Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2019 08:00 Það þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæði til að binda jafnmörg tonn og losna á Norðurlandi vestra. Níutíu prósent allrar losunar kolefnis frá Norðurlandi vestra kemur vegna landnýtingar í landbúnaði. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice, segir þessar niðurstöður sláandi en orkunotkun eða flutningar eru aðeins brotabrot af heildarlosun landsfjórðungsins. Stefán greindi frá bráðabirgðaniðurstöðum á greiningu sinni á kolefnisspori landshlutans í erindi á ráðstefnu Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á dögunum. Landnotkun losar 1,6 milljón tonn af kolefni árlega. „Niðurstöðurnar eru sláandi þó aðeins um frumniðurstöður sé að ræða. Við munum nú fara yfir alla útreikninga okkar og greina þetta betur en þessar niðurstöður sýna ákveðna mynd sem vert er að skoða,“ segir Stefán. „Landnotkunin, sem er um 90 prósent af allri losun kolefnis er vegna framræsts votlendis. Í raun er framræst votlendi að losa meira kolefni en gefið er upp í þessum flokki þar sem mótvægisaðgerðir minnka örlítið þennan flokk. Því er það svo að ef NV-land vill ná skjótum árangri í að stöðva losun kolefnis út í andrúmsloftið þá er mikilvægt að moka ofan í skurði á nýjan leik,“ segir Stefán. Til samanburðar þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæðis til að binda jafnmörg tonn og sögð eru losna á Norðurlandi vestra. Það eru um 1,7 prósent flatarmáls landsins og í það þyrftu um 440 milljónir trjáplantna. „Til viðmiðunar má geta þess að trjáplöntuframleiðsla á Íslandi hefur undanfarin ár verið um þrjár milljónir á ári en er nú farin að aukast vegna loftslagsáætlunar stjórnvalda,“ segir Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. Pétur segir skógrækt vannýtta tekjulind fyrir bændur. „Stærstu tækifærin til að draga úr losun á Norðurlandi vestra eru fólgin í því að bleyta framræst land og friða rofin og rýr landsvæði þar sem jarðvegur er að rotna og kolefni að losna,“ segir Pétur. „Tækifærin til að binda með skógrækt eru margvísleg. Stór láglendissvæði gætu verið tiltæk til ræktunar á alaskaösp sem bindur mikið kolefni hratt. Víða eru rýr svæði sem bændur nýta lítið og henta vel til lerki- og fururæktunar.“ Hann bendir einnig á að frjósöm svæði gætu verið afar góð lönd fyrir skógrækt. „Á frjósömum svæðum, einkum neðst í hlíðum inn til dala, eru skilyrði til ræktunar á sitkagreni sem er mjög gjöful tegund. Á svæðum sem friðuð væru fyrir beit mætti ráðast í stórtæk birkiskóggræðsluverkefni í anda Hekluskóga þar sem birki yrði gróðursett á blettum og látið dreifa sér sjálft og klæða landið birki á nokkrum áratugum,“ bætir Pétur við. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Níutíu prósent allrar losunar kolefnis frá Norðurlandi vestra kemur vegna landnýtingar í landbúnaði. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice, segir þessar niðurstöður sláandi en orkunotkun eða flutningar eru aðeins brotabrot af heildarlosun landsfjórðungsins. Stefán greindi frá bráðabirgðaniðurstöðum á greiningu sinni á kolefnisspori landshlutans í erindi á ráðstefnu Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á dögunum. Landnotkun losar 1,6 milljón tonn af kolefni árlega. „Niðurstöðurnar eru sláandi þó aðeins um frumniðurstöður sé að ræða. Við munum nú fara yfir alla útreikninga okkar og greina þetta betur en þessar niðurstöður sýna ákveðna mynd sem vert er að skoða,“ segir Stefán. „Landnotkunin, sem er um 90 prósent af allri losun kolefnis er vegna framræsts votlendis. Í raun er framræst votlendi að losa meira kolefni en gefið er upp í þessum flokki þar sem mótvægisaðgerðir minnka örlítið þennan flokk. Því er það svo að ef NV-land vill ná skjótum árangri í að stöðva losun kolefnis út í andrúmsloftið þá er mikilvægt að moka ofan í skurði á nýjan leik,“ segir Stefán. Til samanburðar þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæðis til að binda jafnmörg tonn og sögð eru losna á Norðurlandi vestra. Það eru um 1,7 prósent flatarmáls landsins og í það þyrftu um 440 milljónir trjáplantna. „Til viðmiðunar má geta þess að trjáplöntuframleiðsla á Íslandi hefur undanfarin ár verið um þrjár milljónir á ári en er nú farin að aukast vegna loftslagsáætlunar stjórnvalda,“ segir Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. Pétur segir skógrækt vannýtta tekjulind fyrir bændur. „Stærstu tækifærin til að draga úr losun á Norðurlandi vestra eru fólgin í því að bleyta framræst land og friða rofin og rýr landsvæði þar sem jarðvegur er að rotna og kolefni að losna,“ segir Pétur. „Tækifærin til að binda með skógrækt eru margvísleg. Stór láglendissvæði gætu verið tiltæk til ræktunar á alaskaösp sem bindur mikið kolefni hratt. Víða eru rýr svæði sem bændur nýta lítið og henta vel til lerki- og fururæktunar.“ Hann bendir einnig á að frjósöm svæði gætu verið afar góð lönd fyrir skógrækt. „Á frjósömum svæðum, einkum neðst í hlíðum inn til dala, eru skilyrði til ræktunar á sitkagreni sem er mjög gjöful tegund. Á svæðum sem friðuð væru fyrir beit mætti ráðast í stórtæk birkiskóggræðsluverkefni í anda Hekluskóga þar sem birki yrði gróðursett á blettum og látið dreifa sér sjálft og klæða landið birki á nokkrum áratugum,“ bætir Pétur við.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira