfur fram að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans þegar þar birtist færsla um að Thunberg væri „eins nálægt Downs og maður kemst“ eftir að hún heimsótti Evrópuþingið í apríl. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK kemur fram að XXL réði utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka staðhæfingar Sigvardsson um að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans. Ekki fékkst þó niðurstaða um hvernig færslan hefði verið birt eða hvort einhver hefði í raun brotist inn á reikninginn. Sigvardsson hafi því sjálfur ákveðið að stíga til hliðar strax til að skapa frið um fyrirtækið, að því er segir í yfirlýsingu frá XXL sem stóð lengi vel með Sigvardsson í málinu. Thunberg, sem er á einhverfurófi, hefur verð skotspónn ýmissa íhaldssamra hópa eftir að hún varð að andliti loftslagsmótmæla ungs fólks. Áróðri og háði um sænsku stúlkuna hefur meðal annars verið dreift á íslenskum fjölmiðlum. Þannig birti Útvarp Saga pistil um Thunberg á dögunum þar sem ýjað var að því að hún væri handbendi George Soros, ungverskættaða auðkýfingins sem hefur orðið að grýlu og viðfangsefni samsæriskenninga jaðarhópa af hægri vængnum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu var Thunberg uppnefnd „Heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“ fyrr í þessum mánuði.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43 Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15 Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35
Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43
Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15
Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10
Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03