Reimaði á sig markaskóna eftir ferð til Egyptalands Benedikt Bóas skrifar 25. maí 2019 08:00 Lilja Dögg Valþórsdóttir. Fréttablaðið/sigtryggur ari „Ég bað um skiptingu þegar skammt var eftir. Þá var líkaminn orðinn svolítið þreyttur – trúlega eftir flugin þrjú á sunnudaginn,“ segir Lilja Dögg Valþórsdóttir en hún skoraði fyrra mark KR í Pepsi Max deild kvenna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV. Lilja var í ævintýraferð með systur sinni í Egyptalandi og lenti á sunnudeginum á Klakanum. Náði einni æfingu og reimaði á sig markaskóna á þriðjudegi í fyrsta sigri KR í deildinni. „Egyptaland er ótrúlega merkilegt land og við vorum að skoða og fræðast um allar þessar fornminjar sem eru þarna. Það er ótrúlegt að standa við hlið eða inni í píramídunum og sjá alla þessa sögu. Maður verður einhvern veginn svo agnarsmár á þessum stað,“ segir hún. Lilja er elsti leikmaður deildarinnar, fædd árið 1982, og er því 37 ára gömul. Hún hefur spilað 240 leiki á sínum ferli og skorað 13 mörk en líkt og tölfræðin sýnir þá spilar hún í vörninni. „Það er ennþá ótrúlega gaman að vakna og bíða eftir að komast á æfingu. Líkaminn er í fínu standi og ég hef verið heppin með meiðsli á undirbúningstímabilinu. Ég gat því æft af fullum krafti í vetur og komið vel undirbúin inn í Íslandsmótið. Á meðan líkaminn leyfir og mér finnst þetta ennþá jafn gaman þá er ég ekkert að fara að hætta. En ég mæli ekkert endilega með ferðalagi til Egyptalands svona á miðju tímabili en þetta var einfaldlega þannig ferð að ég gat ekki sleppt henni.Systir mín náði að plata mig með og ég sé alls ekki eftir því. Næst er það Breiðablik í deildinni og það var lífsnauðsynlegt að fá okkar fyrstu stig með þessum sigri á ÍBV. Við stefnum á að byggja ofan á hann,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
„Ég bað um skiptingu þegar skammt var eftir. Þá var líkaminn orðinn svolítið þreyttur – trúlega eftir flugin þrjú á sunnudaginn,“ segir Lilja Dögg Valþórsdóttir en hún skoraði fyrra mark KR í Pepsi Max deild kvenna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV. Lilja var í ævintýraferð með systur sinni í Egyptalandi og lenti á sunnudeginum á Klakanum. Náði einni æfingu og reimaði á sig markaskóna á þriðjudegi í fyrsta sigri KR í deildinni. „Egyptaland er ótrúlega merkilegt land og við vorum að skoða og fræðast um allar þessar fornminjar sem eru þarna. Það er ótrúlegt að standa við hlið eða inni í píramídunum og sjá alla þessa sögu. Maður verður einhvern veginn svo agnarsmár á þessum stað,“ segir hún. Lilja er elsti leikmaður deildarinnar, fædd árið 1982, og er því 37 ára gömul. Hún hefur spilað 240 leiki á sínum ferli og skorað 13 mörk en líkt og tölfræðin sýnir þá spilar hún í vörninni. „Það er ennþá ótrúlega gaman að vakna og bíða eftir að komast á æfingu. Líkaminn er í fínu standi og ég hef verið heppin með meiðsli á undirbúningstímabilinu. Ég gat því æft af fullum krafti í vetur og komið vel undirbúin inn í Íslandsmótið. Á meðan líkaminn leyfir og mér finnst þetta ennþá jafn gaman þá er ég ekkert að fara að hætta. En ég mæli ekkert endilega með ferðalagi til Egyptalands svona á miðju tímabili en þetta var einfaldlega þannig ferð að ég gat ekki sleppt henni.Systir mín náði að plata mig með og ég sé alls ekki eftir því. Næst er það Breiðablik í deildinni og það var lífsnauðsynlegt að fá okkar fyrstu stig með þessum sigri á ÍBV. Við stefnum á að byggja ofan á hann,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira