Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2019 11:41 Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustri eins og frægt er orðið. Vísir Vinur Báru Halldórsdóttur, konunnar sem tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri, segir að miðflokksmenn hafi lekið úrskurði Persónuverndar um úrskurðinn eftir að lögmaður þeirra hafi beðið um að stofnunin birti hann ekki strax. Báru er gert að eyða upptökunni en hún sleppur við sekt. Þingmenn Miðflokksins kærði upptöku Báru á samtali þeirra til Persónuverndar í desember. Á upptökunni heyrðust þeir fara ófögrum orðum um þingkonur og ræða um meint hrossakaup við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastöðu. Kröfðust þingmennirnir meðal annars að fá upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Klaustur til að styðja fullyrðingar sínar um að Bára hafi átt sér vitorðsmenn og að upptakan hafi verið þaulskipulögð. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunni en að ekki væri tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á hana. Rannsóknin hafi ekki leitt í ljós neinn samverknað Báru við aðra eins og miðflokksmenn héldu fram. Fréttastofa Vísis hefur ítrekað reynt að ná tali af Báru í morgun en án árangurs. Í samtali við Fréttablaðið í dag sagði Bára að hún hafi talið það skyldu sína sem þjóðfélagsþegn að koma upplýsingunum á upptökunni á framfæri við almenning. „Þegar allt kemur til alls þá var þetta opinbert fólk, á opinberum stað að tala opinbert mál. Það er augljóst miðað við umræðu sem eftir fylgdi að þetta var eitthvað sem átti erindi við almenning,“ hefur blaðið eftir Báru. Halldór Auðar Svansson, vinur Báru og fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, segir við Vísi að Bára væri í frí og ætlaði sér ekki að gefa kost á frekari viðtölum í bili. Upptökunum sem Bára gerði verði eytt í samræmi við úrskurðinn. Í færslu sem hann birti í Facebook-hópnum „Takk, Bára“ í gærkvöldi fyrir hönd Báru sagði Halldór Auðar að úrskurður Persónuverndar hafi legið fyrir í gær en stofnunin ætlaði sér ekki að birta hann fyrr en í dag, fimmtudag, þar sem eðlilegt hafi verið talið að málsaðilar fengju svigrúm til að kynna sér hann. Bára og hennar stuðningsmenn hafi skilað það sem svo að réttast væri að bíða með að tjá sig um niðurstöðuna fram að opinberri birtingu úrskurðarins. Ríkisútvarpið sagði í frétt af úrskurðinum í gær að það hafi verið lögmaður miðflokksmanna sem hafi farið fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur strax. Halldór Auðar segir að vefsíðan Viljinn hafi engu að síður birt færslu um niðurstöðu Persónuverndar þar sem hafi verið „spunnið mjög í Báru í óhag“. Í færslu Viljans kom aðeins fram að Bára hafi verið talin hafa brotið persónuverndarlög og henni gert að eyða upptökunni en hún ekki sektuð. „Ekki var það Bára eða hennar fólk sem lak niðurstöðunni til Viljans. Það er því ákvörðun Miðflokksmanna að bíða ekki til morguns heldur að leka strax út á sínum forsendum, rjúfa þannig grið. Við hin hljótum því að mega bregðast við strax,“ skrifar Halldór Auðar. Eigandi Viljans er Björn Ingi Hrafnsson. Framboð sem hann stofnaði fyrir þingkosningar árið 2017 rann inn í Miðflokkinn eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stofnaði hann um sama leyti.Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata.Vísir/DaníelAxlar ábyrgð Bára hafi lagt áherslu á að hún myndi una niðurstöðu Persónuverndar. Mikilvægt væri að fá á hreint hvað væri leyfilegt lagalega séð, hvar mörk persónuverndar og tjáningarfrelsis lægju og hvað væri leyfilegt þegar kæmi að aðhaldi almennings með valdhöfum. Halldór Auðar segir að Persónuvernd hafi fallist á rök Báru um að vinnsla hennar á upptökunni hafi verið í þágu fjölmiðlunar. Einnig hafi verið viðurkennt að upptakan hafi orðið tilefni mikillar umræðu um háttsemi kjörinna fulltrúa. Vísað hafi verið til erlendra fordæma um að slíkar upptökur væru ekki brot á persónuvernd. „Sökum þessa og þess að ekki er fallist á rakalausar ásakanir Klaustursþingmanna um að Bára hafi átt í samsæri er henni ekki gert að greiða sekt,“ skrifar Halldór Auðar. Það hafi verið lengd upptökunnar sem Persónuvernd gerði athugasemd við og taldi falla undir ákvæði um rafræna vöktun. Halldór Auðar segir að Bára fallist vitaskuld á að eyða upptökunni eins og Persónuvernd krefst. „Bára axlar ábyrgð á þessu sem og upptökunni almennt, enda kaus hún sjálf að stíga fram til að axla ábyrgð,“ segir hann. Telur Halldór Auðar þó að Bára beri ekki ein ábyrgð á því hversu löng upptakan varð. „Sú spurning vaknar hins vegar hvort að Klausturþingmenn verði ekki að deila ábyrgðinni á lengd upptökunnar með Báru, enda tók það þá töluverðan tíma að fara yfir ýmis mikilvæg atriði á borð við níðyrði um vinnufélaga sína, samferðafólk sitt og hina og þessa minnihlutahópa. Einnig tók það tíma að útlista nákvæmlega hvernig fyrrum ráðherrar stóðu að hrossakaupum með sendiherrastöður,“ skrifar hann. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. 23. maí 2019 10:11 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Vinur Báru Halldórsdóttur, konunnar sem tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri, segir að miðflokksmenn hafi lekið úrskurði Persónuverndar um úrskurðinn eftir að lögmaður þeirra hafi beðið um að stofnunin birti hann ekki strax. Báru er gert að eyða upptökunni en hún sleppur við sekt. Þingmenn Miðflokksins kærði upptöku Báru á samtali þeirra til Persónuverndar í desember. Á upptökunni heyrðust þeir fara ófögrum orðum um þingkonur og ræða um meint hrossakaup við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastöðu. Kröfðust þingmennirnir meðal annars að fá upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Klaustur til að styðja fullyrðingar sínar um að Bára hafi átt sér vitorðsmenn og að upptakan hafi verið þaulskipulögð. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunni en að ekki væri tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á hana. Rannsóknin hafi ekki leitt í ljós neinn samverknað Báru við aðra eins og miðflokksmenn héldu fram. Fréttastofa Vísis hefur ítrekað reynt að ná tali af Báru í morgun en án árangurs. Í samtali við Fréttablaðið í dag sagði Bára að hún hafi talið það skyldu sína sem þjóðfélagsþegn að koma upplýsingunum á upptökunni á framfæri við almenning. „Þegar allt kemur til alls þá var þetta opinbert fólk, á opinberum stað að tala opinbert mál. Það er augljóst miðað við umræðu sem eftir fylgdi að þetta var eitthvað sem átti erindi við almenning,“ hefur blaðið eftir Báru. Halldór Auðar Svansson, vinur Báru og fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, segir við Vísi að Bára væri í frí og ætlaði sér ekki að gefa kost á frekari viðtölum í bili. Upptökunum sem Bára gerði verði eytt í samræmi við úrskurðinn. Í færslu sem hann birti í Facebook-hópnum „Takk, Bára“ í gærkvöldi fyrir hönd Báru sagði Halldór Auðar að úrskurður Persónuverndar hafi legið fyrir í gær en stofnunin ætlaði sér ekki að birta hann fyrr en í dag, fimmtudag, þar sem eðlilegt hafi verið talið að málsaðilar fengju svigrúm til að kynna sér hann. Bára og hennar stuðningsmenn hafi skilað það sem svo að réttast væri að bíða með að tjá sig um niðurstöðuna fram að opinberri birtingu úrskurðarins. Ríkisútvarpið sagði í frétt af úrskurðinum í gær að það hafi verið lögmaður miðflokksmanna sem hafi farið fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur strax. Halldór Auðar segir að vefsíðan Viljinn hafi engu að síður birt færslu um niðurstöðu Persónuverndar þar sem hafi verið „spunnið mjög í Báru í óhag“. Í færslu Viljans kom aðeins fram að Bára hafi verið talin hafa brotið persónuverndarlög og henni gert að eyða upptökunni en hún ekki sektuð. „Ekki var það Bára eða hennar fólk sem lak niðurstöðunni til Viljans. Það er því ákvörðun Miðflokksmanna að bíða ekki til morguns heldur að leka strax út á sínum forsendum, rjúfa þannig grið. Við hin hljótum því að mega bregðast við strax,“ skrifar Halldór Auðar. Eigandi Viljans er Björn Ingi Hrafnsson. Framboð sem hann stofnaði fyrir þingkosningar árið 2017 rann inn í Miðflokkinn eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stofnaði hann um sama leyti.Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata.Vísir/DaníelAxlar ábyrgð Bára hafi lagt áherslu á að hún myndi una niðurstöðu Persónuverndar. Mikilvægt væri að fá á hreint hvað væri leyfilegt lagalega séð, hvar mörk persónuverndar og tjáningarfrelsis lægju og hvað væri leyfilegt þegar kæmi að aðhaldi almennings með valdhöfum. Halldór Auðar segir að Persónuvernd hafi fallist á rök Báru um að vinnsla hennar á upptökunni hafi verið í þágu fjölmiðlunar. Einnig hafi verið viðurkennt að upptakan hafi orðið tilefni mikillar umræðu um háttsemi kjörinna fulltrúa. Vísað hafi verið til erlendra fordæma um að slíkar upptökur væru ekki brot á persónuvernd. „Sökum þessa og þess að ekki er fallist á rakalausar ásakanir Klaustursþingmanna um að Bára hafi átt í samsæri er henni ekki gert að greiða sekt,“ skrifar Halldór Auðar. Það hafi verið lengd upptökunnar sem Persónuvernd gerði athugasemd við og taldi falla undir ákvæði um rafræna vöktun. Halldór Auðar segir að Bára fallist vitaskuld á að eyða upptökunni eins og Persónuvernd krefst. „Bára axlar ábyrgð á þessu sem og upptökunni almennt, enda kaus hún sjálf að stíga fram til að axla ábyrgð,“ segir hann. Telur Halldór Auðar þó að Bára beri ekki ein ábyrgð á því hversu löng upptakan varð. „Sú spurning vaknar hins vegar hvort að Klausturþingmenn verði ekki að deila ábyrgðinni á lengd upptökunnar með Báru, enda tók það þá töluverðan tíma að fara yfir ýmis mikilvæg atriði á borð við níðyrði um vinnufélaga sína, samferðafólk sitt og hina og þessa minnihlutahópa. Einnig tók það tíma að útlista nákvæmlega hvernig fyrrum ráðherrar stóðu að hrossakaupum með sendiherrastöður,“ skrifar hann.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. 23. maí 2019 10:11 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07
Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. 23. maí 2019 10:11
Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46