Gróttumenn fyrstir til að vinna Keflavík Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. maí 2019 21:10 Gróttu-menn fagna marki mynd/fésbókarsíða Gróttu Nýliðar Gróttu urðu fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík í Inkasso deild karla. Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik fyrir Leikni og Fram hafði betur gegn Aftureldingu. Keflavík og Víkingur sátu á toppi Inkassodeildarinnar með 10 stig fyrir þessa umferð og án taps eftir fyrstu fjóra leikina. Bæði lið töpuðu hins vegar í kvöld. Nýliðar Gróttu hafa komið inn í deildina með nokkrum krafti og unnu Þórsara fyrir norðan á dögunum. Þeir áttu fyrsta orðið á Nettóvellinum í Keflavík þegar Sigurvin Reynisson kom þeim yfir á 19. mínútu. Elton Barros jafnaði metin fyrir Keflavík á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Axel Freyr Harðarson kom Gróttu yfir á ný á 80. mínútu en það dró til tíðinda undir lok leiksins. Keflavík fékk víti á 88. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítið frá Ísaki Óla Ólafssyni. Í uppbótartíma fékk Grótta víti og Ingimundur Aron Guðnason var sendur af velli með rautt spjald. Ólviver Dagur Thorlacius náði hins vegar ekki að skora úr vítinu fyrir Gróttu. Það kom ekki að sök, Grótta fór með sterkan 2-1 sigur í Keflavík. Á Leiknisvellinum í Breiðholti gekk gestunum frá Ólafsvík illa að spila boltanum sín á milli og Leiknir fór með sterkan 2-0 sigur af hólmi. Sólon Breki Leifsson og Ignacio Heras Anglada skoruðu mörk Leiknis en þau komu á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Í Safamýrinni unnu heimamenn í Fram þægilegan sigur á Aftureldingu. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Helgi Guðjónsson kom bláklæddum yfir á 11. mínútu og Fred Saraiva tvöfaldaði forystuna áður en flautað var til hálfleiks. Már Ægisson fór langt með leikinn fyrir Fram á 61. mínútu en Afturelding svaraði mínútu seinna með marki frá Alexander Aroni Davorssyni. Gestirnir komust þó ekki nær og lauk leik með 3-1 sigri Fram. Keflavík og Víkingur halda toppsætunum í deildinni út kvöldið en Fjölnir getur farið á toppinn með sigri á Njarðvík á morgun. Grótta er komin með sjö stig og fer upp að hlið Njarðvíkur í fimmta sætinu. Leiknir sækir á toppliðin og er með níu stig eftir fimm leiki. Inkasso-deildin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Nýliðar Gróttu urðu fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík í Inkasso deild karla. Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik fyrir Leikni og Fram hafði betur gegn Aftureldingu. Keflavík og Víkingur sátu á toppi Inkassodeildarinnar með 10 stig fyrir þessa umferð og án taps eftir fyrstu fjóra leikina. Bæði lið töpuðu hins vegar í kvöld. Nýliðar Gróttu hafa komið inn í deildina með nokkrum krafti og unnu Þórsara fyrir norðan á dögunum. Þeir áttu fyrsta orðið á Nettóvellinum í Keflavík þegar Sigurvin Reynisson kom þeim yfir á 19. mínútu. Elton Barros jafnaði metin fyrir Keflavík á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Axel Freyr Harðarson kom Gróttu yfir á ný á 80. mínútu en það dró til tíðinda undir lok leiksins. Keflavík fékk víti á 88. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítið frá Ísaki Óla Ólafssyni. Í uppbótartíma fékk Grótta víti og Ingimundur Aron Guðnason var sendur af velli með rautt spjald. Ólviver Dagur Thorlacius náði hins vegar ekki að skora úr vítinu fyrir Gróttu. Það kom ekki að sök, Grótta fór með sterkan 2-1 sigur í Keflavík. Á Leiknisvellinum í Breiðholti gekk gestunum frá Ólafsvík illa að spila boltanum sín á milli og Leiknir fór með sterkan 2-0 sigur af hólmi. Sólon Breki Leifsson og Ignacio Heras Anglada skoruðu mörk Leiknis en þau komu á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Í Safamýrinni unnu heimamenn í Fram þægilegan sigur á Aftureldingu. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Helgi Guðjónsson kom bláklæddum yfir á 11. mínútu og Fred Saraiva tvöfaldaði forystuna áður en flautað var til hálfleiks. Már Ægisson fór langt með leikinn fyrir Fram á 61. mínútu en Afturelding svaraði mínútu seinna með marki frá Alexander Aroni Davorssyni. Gestirnir komust þó ekki nær og lauk leik með 3-1 sigri Fram. Keflavík og Víkingur halda toppsætunum í deildinni út kvöldið en Fjölnir getur farið á toppinn með sigri á Njarðvík á morgun. Grótta er komin með sjö stig og fer upp að hlið Njarðvíkur í fimmta sætinu. Leiknir sækir á toppliðin og er með níu stig eftir fimm leiki.
Inkasso-deildin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira