Pepsi Max mörkin: „Týpa sem Skaginn hefur ekki átt í nokkur ár“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 10:30 Stefán Teitur Þórðarson í leik ÍA og Breiðabliks í síðustu umferð. Vísir/Daníel Nýliðar Skagamanna eru með þriggja stiga forskot á toppi Pepsi Max deildar karla í fótbolta eftir sigur á Breiðabliki í síðasta leik. Einn af athyglisverðustu leikmönnum liðsins í upphafi móts er miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson. Stefán Teitur Þórðarson átti mjög góðan leik á móti Blikum og lagði meðal annars upp sigurmarkið. Hann fékk líka hrós í Pepsi Max mörkunum. „Mér fannst hann mjög flottur. Hann byrjaði pínulítið brösuglega en vann sig flott inn í leikinn. Mér fannst hann besti maður vallarins og þá sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Atli Viðar Björnsson um Stefán Teit Þórðarson. „Hann er ný týpa af miðjumanni sem mér finnst Skaginn ekki hafa átt í nokkur ár,“ sagði Atli Viðar. Stefán Teitur Þórðarson verður ekki 21 árs fyrr en í október. Hann er á sínu þriðja alvöru tímabili með Skagaliðinu en lék 20 leiki í úrvalsdeildinni sumurin 2016 og 2017. Stefán Teitur var síðan með 10 mörk í 22 leikjum í Inkasso deildinni í fyrra og blómstraði eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson tók við liðinu. „Ég ætla ekki að gera honum það að fara bera hann saman við einhver nöfn en mér finnst þetta alveg svakalega spennandi leikmaður,“ sagði Atli Viðar. „Hann minnir mig pínulítið á Sigga Jóns í töktunum,“ sagði Hörður Magnússon. „Þetta er strákur sem er eiginlega alinn upp sem framherji. Hann byrjaði að spila á miðjunni í fyrra. Hann er með frábæra tilfinningu fyrir boltanum, með fínar hreyfingar og les leikinn vel,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og bætti við: „Miðjan hefur hentað honum vel. Hann er hávaxinn og á að geta unnið fleiri skallabolta. Hann skoraði meira á veturna heldur en á sumrin. Ég veit ekki af hverju, kannski þurfti hann að vinna meira á sumrin en á veturna,“ sagði Þorvaldur léttur. Það má sjá alla umfjöllun Pepsi Max markanna um Stefán Teit í myndbandinu hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Nýliðar Skagamanna eru með þriggja stiga forskot á toppi Pepsi Max deildar karla í fótbolta eftir sigur á Breiðabliki í síðasta leik. Einn af athyglisverðustu leikmönnum liðsins í upphafi móts er miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson. Stefán Teitur Þórðarson átti mjög góðan leik á móti Blikum og lagði meðal annars upp sigurmarkið. Hann fékk líka hrós í Pepsi Max mörkunum. „Mér fannst hann mjög flottur. Hann byrjaði pínulítið brösuglega en vann sig flott inn í leikinn. Mér fannst hann besti maður vallarins og þá sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Atli Viðar Björnsson um Stefán Teit Þórðarson. „Hann er ný týpa af miðjumanni sem mér finnst Skaginn ekki hafa átt í nokkur ár,“ sagði Atli Viðar. Stefán Teitur Þórðarson verður ekki 21 árs fyrr en í október. Hann er á sínu þriðja alvöru tímabili með Skagaliðinu en lék 20 leiki í úrvalsdeildinni sumurin 2016 og 2017. Stefán Teitur var síðan með 10 mörk í 22 leikjum í Inkasso deildinni í fyrra og blómstraði eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson tók við liðinu. „Ég ætla ekki að gera honum það að fara bera hann saman við einhver nöfn en mér finnst þetta alveg svakalega spennandi leikmaður,“ sagði Atli Viðar. „Hann minnir mig pínulítið á Sigga Jóns í töktunum,“ sagði Hörður Magnússon. „Þetta er strákur sem er eiginlega alinn upp sem framherji. Hann byrjaði að spila á miðjunni í fyrra. Hann er með frábæra tilfinningu fyrir boltanum, með fínar hreyfingar og les leikinn vel,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og bætti við: „Miðjan hefur hentað honum vel. Hann er hávaxinn og á að geta unnið fleiri skallabolta. Hann skoraði meira á veturna heldur en á sumrin. Ég veit ekki af hverju, kannski þurfti hann að vinna meira á sumrin en á veturna,“ sagði Þorvaldur léttur. Það má sjá alla umfjöllun Pepsi Max markanna um Stefán Teit í myndbandinu hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn