Ólafur Jóhannesson var fyrsti maðurinn til að gera FH-liðið að Íslandsmeisturum en það hefur lítið gengið hjá honum í heimsóknum hans í Kaplakrika síðan þá. Ólafur og lærisveinar hans fá tækifæri til að breyta út frá þeirri venju í kvöld.
Íslandsmeistarar Valsmanna mæta í kvöld í Kaplakrika þar sem þeir spila við FH-inga í 5. umferð Pepsi Max deild karla. Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur í sumar í síðustu umferð og geta með sigri komist sex stigum á eftir toppliði ÍA.
Leikur FH og Vals hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Kaplakriki hefur ekki verið uppáhaldsstaður Valsmanna síðasta áratuginn enda hefur liðið ekki unnið í Hafnarfirðinum í tólf ár.
Valsliðið hefur aðeins náð í eitt stig af tólf mögulegum á Kaplakrikavelli síðan að Ólafur Jóhannesson tók við liðinu fyrir 2015 tímabilið.
Ólafi hefur hingað til ekki tekist að yfirbuga Kaplakrika grýluna sem herjast hefur á Hlíðarendapilta í meira en áratug.
Eina stigið kom í 1-1 jafntefli í þriðju síðustu umferð haustið 2016 en stigið nægði FH-ingum til að verða Íslandsmeistarar daginn eftir þegar Blikum tókst ekki að vinna sinn leik.
Valsmenn unnu síðast sigur á FH í Kaplakrika 23. september 2007 en 2-0 sigur Hlíðarendaliðsins var lykilsigur þegar Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þetta haust.
Síðan þá hafa Valsmenn aðeins náð í samtals 3 stig út úr ellefu deildarleikjum sínum á Kaplakrikavelli en FH-ingar hafa fengið 27 stig út úr þessum sömu leikjum.
Leikir Valsmanna í Kaplakrika undir stjórn Ólafs Jóhannessonar 2015-2018:
2018 - 0 stig (1-2 tap) [Valur Íslandsmeistari]
2017 - 0 stig (1-2 tap) [Valur Íslandsmeistari]
2016 - 1 stig (1-1 jafntefli) [FH Íslandsmeistari]
2015 - 0 stig (1-2 tap) [FH Íslandsmeistari]
Leikir Valsmanna í Kaplakrika 2007-2014:
2014 - 0 stig (1-2 tap)
2013 - 1 stig (3-3 jafntefli)
2012 - 0 stig (1-2 tap) [FH Íslandsmeistari]
2011 - 0 stig (2-3 tap)
2010 - 1 stig (1-1 jafntefli)
2009 - 0 stig (0-2 tap) [FH Íslandsmeistari]
2008 - 0 stig (0-3 tap) [FH Íslandsmeistari]
2007 - 3 stig (2-0 sigur) [Valur Íslandsmeistari]
Ólafur hefur aðeins náð í eitt stig í Krikanum sem þjálfari Vals
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn




Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
