Barnadagar í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 21. maí 2019 08:41 Krakkarnir hafa oft veitt vel í Elliðaánum Mynd: SVFR Elliðaárnar er líklega ein af þeim ám sem flestir krakkar fá maríulaxana sína í og varla er það skrítið því leyfin eru ódýr og veiðin góð. Það sem hefur ýtt undir veiðiáhugann hjá krökkunum er oftar en ekki augnablikið þegar fyrsti laxinn tekur og er landað með tilþrifum. Það er alveg sama hvað þú veiðir marga laxa um ævina þú gleymir líklega aldrei þeim fyrsta og svo þeim stærsta. SVFR hefur undanfarin ár verið með barna og unglingadaga í Elliðaánum og verður engin breyting þar á á þessu sumri. Í boði eru 5 hálfir dagar, þar sem félagsmönnum 18 ára og yngri gefst kostur á að koma og veiða í Elliðaánum undir handleiðslu reyndra veiðimanna. Skráning fer fram með tölvupósti á svfr@svfr.is þar sem kennitala og nafn viðkomandi barns/unglings kemur fram og hvaða dag er óskað eftir sem og varadagsetningu ef þær koma til greina. Skráningu lýkur 25. maí.Dagar sem í boði eru: 23. júní fyrir hádegi 14. júlí fyrir hádegi 14. júlí eftir hádegi 28. júlí fyrir hádegi 28. júlí eftir hádegi Þá daga sem veiði er fyrir hádegi er gott að veiðimenn séu mættir um klukkan 6:30 í veiðihús, en þá daga sem veiði er eftir hádegi er gott að veiðimenn séu mættir 14:30 í veiðhús. Reyndir veiðimenn taka við þáttakendum og leiða þá í allan sannleika um leyndardóma Elliðaánna og hvernig á að bera sig að við laxveiðina. Veiðin er fyrir alla þá sem eru undir 18 ára aldri og geta veitt sjálfir. Foreldrar barna fylgja börnum sínum við veiðarnar, en eingöngu til halds og trausts. Á svæðinu verða leiðsögumenn sem leiðbeina við veiðarnar. Leiðsögumaður fylgir hverjum hópi. Ánni er skipt í 4 svæði (engin frísvæði) og verða allir að fylgja fyrirmælum sem gilda á þessum dögum. Allir mæta með veiðibúnað sem ætlaður er til laxveiða. Að veiðinni lokinni bíður hópsins grillveisla við veiðihúsið Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Elliðaárnar er líklega ein af þeim ám sem flestir krakkar fá maríulaxana sína í og varla er það skrítið því leyfin eru ódýr og veiðin góð. Það sem hefur ýtt undir veiðiáhugann hjá krökkunum er oftar en ekki augnablikið þegar fyrsti laxinn tekur og er landað með tilþrifum. Það er alveg sama hvað þú veiðir marga laxa um ævina þú gleymir líklega aldrei þeim fyrsta og svo þeim stærsta. SVFR hefur undanfarin ár verið með barna og unglingadaga í Elliðaánum og verður engin breyting þar á á þessu sumri. Í boði eru 5 hálfir dagar, þar sem félagsmönnum 18 ára og yngri gefst kostur á að koma og veiða í Elliðaánum undir handleiðslu reyndra veiðimanna. Skráning fer fram með tölvupósti á svfr@svfr.is þar sem kennitala og nafn viðkomandi barns/unglings kemur fram og hvaða dag er óskað eftir sem og varadagsetningu ef þær koma til greina. Skráningu lýkur 25. maí.Dagar sem í boði eru: 23. júní fyrir hádegi 14. júlí fyrir hádegi 14. júlí eftir hádegi 28. júlí fyrir hádegi 28. júlí eftir hádegi Þá daga sem veiði er fyrir hádegi er gott að veiðimenn séu mættir um klukkan 6:30 í veiðihús, en þá daga sem veiði er eftir hádegi er gott að veiðimenn séu mættir 14:30 í veiðhús. Reyndir veiðimenn taka við þáttakendum og leiða þá í allan sannleika um leyndardóma Elliðaánna og hvernig á að bera sig að við laxveiðina. Veiðin er fyrir alla þá sem eru undir 18 ára aldri og geta veitt sjálfir. Foreldrar barna fylgja börnum sínum við veiðarnar, en eingöngu til halds og trausts. Á svæðinu verða leiðsögumenn sem leiðbeina við veiðarnar. Leiðsögumaður fylgir hverjum hópi. Ánni er skipt í 4 svæði (engin frísvæði) og verða allir að fylgja fyrirmælum sem gilda á þessum dögum. Allir mæta með veiðibúnað sem ætlaður er til laxveiða. Að veiðinni lokinni bíður hópsins grillveisla við veiðihúsið
Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði