Umfjöllun og viðtöl: Fylkir 2-2 FH | FH-ingar bíða enn eftir fyrsta útisigrinum Skúli Arnarson skrifar 26. maí 2019 22:45 vísir/vilhelm Það var mikið um færi þegar Fylkir og FH gerðu jafntefli á Wurth-vellinum í kvöld. Leikurinn var liður í sjöttu umferð Pepsi Max deildar karla. Úrslitin þýða að Fylkir sitja í áttunda sæti með sex stig og FH sitja í fjórða sæti með ellefu stig. Kolbeinn Birgir kom Fylki yfir á elleftu mínútu með frábæru marki eftir góða sending frá Hákoni. Sú forysta varði þó ekki lengi því að Hjörtur Logi Valgarðsson jafnaði metinn á 22.mínútu þegar hann fékk fyrirgjöf á fjærstöngina sem hann renndi sér á eftir og setti boltann í netið. 1-1 voru hálfleikstölur. Seinni hálfleikurinn var mikið skemmtun. Bæði lið fengu urmul af færum og það var Helgi Valur Daníelsson sem kom Fylkismönnum aftur yfir á 60.mínútu þegar hann skoraði eftir hornspyrnu frá Kolbeini. Líkt og í fyrri hálfleik voru FH fljótir að jafna þegar Brandur Olsen skoraði eftir klaufagang í vörn Fylkismanna á 62.mínútu. Bæði lið fengu frábær marktækifæri til að sigra leikinn en liðunum tókst ekki að skora fleiri mörk og því var niðurstaðan sanngjarnt jafntefli.Hvers vegna skildu liðin jöfn? Bæði lið fengu nóg af færum til að vinna leikinn og þrátt fyrir að FH hafi verið meira með boltann og stjórnað leiknum þá var jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Bæði lið ganga líklega svekkt til búningsklefa.Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt eftir þennan leik að taka einhverja leikmenn út fyrir sviga. Til að velja einhverja þá var Kolbeinn var flottur í liði Fylkis og skoraði draumamark. Jónatan var sprækur fyrir FH og átti nokkra mjög góða spretti.Hvað gekk illa? Fylkismenn hljóta að vera mjög svekktir með að hafa komist tvívegis yfir í leiknum en aðeins fengið eitt stig. Ef menn hefðu verið aðeins rólegri fyrir framan markið í dag hefum við fengið að sjá talsvert fleiri mörk.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik í Mjólkurbikarnum næstkomandi fimmtudag. FH mætir sjóðheitum Skagamönnum kl 16:00 og Fylkismenn fara í heimsókn í Laugardalinn þar sem Þróttur R. tekur á móti þeim. Helgi Valur: Þurfum að halda áfram að spila svonaHelgi Valur DaníelssonVísir„Auðvitað er svekkjandi að hafa komist tvisvar yfir og ekki sigrað. Við bíðum enn eftir fyrsta heimasigrinum. Mér finnst við búnir að vera að spila vel en við erum ekki að fá nógu mikið út úr leikjunum, það er það sem skiptir máli,” sagði Helgi Valur að loknum leik. Fylkir komust tvívegis yfir en FH jafnaði stuttu seinna í bæði skiptin. Helga fannst vanta fókus hjá sínum mönnum. „Þegar við komumst í 2-1 þá kannski erum við ekki með fullan fókus og fáum á okkur annað markið eftir röð mistaka en það er í raun ekki margt neikvætt í dag.” Heilt yfir er Helgi ánægður með spilamennsku Fylkis það sem af er tímabils. „Við þurfum bara að halda áfram að spila svona. Við vorum aggressífir í byrjun í dag og byrjuðum mun betur en oft áður. Við reyndum að pressa hátt og þar af leiðandi varð þetta opinn og skemmtilegur leikur.” Davíð Þór: Súrt að hafa ekki klárað eitthvað af þessum færumDavíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var súr í leikslok. „Við ætluðum okkur þrjú stig í kvöld en ég held að ef maður horfir á leikinn í heild sinni þá hefðum við allt eins getað tapað þessu. Það er súrt að hafa ekki klárað eitthvað af þessum færum sem við fengum sem að við fengum í stöðunni 2-2. Heilt yfir held ég að þeir sem að horfðu á leikinn hafi séð að við vorum betri í leiknum en svona er þetta.” Davíð var ekki nægilega ánægður með það hvernig FH komu út í báða hálfleikina. „Við komum ekki nógu sterkir inn í leikinn og komum heldur ekki nógu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Þeir skora algjört draumamark en við svörum því ágætlega. Svo lendum við í því að þeir skora eftir hornspyrnu þar sem ég missi af Helga Val og hann klárar það. Það er ýmislegt sem við hefðum getað gert betur.” Fylkismenn fengu nóg af færum í dag og Davíð var sammála því að FH vörnin hefði verið of opin í kvöld. „Spilamennskan er búin að vera nokkuð góð. Þetta var kannski í fyrsta sinn í dag í langan tíma sem við erum svolítið opnir til baka en það gerðist þegar við vorum að ýta aðeins upp og reyna að ná í sigurmarkið.” Helgi: Stoltur af strákunumHelgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var stoltur af sínum mönnum í kvöld. „Ég er svekktur en fyrst og fremst stoltur af strákunum. Það er búið að ganga mikið á undanfarið, mikil meiðsli og reynt mikið á hópinn. Við sýndum þvílíka samstöðu í dag. Í heildina getum við sagt það að þetta hafi verið sanngjarnt.” Mótið fer hratt af stað og Helga finnst leikjaálagið vera að segja til sín. „Bæði lið fengu góðar stöður og auðvitað er það þannig að síðustu mínúturnar eru menn orðnir þreyttir. Það er mikið leikjaálag og síðustu 20 mínúturnar er kollurinn kannski ekki alveg skýr þarna í lokin. Engu að síður er frábært að sjá strákana mína leggja svona mikið á sig vitandi það að það eru fáir á bekknum.” Fylkir komst tvisvar yfir í leiknum. Helgi var óánægður með það að hafa misst það niður í bæði skiptin en samt sem áður stoltur af sínum mönnum fyrir að missa ekki haus. „Við eigum að geta gert betur. Fyrstu mínúturnar eftir annað markið okkar skiptu miklu máli og þeir ná að skora strax eftir markið okkar. Engu að síður þá halda menn áfram. Það hefði líklega brotið mörg lið að fá á sig svona jöfnunarmark á móti jafn sterku liði og FH.” Heilt yfir er Helgi mjög ánægður með það hvernig Fylkir hafa verið að spila í byrjun leiktíðar. „Það er búið að vera margt jákvætt í leikjunum þrátt fyrir að stigasöfnuninn sé ekki alveg eins og við vildum. Miðað við þennan leik þá kvíði ég ekki framhaldinu.” Ólafur: Hvorugt liðið nógu gott til að vinnaÓlafur Kristjánssonvísir/vilhelmÓlafur Kristjánsson var svekktur í leikslok. “Það eru vonbrigði að vera svona linir í byrjun leiks. Það er eins og við þurfum alltaf að fá bakið aðeins upp að veggnum og rífa okkur til baka. Síðan fannst mér þessi leikur einkennast af því að bæði lið ætluðu sér að ná í þessi tvö aukastig sem voru í boði en höfðu ekki alveg skynsemina og ákvarðanatökuna í lagi. Þegar uppi er staðið þá verð ég að viðurkenna það að þetta var leikur sem hvorugt liðið var nógu gott til að vinna. Við verðum að sætta okkur við þetta.” Það vakti athygli að Atli Guðnason kom inná í dag um miðjan fyrri hálfleik og var síðan skipt útaf á 70.mínútu. Ólafur segir að það hafi verið vegna meiðsla. “Atli var að tengja mjög vel á annari löppinni. Það var bara því miður þannig hjá okkur í dag að allar okkar skiptingar voru meiðslatengdar. Atli Guðnason hefði gjarnan mátt vera inná með Steven Lennon í lokin.” “Við eigum ÍA á fimmtudaginn og þeir vinna alla sína leiki. Við þurfum klárlega að sýna betri frammistöðu í ákveðnum hlutum leiksins til að vinna þá,” sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla
Það var mikið um færi þegar Fylkir og FH gerðu jafntefli á Wurth-vellinum í kvöld. Leikurinn var liður í sjöttu umferð Pepsi Max deildar karla. Úrslitin þýða að Fylkir sitja í áttunda sæti með sex stig og FH sitja í fjórða sæti með ellefu stig. Kolbeinn Birgir kom Fylki yfir á elleftu mínútu með frábæru marki eftir góða sending frá Hákoni. Sú forysta varði þó ekki lengi því að Hjörtur Logi Valgarðsson jafnaði metinn á 22.mínútu þegar hann fékk fyrirgjöf á fjærstöngina sem hann renndi sér á eftir og setti boltann í netið. 1-1 voru hálfleikstölur. Seinni hálfleikurinn var mikið skemmtun. Bæði lið fengu urmul af færum og það var Helgi Valur Daníelsson sem kom Fylkismönnum aftur yfir á 60.mínútu þegar hann skoraði eftir hornspyrnu frá Kolbeini. Líkt og í fyrri hálfleik voru FH fljótir að jafna þegar Brandur Olsen skoraði eftir klaufagang í vörn Fylkismanna á 62.mínútu. Bæði lið fengu frábær marktækifæri til að sigra leikinn en liðunum tókst ekki að skora fleiri mörk og því var niðurstaðan sanngjarnt jafntefli.Hvers vegna skildu liðin jöfn? Bæði lið fengu nóg af færum til að vinna leikinn og þrátt fyrir að FH hafi verið meira með boltann og stjórnað leiknum þá var jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Bæði lið ganga líklega svekkt til búningsklefa.Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt eftir þennan leik að taka einhverja leikmenn út fyrir sviga. Til að velja einhverja þá var Kolbeinn var flottur í liði Fylkis og skoraði draumamark. Jónatan var sprækur fyrir FH og átti nokkra mjög góða spretti.Hvað gekk illa? Fylkismenn hljóta að vera mjög svekktir með að hafa komist tvívegis yfir í leiknum en aðeins fengið eitt stig. Ef menn hefðu verið aðeins rólegri fyrir framan markið í dag hefum við fengið að sjá talsvert fleiri mörk.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik í Mjólkurbikarnum næstkomandi fimmtudag. FH mætir sjóðheitum Skagamönnum kl 16:00 og Fylkismenn fara í heimsókn í Laugardalinn þar sem Þróttur R. tekur á móti þeim. Helgi Valur: Þurfum að halda áfram að spila svonaHelgi Valur DaníelssonVísir„Auðvitað er svekkjandi að hafa komist tvisvar yfir og ekki sigrað. Við bíðum enn eftir fyrsta heimasigrinum. Mér finnst við búnir að vera að spila vel en við erum ekki að fá nógu mikið út úr leikjunum, það er það sem skiptir máli,” sagði Helgi Valur að loknum leik. Fylkir komust tvívegis yfir en FH jafnaði stuttu seinna í bæði skiptin. Helga fannst vanta fókus hjá sínum mönnum. „Þegar við komumst í 2-1 þá kannski erum við ekki með fullan fókus og fáum á okkur annað markið eftir röð mistaka en það er í raun ekki margt neikvætt í dag.” Heilt yfir er Helgi ánægður með spilamennsku Fylkis það sem af er tímabils. „Við þurfum bara að halda áfram að spila svona. Við vorum aggressífir í byrjun í dag og byrjuðum mun betur en oft áður. Við reyndum að pressa hátt og þar af leiðandi varð þetta opinn og skemmtilegur leikur.” Davíð Þór: Súrt að hafa ekki klárað eitthvað af þessum færumDavíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var súr í leikslok. „Við ætluðum okkur þrjú stig í kvöld en ég held að ef maður horfir á leikinn í heild sinni þá hefðum við allt eins getað tapað þessu. Það er súrt að hafa ekki klárað eitthvað af þessum færum sem við fengum sem að við fengum í stöðunni 2-2. Heilt yfir held ég að þeir sem að horfðu á leikinn hafi séð að við vorum betri í leiknum en svona er þetta.” Davíð var ekki nægilega ánægður með það hvernig FH komu út í báða hálfleikina. „Við komum ekki nógu sterkir inn í leikinn og komum heldur ekki nógu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Þeir skora algjört draumamark en við svörum því ágætlega. Svo lendum við í því að þeir skora eftir hornspyrnu þar sem ég missi af Helga Val og hann klárar það. Það er ýmislegt sem við hefðum getað gert betur.” Fylkismenn fengu nóg af færum í dag og Davíð var sammála því að FH vörnin hefði verið of opin í kvöld. „Spilamennskan er búin að vera nokkuð góð. Þetta var kannski í fyrsta sinn í dag í langan tíma sem við erum svolítið opnir til baka en það gerðist þegar við vorum að ýta aðeins upp og reyna að ná í sigurmarkið.” Helgi: Stoltur af strákunumHelgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var stoltur af sínum mönnum í kvöld. „Ég er svekktur en fyrst og fremst stoltur af strákunum. Það er búið að ganga mikið á undanfarið, mikil meiðsli og reynt mikið á hópinn. Við sýndum þvílíka samstöðu í dag. Í heildina getum við sagt það að þetta hafi verið sanngjarnt.” Mótið fer hratt af stað og Helga finnst leikjaálagið vera að segja til sín. „Bæði lið fengu góðar stöður og auðvitað er það þannig að síðustu mínúturnar eru menn orðnir þreyttir. Það er mikið leikjaálag og síðustu 20 mínúturnar er kollurinn kannski ekki alveg skýr þarna í lokin. Engu að síður er frábært að sjá strákana mína leggja svona mikið á sig vitandi það að það eru fáir á bekknum.” Fylkir komst tvisvar yfir í leiknum. Helgi var óánægður með það að hafa misst það niður í bæði skiptin en samt sem áður stoltur af sínum mönnum fyrir að missa ekki haus. „Við eigum að geta gert betur. Fyrstu mínúturnar eftir annað markið okkar skiptu miklu máli og þeir ná að skora strax eftir markið okkar. Engu að síður þá halda menn áfram. Það hefði líklega brotið mörg lið að fá á sig svona jöfnunarmark á móti jafn sterku liði og FH.” Heilt yfir er Helgi mjög ánægður með það hvernig Fylkir hafa verið að spila í byrjun leiktíðar. „Það er búið að vera margt jákvætt í leikjunum þrátt fyrir að stigasöfnuninn sé ekki alveg eins og við vildum. Miðað við þennan leik þá kvíði ég ekki framhaldinu.” Ólafur: Hvorugt liðið nógu gott til að vinnaÓlafur Kristjánssonvísir/vilhelmÓlafur Kristjánsson var svekktur í leikslok. “Það eru vonbrigði að vera svona linir í byrjun leiks. Það er eins og við þurfum alltaf að fá bakið aðeins upp að veggnum og rífa okkur til baka. Síðan fannst mér þessi leikur einkennast af því að bæði lið ætluðu sér að ná í þessi tvö aukastig sem voru í boði en höfðu ekki alveg skynsemina og ákvarðanatökuna í lagi. Þegar uppi er staðið þá verð ég að viðurkenna það að þetta var leikur sem hvorugt liðið var nógu gott til að vinna. Við verðum að sætta okkur við þetta.” Það vakti athygli að Atli Guðnason kom inná í dag um miðjan fyrri hálfleik og var síðan skipt útaf á 70.mínútu. Ólafur segir að það hafi verið vegna meiðsla. “Atli var að tengja mjög vel á annari löppinni. Það var bara því miður þannig hjá okkur í dag að allar okkar skiptingar voru meiðslatengdar. Atli Guðnason hefði gjarnan mátt vera inná með Steven Lennon í lokin.” “Við eigum ÍA á fimmtudaginn og þeir vinna alla sína leiki. Við þurfum klárlega að sýna betri frammistöðu í ákveðnum hlutum leiksins til að vinna þá,” sagði Ólafur að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti