Ætla að gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa álit siðanefndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2019 14:54 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði fram greinargerð um málið á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Alþingi Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti forsætisnefndar Alþingis segir að nefndin hafi sammælst um að gefa sér góðan tíma í að fara yfir ráðgefandi álit siðanefndar um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Forsætisnefnd kom saman fyrir hádegi í dag en um er að ræða vikulegan fund nefndarinnar. „Greinargerð frá Þórhildi Sunnu var lögð fram, ég get staðfest það, en hún fékk enga efnislega umræðu,“ segir Guðjón. Siðanefnd skilaði ráðgefandi áliti nefndarinnar til forsætisnefndar Alþingis fyrir helgi en hún komst að þeirri niðurstöðu að með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hefði Þórhildur brotið gegn siðareglum þingsins. Ummælin sem siðanefnd hefur fjallað um féllu í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV 25. febrúar árið 2018. Þau voru voru á þá leið að uppi væri „rökstuddur grunur“ um að Ásmundur hefði dregið sér fé með því að láta ríkissjóð greiða óhóflegan aksturskostnað sinn. Forsætisnefnd Alþingis mun í kjölfarið taka ráðgefandi álit siðanefndar til athugunar og frekari umfjöllunar og ákveða hvort nefndin geri álit siðanefndarinnar að sínu. Aðspurður hvenær mætti búast við niðurstöðu nefndarinnar svaraði Guðjón því til að nefndin hygðist gefa sér góðan tíma í að gaumgæfa málið. „Það skýrist“. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti forsætisnefndar Alþingis segir að nefndin hafi sammælst um að gefa sér góðan tíma í að fara yfir ráðgefandi álit siðanefndar um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Forsætisnefnd kom saman fyrir hádegi í dag en um er að ræða vikulegan fund nefndarinnar. „Greinargerð frá Þórhildi Sunnu var lögð fram, ég get staðfest það, en hún fékk enga efnislega umræðu,“ segir Guðjón. Siðanefnd skilaði ráðgefandi áliti nefndarinnar til forsætisnefndar Alþingis fyrir helgi en hún komst að þeirri niðurstöðu að með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hefði Þórhildur brotið gegn siðareglum þingsins. Ummælin sem siðanefnd hefur fjallað um féllu í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV 25. febrúar árið 2018. Þau voru voru á þá leið að uppi væri „rökstuddur grunur“ um að Ásmundur hefði dregið sér fé með því að láta ríkissjóð greiða óhóflegan aksturskostnað sinn. Forsætisnefnd Alþingis mun í kjölfarið taka ráðgefandi álit siðanefndar til athugunar og frekari umfjöllunar og ákveða hvort nefndin geri álit siðanefndarinnar að sínu. Aðspurður hvenær mætti búast við niðurstöðu nefndarinnar svaraði Guðjón því til að nefndin hygðist gefa sér góðan tíma í að gaumgæfa málið. „Það skýrist“.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00
Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15
Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00