Upphitun: Mónakó um helgina Bragi Þórðarson skrifar 23. maí 2019 06:00 Það myndast alltaf einstök stemning þegar Formúlan kemur til Mónakó Getty Sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Mercedes hefur verið óstöðvandi það sem af er ári en Red Bull þykir líklegt að taka sigur í furstadæminu. Lewis Hamilton leiðir heimsmeistaramót ökumanna með sjö stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Mercedes hefur endað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins sem er met, ekkert lið hefur byrjað tímabil svona vel. „Tímabilið hefur vissulega byrjað vel hjá okkur, en við verðum að muna að Mónakó er mjög sérstök braut,“ hafði Valtteri Bottas að segja á blaðamannafundi á miðvikudag. Finninn bætti við að Mercedes liðið hefur yfirleitt ekki verið með hraðasta bílinn á götum Mónakó síðastliðin ár. Daniel Ricciardo stóð uppi sem sigurvegari í fyrra á sínum Red Bull. Í ár ekur hann fyrir Renault.GettyRed Bull gæti endað sigurgöngu MercedesRed Bull liðið gæti komið sterkt inn í furstadæminu. Max Verstappen, aðalökumaður liðsins, hefur reglulega verið hraðari en Ferrari ökumennirnir í ár. Eftir að liðið skipti yfir í Honda vélar fyrir tímabilið hefur hraðinn alltaf verið að aukast, ekki má gleyma því að Daniel Ricciardo vann Mónakó kappaksturinn í fyrra fyrir Red Bull. Það er ætíð mikil spenna fyrir þessum sögufræga kappakstri en oftar en ekki verða áhorfendur fyrir vonbrigðum. Formúlu bílarnir eru alltaf að verða stærri og því er nánast ómögulegt að taka framúr á þröngum götum Mónakó. Tímatökurnar á laugardaginn gætu því haft meira að segja en kappaksturinn sjálfur á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með alla helgina í beinni á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Mercedes hefur verið óstöðvandi það sem af er ári en Red Bull þykir líklegt að taka sigur í furstadæminu. Lewis Hamilton leiðir heimsmeistaramót ökumanna með sjö stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Mercedes hefur endað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins sem er met, ekkert lið hefur byrjað tímabil svona vel. „Tímabilið hefur vissulega byrjað vel hjá okkur, en við verðum að muna að Mónakó er mjög sérstök braut,“ hafði Valtteri Bottas að segja á blaðamannafundi á miðvikudag. Finninn bætti við að Mercedes liðið hefur yfirleitt ekki verið með hraðasta bílinn á götum Mónakó síðastliðin ár. Daniel Ricciardo stóð uppi sem sigurvegari í fyrra á sínum Red Bull. Í ár ekur hann fyrir Renault.GettyRed Bull gæti endað sigurgöngu MercedesRed Bull liðið gæti komið sterkt inn í furstadæminu. Max Verstappen, aðalökumaður liðsins, hefur reglulega verið hraðari en Ferrari ökumennirnir í ár. Eftir að liðið skipti yfir í Honda vélar fyrir tímabilið hefur hraðinn alltaf verið að aukast, ekki má gleyma því að Daniel Ricciardo vann Mónakó kappaksturinn í fyrra fyrir Red Bull. Það er ætíð mikil spenna fyrir þessum sögufræga kappakstri en oftar en ekki verða áhorfendur fyrir vonbrigðum. Formúlu bílarnir eru alltaf að verða stærri og því er nánast ómögulegt að taka framúr á þröngum götum Mónakó. Tímatökurnar á laugardaginn gætu því haft meira að segja en kappaksturinn sjálfur á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með alla helgina í beinni á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira