Íslendingarnir dæmdir í fangelsi í Ástralíu Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa 31. maí 2019 06:35 Ferðataskan sem annar Íslendinganna var gripinn með. Ástralska lögreglan Tveir íslenskir karlmenn, þeir Helgi Heiðar Steinarsson og Brynjar Guðmundsson hafa verið dæmdir í fangelsi í Ástralíu fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Þeir voru handteknir við komu til Melbourne í nóvember síðastliðnum með mikið magn kókaíns í ferðatöskum sínum. Fundust efnin í fölskum botni í töskunum. Sjá einnig: Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Helgi Heiðar fékk sex ára og þriggja mánaða dóm fyrir aðild sína að smyglinu en Brynjar fékk átta ár og þrjá mánuði að auki. Helgi getur sótt um reynslulausn að fjórum árum liðnum en Brynjar þarf að bíða í fimm ár uns hann á möguleika á því. Mennirnir hafa nú þegar setið 207 daga í varðhaldi. Brynjar og Helgi Heiðar þekktust ekki en höfðu báðir samþykkt að vinna fyrir sömu glæpasamtökin til þess að greiða upp fíkniefnaskuldir. Þeir flugu frá Evrópu á sama tíma og áttu flug frá Ástralíu á sama degi.Keypti hníf til þess að vernda fíkniefnin Brynjar var handtekinn á flugvellinum við komuna til landsins en Helgi Heiðar var handtekinn á hóteli sínu. Þá fannst hnífur í fórum Helga Heiðars sem hann sagðist hafa keypt í landinu til þess að vernda fíkniefnin. Helgi var með eitt og hálft kíló af kókaíni í tösku sinni þegar hann var handtekinn og Brynjar var með tvö komma eitt kíló. Við dómsuppkvaðningu sagði dómari að með tilliti til geðrænna vandamála mannanna, samvinnuvilja þeirra og fjarlægð frá fjölskyldu væri eðlilegt að gefa þeim vægari dóm en Brynjar er greindur með geðhvarfasýki og Helgi Heiðar þunglyndi. Dómarinn í málinu sagði mennina ekkert tengjast fyrir utan sameiginlega „glæpaforingja“ þeirra. Þá kvað dómari á um að þeir verði sendir úr landi um leið og þeir losna en hvatti þá til betrunar. „Þið eruð ungir menn núna. Þið verðið ekki svona ungir þegar þið hafið afplánað ykkar dóm.“ Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Tveir íslenskir karlmenn, þeir Helgi Heiðar Steinarsson og Brynjar Guðmundsson hafa verið dæmdir í fangelsi í Ástralíu fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Þeir voru handteknir við komu til Melbourne í nóvember síðastliðnum með mikið magn kókaíns í ferðatöskum sínum. Fundust efnin í fölskum botni í töskunum. Sjá einnig: Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Helgi Heiðar fékk sex ára og þriggja mánaða dóm fyrir aðild sína að smyglinu en Brynjar fékk átta ár og þrjá mánuði að auki. Helgi getur sótt um reynslulausn að fjórum árum liðnum en Brynjar þarf að bíða í fimm ár uns hann á möguleika á því. Mennirnir hafa nú þegar setið 207 daga í varðhaldi. Brynjar og Helgi Heiðar þekktust ekki en höfðu báðir samþykkt að vinna fyrir sömu glæpasamtökin til þess að greiða upp fíkniefnaskuldir. Þeir flugu frá Evrópu á sama tíma og áttu flug frá Ástralíu á sama degi.Keypti hníf til þess að vernda fíkniefnin Brynjar var handtekinn á flugvellinum við komuna til landsins en Helgi Heiðar var handtekinn á hóteli sínu. Þá fannst hnífur í fórum Helga Heiðars sem hann sagðist hafa keypt í landinu til þess að vernda fíkniefnin. Helgi var með eitt og hálft kíló af kókaíni í tösku sinni þegar hann var handtekinn og Brynjar var með tvö komma eitt kíló. Við dómsuppkvaðningu sagði dómari að með tilliti til geðrænna vandamála mannanna, samvinnuvilja þeirra og fjarlægð frá fjölskyldu væri eðlilegt að gefa þeim vægari dóm en Brynjar er greindur með geðhvarfasýki og Helgi Heiðar þunglyndi. Dómarinn í málinu sagði mennina ekkert tengjast fyrir utan sameiginlega „glæpaforingja“ þeirra. Þá kvað dómari á um að þeir verði sendir úr landi um leið og þeir losna en hvatti þá til betrunar. „Þið eruð ungir menn núna. Þið verðið ekki svona ungir þegar þið hafið afplánað ykkar dóm.“
Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30
Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45