Erlent

Corbyn vill kosningar

Samúel Karl Ólason skrifar
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Vísir/AP
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi, og þar með forsætisráðherra, yrði valinn. Hún yrði þó áfram forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi flokksins gæti tekið við embættinu.

Corbyn vill þó ekki að nýr leiðtogi Íhaldsflokksins taki sjálfkrafa við embætti forsætisráðherra og segir tíma kominn á kosningar.

Í yfirlýsingu frá Corbyn sagði hann May ekki hafa getað stjórnað Bretlandi og það gæti Íhaldsflokkurinn ekki heldur. Hann væri klofinn og meðlimir hans deildu sín á milli.

„Íhaldsflokknum hefur alfarið brugðist þjóðinni vegna Brexit og er ófær um að bæta líf fólks og takast á við helstu þarfir þeirra,“ sagði Corbyn. Hann sagði þingið í lamasessi og það síðasta sem þjóðin þyrfti á að halda væri frekari innri deildur Íhaldsmanna og í kjölfarið enn einn ókjörinn forsætisráðherrann.

„Hver sem verður leiðtogi Íhaldsflokksins verður að leyfa þjóðinni að ákveða framtíð ríkis okkar, með því halda kosningar tafarlaust.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×