Stálu brúnkuklútum, kjötfjalli og sælgæti Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:21 Brúnkuklútaþjófnaðurinn átti sér stað í Kópavogi í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögreglan hafði í nógu að snúast við að elta uppi þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem flestir voru í annarlegu ástandi. Það var til að mynda raunin með mann sem staðinn var að þjófnaði úr verslun í Fossvogi í gærkvöldi. Hann er sagður hafa reynt að stela sælgæti sem starfsfólk tók síðan aftur af honum, við litla hrifningu þjófsins. Hann á að hafa komið aftur inn í verslunina og hótað starfsfólki barsmíðum ef hann fengi ekki sælgætispokanna aftur. Starfsfólkið lét undan og gaf manninum sælgætispokann, sem síðan stakk af. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans skömmu síðar. Þá á maðurinn að hafa neitað að gefa upp persónuupplýsingar og var hann því fluttur í næsta fangaklefa þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Þá handtók lögreglan þrjá þjófa á einu bretti er þeir óku um Hlíðarnar á tíunda tímanum. Ökumaður bílsins var stöðvaður vegna gruns um vímuefnaakstur og segist lögreglan hafa séð töluvert magn af þýfi í bifreiðinni; m.a. 25 pakkningar af dýru kjöti, 14 osta og ýmsan varning sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Þríeykið var því handtekið og vistað í fangaklefa í nótt. Lögreglan var að sama skapi kölluð að vínbúð í Hafnarfirði þar sem hún hafði afskipti af ölvuðum manni. „Maðurinn var búinn að opna vínpela og var að drekka úr honum í versluninni. Maðurinn hafði komið fyrr um daginn í verslunina og þá hafði hann stolið 6 bjórum sem hann hafði sett í bakpoka sinn og gengið út,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu. Ekki þótti þó tilefni til að handtaka manninn og var mál hans „afgreitt á vettvangi,“ eins og það er orðað. Þá var maður í annarlegu ástandi stöðvaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri að stela brúnkuklútum. Rétt eins og með stútinn í vínbúðinni var ekki talin nauðsyn að handtaka hann. Þó á maðurinn að hafa verið með bíllykla í vasanum sem lögreglan tók af honum, sökum ástands mannsins. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Lögreglan hafði í nógu að snúast við að elta uppi þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem flestir voru í annarlegu ástandi. Það var til að mynda raunin með mann sem staðinn var að þjófnaði úr verslun í Fossvogi í gærkvöldi. Hann er sagður hafa reynt að stela sælgæti sem starfsfólk tók síðan aftur af honum, við litla hrifningu þjófsins. Hann á að hafa komið aftur inn í verslunina og hótað starfsfólki barsmíðum ef hann fengi ekki sælgætispokanna aftur. Starfsfólkið lét undan og gaf manninum sælgætispokann, sem síðan stakk af. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans skömmu síðar. Þá á maðurinn að hafa neitað að gefa upp persónuupplýsingar og var hann því fluttur í næsta fangaklefa þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Þá handtók lögreglan þrjá þjófa á einu bretti er þeir óku um Hlíðarnar á tíunda tímanum. Ökumaður bílsins var stöðvaður vegna gruns um vímuefnaakstur og segist lögreglan hafa séð töluvert magn af þýfi í bifreiðinni; m.a. 25 pakkningar af dýru kjöti, 14 osta og ýmsan varning sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Þríeykið var því handtekið og vistað í fangaklefa í nótt. Lögreglan var að sama skapi kölluð að vínbúð í Hafnarfirði þar sem hún hafði afskipti af ölvuðum manni. „Maðurinn var búinn að opna vínpela og var að drekka úr honum í versluninni. Maðurinn hafði komið fyrr um daginn í verslunina og þá hafði hann stolið 6 bjórum sem hann hafði sett í bakpoka sinn og gengið út,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu. Ekki þótti þó tilefni til að handtaka manninn og var mál hans „afgreitt á vettvangi,“ eins og það er orðað. Þá var maður í annarlegu ástandi stöðvaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri að stela brúnkuklútum. Rétt eins og með stútinn í vínbúðinni var ekki talin nauðsyn að handtaka hann. Þó á maðurinn að hafa verið með bíllykla í vasanum sem lögreglan tók af honum, sökum ástands mannsins.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira