Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - KA 1-0 | KR-ingar nældu sér í þrjú stig manni færri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2019 18:45 Óskar Örn fagnar. vísir/bára Eftir markalausan fyrri hálfleik var það á endanum sjálfsmark Hrannars Bjarnar Steingrímssonar, varnarmanns KA, sem tryggði KR þrjú stigin í hörku leik KR og KA í Frostaskjólinu í dag. Eina mark leiksins kom á 68. mínútu leiksins en 17 mínútum áður hafði Kennie Knak Chopart, hægri bakvörður KR, fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt.Fjörugur fyrri hálfleikur en engin mörk Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og voru heimamenn með yfirhöndina framan af fyrri hálfleik þó svo að gestirnir frá Akureyri ættu sína spretti. Þrátt fyrir ágætis yfirburði úti á velli þá tókst KR-ingum ekki að breyta því í mörk og segja má að þeir hafi verið heppnir að hafa ekki verið undir þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari flautaði fyrri hálfleik af. Fram að því höfðu leikmenn KA nefnilega fengið betri færi. Þar ber helst að nefna færið sem Steinþór Freyr Þorsteinsson fékk á strax á 9. mínútu leiksins. Fékk þá sendingu inn fyrir vörn KR með menn í bakinu, náði snertingu áður en hann bombaði knettinum yfir bæði Beiti Ólafsson í marki KR sem og markið sjálft. Ýmir Már Geirsson fékk svo kjörið tækifæri til að koma gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar sending Almarrs Ormarssonar fór af Atla Sigurjónssyni svo knötturinn var skoppandi þegar Ýmir Már kom að honum vinstra megin í vítateig KR. Skoti hans var fast en flaug rétt yfir markið. Heimamenn fengu einnig sín færi en Óskar Örn Hauksson átti keimlíkt færi og Ýmir sem endaði einnig yfir og þá var Pálmi Rafn Pálmarson nálægt því að skora með stórkostlegri bakfallsspyrnu. Allt kom þó fyrir ekki og staðan markalaus í hálfleik.Kennie Chopart fellur.vísir/báraSíðari hálfleikur hófst með látum Eftir aðeins sex mínutna leik í síðari hálfleik fékk Kennie Chopart sitt annað gula spjald í leiknum. Það fyrra fékk hann fyrir að rífast við Ívar Orra dómara og þetta fékk hann fyrir að dýfa sér innan vítateigs. Að mati okkar í blaðamannastúkunni var þetta harður dómur þar sem um augljósa snertingu var að ræða áður en Kennie féll til jarðar. Bogi Ágústsson kom í blaðamannastúkuna skömmu síðar en hann var á besta stað þegar atvikið gerðist. Vildi hann meina að þetta hefði verið pjúra víti og ekkert annað. Eftir rauða spjaldið náðu KA menn tökum á leiknum í smástund og hefðu eflaust átt að komast yfir. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, brást við með að taka Atla Sigurjóns út af fyrir Gunnar Þór Gunnarsson. Það var svo á 68. mínútu leiksins sem eina markið leit dagsins ljós en þá skallaði Hrannar Björn fyrirgjöf Arnþórs Inga Kristinssonar í netið. Staðan orðin 1-0 heimamönnum í vil þrátt fyrir að vera manni færri. Aftur brást Rúnar við en nú kom Pablo Oshan Punyed Dubon inn á fyrir Alex Frey Hilmarsson. Við það fóru heimamenn í 5-3-1 leikkerfi sem gestirnir fundu engar glufur ár. Sóknir KA enduðu ítrekað með hárri fyrirgjöf sem sköpuðu lítinn sem engan usla. Ef Beitir handsamaði ekki knöttinn þá komu varnarmenn KR honum í burtu. Eina alvöru færi KA manna var aukaspyrna Hallgríms Mar Steingrímssonar í uppbótartíma leiksins en hún small í þverslánni. Nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 1-0 KR í vil.Úr leiknum í dag.vísir/báraAf hverju vann KR? Af því þeir eru með reyndar lið. Þeir þurftu vissulega smá heppni en mörg lið hefðu brotnað í stöðunni 0-0 og manni færri. Það gerður heimamenn ekki og sóttu þeir þetta sigurmark. Að sama skapi sást reynsla Rúnars vel en hann breytti taktíkinni í takt við leikinn og uppskar á endanum þrjú stig.Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, stóð að vissu leyti upp úr með því að breyta leik sinna manna á meðan leik stóð. Inn á vellinum voru varnir beggja liða þéttar og kom Arnþór Ingi Kristinsson vel inn í lið KR. Hann hóf leik á miðjunni og endaði svo í miðverði þegar heimamenn vörðu 1-0 forystuna. Þá lagði hann upp sigurmarkið. Aðrir sem stóðu upp úr hjá KR voru Finnur Tómas Pálsson og Kristinn Jónsson. Hjá KA var Daníel Hafsteinsson besti leikmaður vallarins.Hvað gekk illa? KA mönnum gekk skelfilega að skapa sér færi þegar þeir voru manni fleiri. Gekk það töluvert betur þegar bæði lið voru fullmönnuð. Þá gengu fyrirgjafir KA manna ekki upp í dag en flestar þeirra sóknir enduðu með fallhlífarboltum inn á vítateig KR sem Beitir og varnarmenn KR áttu ekki í miklum vandræðum með.Hvað gerist næst? KR fer upp á Skipaskaga þar sem þeir mæta spræku liði ÍA þann 15. júní næstkomandi. Óli Stefán Flóventsson og lærisveinar hans í KA fá hans gamla lið, Grindavík, í heimsókn á Akureyri en sá leikur er sömuleiðis þann 15. júní.Ívar gefur Kennie rautt spjald.vísir/báraRúnar: Menn fá ekkert að anda því það er alltaf hótað með gulu spjaldi „Gríðarlega ánægður með þrjú stig eftir að hafa verið einum færri lungan úr síðari hálfleik. Frábær karakter hjá drengjunum og þeir leystu það að vera einum færri ofboðslega vel þar sem við gáfum fá færi á okkur svo ég er virkilega ánægður með stigin,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð. Var þetta í annað skipti sem KR missir mann af velli í sumar. Síðast jöfnuðu þeir metin gegn Stjörnunni og nú náðu þeir í þrjú stig. Rúnar er eðlilega sáttur með baráttuna í sínu liði. „Lýsir viljanum og styrknum í strákunum að koma svona til baka, það er karakter í þessu liði. Strákar sem vilja leggja sig fram og ná árangi, þú nærð honum ekki nema með því að standa saman sem lið og þeir sýndu virkilega góðan karakter hér í dag.“ Var Rúnar spurður út í gulu spjöldin sem Kennie Knak Chopart fékk í dag en þau voru vægast sagt ódýrt. Má segja að Rúnar hafi ekki verið par sáttur með ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar, dómara leiksins, að reka Kennie út af. „Ég er ósammála báðum atvikum. Í fyrra gula spjaldinu er brotið á Kennie og hann mjög ósáttur, yppir öxlum og veifar höndum. Fyrir það fær hann gult en menn fá ekkert að anda neitt, það er alltaf hótað með gulum. Svo vill Ívar Orri meina að Kennie sé að dýfa sér þegar við hugsanlega að fá vítaspyrnu og gefur honum gult spjald. „Að sama skapi sleppir hann KA mönnum margoft, sérstaklega hér í restina þegar hann lætur leikinn fljóta. Við erum ósáttir við þetta en við unnum leikinn og það er fyrir öllu. Verst í þessu er að Kennie er að fara í leikbann,“ sagði Rúnar um atvikið, auðsjáanlega súr með gulu spjöldin og þá staðreynd að Kennie missir af næsta leik. Að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli þeirra Arons Bjarka Jósepssonar og Skúla Jóns Friðgeirssoanr en sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað það sem af er sumri. „Þeir eru á leið til baka en sú leið er löng. Sem betur fer erum við að fara inn í tveggja vikna pásu núna og þá vonandi geta þeir komist á skrið áður en að næsta törn hefst um miðjan júní. „Við erum búnir að vera dálítið særðir og sérstaklega slæmt að vera án Skúla í öllum leikjum Pepsi Max deildarinnar í sumar en hann er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar og frábær fyrir okkur. „En við erum búnir að ná okkur í ágætan fjölda af stigum og erum ágætlega ánægðir með þessa fyrstu törn sem var að ljúka núna og þó það séu einhverjir meiddir þá er það bara hluti af þessu, það verða alltaf einhverjir meiddir og þess vegna þurfum við að hafa góða breidd í hópnum og ég er með hana í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum á iðagræna grasinu í Frostaskjóli.Óli Stefán á hliðarlínunni í dag.vísir/báraÓli Stefán eftir leik: Erum búnir að vera á ferðalagi í mánuð „Ég er gríðarlega svekktur. Sérstaklega því við komum hérna og spilin eru lögð þannig á borð fyrir okkur að við fáum úrvalstækifæri til að taka þrjú stig á móti fínu liði KR, því er ég gríðar svekktur með að hafa tapað þessum leik,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, um það svekkelsi sem fylgdi því að hafa tapað leiknum líkt og lið hans gerði í Frostaskjólinu í dag. „Í rauninni leið mér betur þegar það var jafnt í liðum því þegar við fórum í það að stýra leiknum þá vorum við alltof hægir, alltof svifaseinir, fundum ekki réttu lausnirnar og vorum óþolinmóðir. Vorum að gera margt sem sæmir ekki liði sem á að stýra leikjum. „Það er lexía fyrir okkur og við tökum það með okkur áfram. Það hjálpar svo ekki til að þeir skora úr einu af fáum upphlaupum sem þeir ná á okkur. Stundum er þetta svona, þú nærð ekki í gegn en við fengum nú aldeilis færin til þess hér í dag,“ sagði Óli Stefán um hvar munurinn á liðunum hefði legið í dag. Óli Stefán var spurður út í gengi KA annarsvegar á heimavelli og svo á útivelli en þar er gengið nánast svart og hvítt. „Þetta er níundi leikurinn á 33 dögum held ég, þar af erum við búnir að spila sex útileiki og þrjá heimaleiki. Við erum búnir að vera á ferðalagi í mánuð svo að segja. Það tekur aðeins í en við höfum líka verið að spila við stóru liðin og komið á mjög erfiða útivelli, það hefur eitthvað að segja líka. „Engu að síður verðum við að læra að taka eitthvað út úr svona leikjum þar sem við eigum að gera betur og fá meira út úr þessu. Við erum aular að hafa ekki tekið meira úr þessum leikjum en við höfum gert,“ sagði Ólafur að lokum.Arnþór Ingi var góður í dag.vísir/báraArnþór Ingi: Þegar markið kom vissi ég að við værum ekkert að fara leyfa þeim að skora „Ég er ánægður og ég er þreyttur. Það eru tvö orð sem lýsa því,“ sagði Arnþór Ingi um hvernig sér liði að leik loknum en hann lagði upp sigurmark KR í dag ásamt því að sinna varnarvinnunni upp á tíu. Aðspurður hvernig tilfinningin væri að landa þremur stigum eftir að lenda manni færri þá var svarið frekar einfalt. „Það gerist varla sætara. Maður var heldur pirraður þegar Ívar rak Kennie út af en svo spýttum við aðeins í en það er oft sem maður fær smá auka „boozt“ þegar maður missir mann af velli. Svo þegar markið kom vissi ég að við værum ekkert að fara leyfa þeim að skora.“ Arnþór Ingi hóf leik á miðjunni en endaði í hjarta varnarinnar en hann segir það ekki vera mikið mál að færa sig á milli á meðan leik stendur. „Maður hefur leyst báðar þessar stöður, ég spilað heila leiki í hafsent og heila leiki á miðjunni svo það er ekkert mál að færa á milli. Svo er ég með tvo þétta við hliðina á mér í Finn Tómasi og Gunnari Þór svo ég hafði engar áhyggjur,“ sagði Arnþór og glotti við tönn. Varðandi hvernig það væri að vera kominn í Vesturbæinn og framlag sitt í leikjum þá var Arnþór nokkuð sáttur. „Það er geggjað. Ég náttúrulega bjó í Vesturbænum í þrjú ár svo ég var búinn að hlakka til að koma hingað en ég er bara búinn að vera æfa síðan um mánaðarmótin febrúar og mars svo þetta er allt að koma. Fleiri og fleiri mínútur sem maður nær í leikjum og loksins 90 núna í deildinni þannig að þetta er bara geggjað og framhaldið verður bara enn þá betra.“ Að lokum var þessi alhliða leikmaður spurður út í stigasöfnun KR-inga til þessa á tímabilinu. „Það eru einhverjir leikir sem við erum svekktir með, Grindavík og Fylkir til dæmis. Þegar við horfum til baka núna á töfluna þá er þetta fínt. Við erum í ágætis stöðu.“ Pepsi Max-deild karla
Eftir markalausan fyrri hálfleik var það á endanum sjálfsmark Hrannars Bjarnar Steingrímssonar, varnarmanns KA, sem tryggði KR þrjú stigin í hörku leik KR og KA í Frostaskjólinu í dag. Eina mark leiksins kom á 68. mínútu leiksins en 17 mínútum áður hafði Kennie Knak Chopart, hægri bakvörður KR, fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt.Fjörugur fyrri hálfleikur en engin mörk Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og voru heimamenn með yfirhöndina framan af fyrri hálfleik þó svo að gestirnir frá Akureyri ættu sína spretti. Þrátt fyrir ágætis yfirburði úti á velli þá tókst KR-ingum ekki að breyta því í mörk og segja má að þeir hafi verið heppnir að hafa ekki verið undir þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari flautaði fyrri hálfleik af. Fram að því höfðu leikmenn KA nefnilega fengið betri færi. Þar ber helst að nefna færið sem Steinþór Freyr Þorsteinsson fékk á strax á 9. mínútu leiksins. Fékk þá sendingu inn fyrir vörn KR með menn í bakinu, náði snertingu áður en hann bombaði knettinum yfir bæði Beiti Ólafsson í marki KR sem og markið sjálft. Ýmir Már Geirsson fékk svo kjörið tækifæri til að koma gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar sending Almarrs Ormarssonar fór af Atla Sigurjónssyni svo knötturinn var skoppandi þegar Ýmir Már kom að honum vinstra megin í vítateig KR. Skoti hans var fast en flaug rétt yfir markið. Heimamenn fengu einnig sín færi en Óskar Örn Hauksson átti keimlíkt færi og Ýmir sem endaði einnig yfir og þá var Pálmi Rafn Pálmarson nálægt því að skora með stórkostlegri bakfallsspyrnu. Allt kom þó fyrir ekki og staðan markalaus í hálfleik.Kennie Chopart fellur.vísir/báraSíðari hálfleikur hófst með látum Eftir aðeins sex mínutna leik í síðari hálfleik fékk Kennie Chopart sitt annað gula spjald í leiknum. Það fyrra fékk hann fyrir að rífast við Ívar Orra dómara og þetta fékk hann fyrir að dýfa sér innan vítateigs. Að mati okkar í blaðamannastúkunni var þetta harður dómur þar sem um augljósa snertingu var að ræða áður en Kennie féll til jarðar. Bogi Ágústsson kom í blaðamannastúkuna skömmu síðar en hann var á besta stað þegar atvikið gerðist. Vildi hann meina að þetta hefði verið pjúra víti og ekkert annað. Eftir rauða spjaldið náðu KA menn tökum á leiknum í smástund og hefðu eflaust átt að komast yfir. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, brást við með að taka Atla Sigurjóns út af fyrir Gunnar Þór Gunnarsson. Það var svo á 68. mínútu leiksins sem eina markið leit dagsins ljós en þá skallaði Hrannar Björn fyrirgjöf Arnþórs Inga Kristinssonar í netið. Staðan orðin 1-0 heimamönnum í vil þrátt fyrir að vera manni færri. Aftur brást Rúnar við en nú kom Pablo Oshan Punyed Dubon inn á fyrir Alex Frey Hilmarsson. Við það fóru heimamenn í 5-3-1 leikkerfi sem gestirnir fundu engar glufur ár. Sóknir KA enduðu ítrekað með hárri fyrirgjöf sem sköpuðu lítinn sem engan usla. Ef Beitir handsamaði ekki knöttinn þá komu varnarmenn KR honum í burtu. Eina alvöru færi KA manna var aukaspyrna Hallgríms Mar Steingrímssonar í uppbótartíma leiksins en hún small í þverslánni. Nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 1-0 KR í vil.Úr leiknum í dag.vísir/báraAf hverju vann KR? Af því þeir eru með reyndar lið. Þeir þurftu vissulega smá heppni en mörg lið hefðu brotnað í stöðunni 0-0 og manni færri. Það gerður heimamenn ekki og sóttu þeir þetta sigurmark. Að sama skapi sást reynsla Rúnars vel en hann breytti taktíkinni í takt við leikinn og uppskar á endanum þrjú stig.Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, stóð að vissu leyti upp úr með því að breyta leik sinna manna á meðan leik stóð. Inn á vellinum voru varnir beggja liða þéttar og kom Arnþór Ingi Kristinsson vel inn í lið KR. Hann hóf leik á miðjunni og endaði svo í miðverði þegar heimamenn vörðu 1-0 forystuna. Þá lagði hann upp sigurmarkið. Aðrir sem stóðu upp úr hjá KR voru Finnur Tómas Pálsson og Kristinn Jónsson. Hjá KA var Daníel Hafsteinsson besti leikmaður vallarins.Hvað gekk illa? KA mönnum gekk skelfilega að skapa sér færi þegar þeir voru manni fleiri. Gekk það töluvert betur þegar bæði lið voru fullmönnuð. Þá gengu fyrirgjafir KA manna ekki upp í dag en flestar þeirra sóknir enduðu með fallhlífarboltum inn á vítateig KR sem Beitir og varnarmenn KR áttu ekki í miklum vandræðum með.Hvað gerist næst? KR fer upp á Skipaskaga þar sem þeir mæta spræku liði ÍA þann 15. júní næstkomandi. Óli Stefán Flóventsson og lærisveinar hans í KA fá hans gamla lið, Grindavík, í heimsókn á Akureyri en sá leikur er sömuleiðis þann 15. júní.Ívar gefur Kennie rautt spjald.vísir/báraRúnar: Menn fá ekkert að anda því það er alltaf hótað með gulu spjaldi „Gríðarlega ánægður með þrjú stig eftir að hafa verið einum færri lungan úr síðari hálfleik. Frábær karakter hjá drengjunum og þeir leystu það að vera einum færri ofboðslega vel þar sem við gáfum fá færi á okkur svo ég er virkilega ánægður með stigin,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð. Var þetta í annað skipti sem KR missir mann af velli í sumar. Síðast jöfnuðu þeir metin gegn Stjörnunni og nú náðu þeir í þrjú stig. Rúnar er eðlilega sáttur með baráttuna í sínu liði. „Lýsir viljanum og styrknum í strákunum að koma svona til baka, það er karakter í þessu liði. Strákar sem vilja leggja sig fram og ná árangi, þú nærð honum ekki nema með því að standa saman sem lið og þeir sýndu virkilega góðan karakter hér í dag.“ Var Rúnar spurður út í gulu spjöldin sem Kennie Knak Chopart fékk í dag en þau voru vægast sagt ódýrt. Má segja að Rúnar hafi ekki verið par sáttur með ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar, dómara leiksins, að reka Kennie út af. „Ég er ósammála báðum atvikum. Í fyrra gula spjaldinu er brotið á Kennie og hann mjög ósáttur, yppir öxlum og veifar höndum. Fyrir það fær hann gult en menn fá ekkert að anda neitt, það er alltaf hótað með gulum. Svo vill Ívar Orri meina að Kennie sé að dýfa sér þegar við hugsanlega að fá vítaspyrnu og gefur honum gult spjald. „Að sama skapi sleppir hann KA mönnum margoft, sérstaklega hér í restina þegar hann lætur leikinn fljóta. Við erum ósáttir við þetta en við unnum leikinn og það er fyrir öllu. Verst í þessu er að Kennie er að fara í leikbann,“ sagði Rúnar um atvikið, auðsjáanlega súr með gulu spjöldin og þá staðreynd að Kennie missir af næsta leik. Að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli þeirra Arons Bjarka Jósepssonar og Skúla Jóns Friðgeirssoanr en sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað það sem af er sumri. „Þeir eru á leið til baka en sú leið er löng. Sem betur fer erum við að fara inn í tveggja vikna pásu núna og þá vonandi geta þeir komist á skrið áður en að næsta törn hefst um miðjan júní. „Við erum búnir að vera dálítið særðir og sérstaklega slæmt að vera án Skúla í öllum leikjum Pepsi Max deildarinnar í sumar en hann er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar og frábær fyrir okkur. „En við erum búnir að ná okkur í ágætan fjölda af stigum og erum ágætlega ánægðir með þessa fyrstu törn sem var að ljúka núna og þó það séu einhverjir meiddir þá er það bara hluti af þessu, það verða alltaf einhverjir meiddir og þess vegna þurfum við að hafa góða breidd í hópnum og ég er með hana í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum á iðagræna grasinu í Frostaskjóli.Óli Stefán á hliðarlínunni í dag.vísir/báraÓli Stefán eftir leik: Erum búnir að vera á ferðalagi í mánuð „Ég er gríðarlega svekktur. Sérstaklega því við komum hérna og spilin eru lögð þannig á borð fyrir okkur að við fáum úrvalstækifæri til að taka þrjú stig á móti fínu liði KR, því er ég gríðar svekktur með að hafa tapað þessum leik,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, um það svekkelsi sem fylgdi því að hafa tapað leiknum líkt og lið hans gerði í Frostaskjólinu í dag. „Í rauninni leið mér betur þegar það var jafnt í liðum því þegar við fórum í það að stýra leiknum þá vorum við alltof hægir, alltof svifaseinir, fundum ekki réttu lausnirnar og vorum óþolinmóðir. Vorum að gera margt sem sæmir ekki liði sem á að stýra leikjum. „Það er lexía fyrir okkur og við tökum það með okkur áfram. Það hjálpar svo ekki til að þeir skora úr einu af fáum upphlaupum sem þeir ná á okkur. Stundum er þetta svona, þú nærð ekki í gegn en við fengum nú aldeilis færin til þess hér í dag,“ sagði Óli Stefán um hvar munurinn á liðunum hefði legið í dag. Óli Stefán var spurður út í gengi KA annarsvegar á heimavelli og svo á útivelli en þar er gengið nánast svart og hvítt. „Þetta er níundi leikurinn á 33 dögum held ég, þar af erum við búnir að spila sex útileiki og þrjá heimaleiki. Við erum búnir að vera á ferðalagi í mánuð svo að segja. Það tekur aðeins í en við höfum líka verið að spila við stóru liðin og komið á mjög erfiða útivelli, það hefur eitthvað að segja líka. „Engu að síður verðum við að læra að taka eitthvað út úr svona leikjum þar sem við eigum að gera betur og fá meira út úr þessu. Við erum aular að hafa ekki tekið meira úr þessum leikjum en við höfum gert,“ sagði Ólafur að lokum.Arnþór Ingi var góður í dag.vísir/báraArnþór Ingi: Þegar markið kom vissi ég að við værum ekkert að fara leyfa þeim að skora „Ég er ánægður og ég er þreyttur. Það eru tvö orð sem lýsa því,“ sagði Arnþór Ingi um hvernig sér liði að leik loknum en hann lagði upp sigurmark KR í dag ásamt því að sinna varnarvinnunni upp á tíu. Aðspurður hvernig tilfinningin væri að landa þremur stigum eftir að lenda manni færri þá var svarið frekar einfalt. „Það gerist varla sætara. Maður var heldur pirraður þegar Ívar rak Kennie út af en svo spýttum við aðeins í en það er oft sem maður fær smá auka „boozt“ þegar maður missir mann af velli. Svo þegar markið kom vissi ég að við værum ekkert að fara leyfa þeim að skora.“ Arnþór Ingi hóf leik á miðjunni en endaði í hjarta varnarinnar en hann segir það ekki vera mikið mál að færa sig á milli á meðan leik stendur. „Maður hefur leyst báðar þessar stöður, ég spilað heila leiki í hafsent og heila leiki á miðjunni svo það er ekkert mál að færa á milli. Svo er ég með tvo þétta við hliðina á mér í Finn Tómasi og Gunnari Þór svo ég hafði engar áhyggjur,“ sagði Arnþór og glotti við tönn. Varðandi hvernig það væri að vera kominn í Vesturbæinn og framlag sitt í leikjum þá var Arnþór nokkuð sáttur. „Það er geggjað. Ég náttúrulega bjó í Vesturbænum í þrjú ár svo ég var búinn að hlakka til að koma hingað en ég er bara búinn að vera æfa síðan um mánaðarmótin febrúar og mars svo þetta er allt að koma. Fleiri og fleiri mínútur sem maður nær í leikjum og loksins 90 núna í deildinni þannig að þetta er bara geggjað og framhaldið verður bara enn þá betra.“ Að lokum var þessi alhliða leikmaður spurður út í stigasöfnun KR-inga til þessa á tímabilinu. „Það eru einhverjir leikir sem við erum svekktir með, Grindavík og Fylkir til dæmis. Þegar við horfum til baka núna á töfluna þá er þetta fínt. Við erum í ágætis stöðu.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti