Hakkarar halda Baltimore í gíslingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 23:30 Lokað vegna tölvuárásar. Vísir/Getty Bíræfnir tölvuþrjótar halda nú mikilvægum kerfum Baltimore-borgar í gíslingu. Tölvuþrjótarnir tóku yfir um tíu þúsund tölvur á vegum borgarinnar og krefjast þeir að fá 13 einingar af rafrænu myntinni Bitcoin í lausnargjald. Þann 7. maí síðastliðinn létu tölvuþrjótarnir til skarar skríða með svokallaðri gagnagíslatökuárás (e. ransomware). Þannig tóku þeir yfir tölvurnar og hafa læst aðgengi að þeim þangað til þeir fá lausnargjaldið greitt. Hefur þetta meðal annars leitt til þess að starfsmenn borgarinnar hafa ekki geta nálgast tölvupóst sinn og borgarar hafa ekki getað opnað vefsíður á vegum borgarinnar þar sem greiða má ýmsa reikninga og gjöld, þar á meðal vatnsveitureikninga, fasteignagjöld og stöðumælasektir. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Baltimore verður fyrir barðinu á gagnagíslatökuárás en á síðasta ári lokuðu tölvuþrjótar fyrir símtöl í 911, bandarísku neyðarlínunnar. Tölvuþrjótarnir hafa sem fyrr segir farið fram á þréttán einingar af Bitcoin til þess að opna fyrir aðgang að kerfinu. Í dag eru 13 Bitcoin virði um 100 þúsund dollara, 13 milljóna króna. Virði Bitcoin sveiflast töluvert dag frá degi. Til merkis um það voru 13 Bitcoin virði um 75 þúsund dollara, um níu milljóna króna, daginn sem árásin var gerð. Borgarstjórinn í Baltimore, Bernard Young, segir að það sé afstaða borgarinnar að greiða ekki lausnargjaldið. Það geti þó breyst dragist það á langinn að vinna bug á árásinni. Bandaríkin Rafmyntir Tölvuárásir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Bíræfnir tölvuþrjótar halda nú mikilvægum kerfum Baltimore-borgar í gíslingu. Tölvuþrjótarnir tóku yfir um tíu þúsund tölvur á vegum borgarinnar og krefjast þeir að fá 13 einingar af rafrænu myntinni Bitcoin í lausnargjald. Þann 7. maí síðastliðinn létu tölvuþrjótarnir til skarar skríða með svokallaðri gagnagíslatökuárás (e. ransomware). Þannig tóku þeir yfir tölvurnar og hafa læst aðgengi að þeim þangað til þeir fá lausnargjaldið greitt. Hefur þetta meðal annars leitt til þess að starfsmenn borgarinnar hafa ekki geta nálgast tölvupóst sinn og borgarar hafa ekki getað opnað vefsíður á vegum borgarinnar þar sem greiða má ýmsa reikninga og gjöld, þar á meðal vatnsveitureikninga, fasteignagjöld og stöðumælasektir. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Baltimore verður fyrir barðinu á gagnagíslatökuárás en á síðasta ári lokuðu tölvuþrjótar fyrir símtöl í 911, bandarísku neyðarlínunnar. Tölvuþrjótarnir hafa sem fyrr segir farið fram á þréttán einingar af Bitcoin til þess að opna fyrir aðgang að kerfinu. Í dag eru 13 Bitcoin virði um 100 þúsund dollara, 13 milljóna króna. Virði Bitcoin sveiflast töluvert dag frá degi. Til merkis um það voru 13 Bitcoin virði um 75 þúsund dollara, um níu milljóna króna, daginn sem árásin var gerð. Borgarstjórinn í Baltimore, Bernard Young, segir að það sé afstaða borgarinnar að greiða ekki lausnargjaldið. Það geti þó breyst dragist það á langinn að vinna bug á árásinni.
Bandaríkin Rafmyntir Tölvuárásir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira