Hakkarar halda Baltimore í gíslingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 23:30 Lokað vegna tölvuárásar. Vísir/Getty Bíræfnir tölvuþrjótar halda nú mikilvægum kerfum Baltimore-borgar í gíslingu. Tölvuþrjótarnir tóku yfir um tíu þúsund tölvur á vegum borgarinnar og krefjast þeir að fá 13 einingar af rafrænu myntinni Bitcoin í lausnargjald. Þann 7. maí síðastliðinn létu tölvuþrjótarnir til skarar skríða með svokallaðri gagnagíslatökuárás (e. ransomware). Þannig tóku þeir yfir tölvurnar og hafa læst aðgengi að þeim þangað til þeir fá lausnargjaldið greitt. Hefur þetta meðal annars leitt til þess að starfsmenn borgarinnar hafa ekki geta nálgast tölvupóst sinn og borgarar hafa ekki getað opnað vefsíður á vegum borgarinnar þar sem greiða má ýmsa reikninga og gjöld, þar á meðal vatnsveitureikninga, fasteignagjöld og stöðumælasektir. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Baltimore verður fyrir barðinu á gagnagíslatökuárás en á síðasta ári lokuðu tölvuþrjótar fyrir símtöl í 911, bandarísku neyðarlínunnar. Tölvuþrjótarnir hafa sem fyrr segir farið fram á þréttán einingar af Bitcoin til þess að opna fyrir aðgang að kerfinu. Í dag eru 13 Bitcoin virði um 100 þúsund dollara, 13 milljóna króna. Virði Bitcoin sveiflast töluvert dag frá degi. Til merkis um það voru 13 Bitcoin virði um 75 þúsund dollara, um níu milljóna króna, daginn sem árásin var gerð. Borgarstjórinn í Baltimore, Bernard Young, segir að það sé afstaða borgarinnar að greiða ekki lausnargjaldið. Það geti þó breyst dragist það á langinn að vinna bug á árásinni. Bandaríkin Rafmyntir Tölvuárásir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Bíræfnir tölvuþrjótar halda nú mikilvægum kerfum Baltimore-borgar í gíslingu. Tölvuþrjótarnir tóku yfir um tíu þúsund tölvur á vegum borgarinnar og krefjast þeir að fá 13 einingar af rafrænu myntinni Bitcoin í lausnargjald. Þann 7. maí síðastliðinn létu tölvuþrjótarnir til skarar skríða með svokallaðri gagnagíslatökuárás (e. ransomware). Þannig tóku þeir yfir tölvurnar og hafa læst aðgengi að þeim þangað til þeir fá lausnargjaldið greitt. Hefur þetta meðal annars leitt til þess að starfsmenn borgarinnar hafa ekki geta nálgast tölvupóst sinn og borgarar hafa ekki getað opnað vefsíður á vegum borgarinnar þar sem greiða má ýmsa reikninga og gjöld, þar á meðal vatnsveitureikninga, fasteignagjöld og stöðumælasektir. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Baltimore verður fyrir barðinu á gagnagíslatökuárás en á síðasta ári lokuðu tölvuþrjótar fyrir símtöl í 911, bandarísku neyðarlínunnar. Tölvuþrjótarnir hafa sem fyrr segir farið fram á þréttán einingar af Bitcoin til þess að opna fyrir aðgang að kerfinu. Í dag eru 13 Bitcoin virði um 100 þúsund dollara, 13 milljóna króna. Virði Bitcoin sveiflast töluvert dag frá degi. Til merkis um það voru 13 Bitcoin virði um 75 þúsund dollara, um níu milljóna króna, daginn sem árásin var gerð. Borgarstjórinn í Baltimore, Bernard Young, segir að það sé afstaða borgarinnar að greiða ekki lausnargjaldið. Það geti þó breyst dragist það á langinn að vinna bug á árásinni.
Bandaríkin Rafmyntir Tölvuárásir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira