Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 19:47 Logi segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda vera "kvikk fix“. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði það slæm tíðindi að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Logi mætti í útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 þar sem hann sagði þessi tíðindi fyrirséð en þau þýða að ríkissjóður verður af 40 milljörðum króna í tekjur á hverju ári. Hann sagði augljóst að hagræði þurfi í rekstri ríkisins og að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi nefnt í því samhengi stofnanir ríkisins. Logi spurði hvaða stofnanir það væru? Er verið að tala um sjúkrahús eða skóla? „Þetta er hins vegar afleiðing þess að hagstjórnin hefur verið léleg. Það hefur ekki verið safnað í forðann,“ sagði Logi og nefndi í samhengi að tekjustofnar hefðu verið gefnir eftir markvisst síðustu ár. Hann sagði verkefni stjórnvalda að verja velferðina en sagði að nú væri ríkisstjórnin að breyta eigin fjármálastefnu. „Til að geta komist í afganginn. Þetta er „kvikk fix“,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar sagðist einnig hugsi um hvað muni gerast ef bjartsýnustu spár rætast ekki. „Hvað gerir ríkisstjórnin þá?“ Sindri Sindrason fréttaþulur spurði Loga hvort að loðnubrestur og fall WOW air hafi virkilega verið fyrirséð? Logi svaraði að það hefði ekki beint verið augljóst en þess vegna séu stjórnvöld með ríkisfjármálastefnu til langs tíma. Íslendingar lifa í landi þar sem eru árstíðir, ekki sé um að ræða náttúruvá, heldur séu þetta hlutir sem geta gerst í hagkerfi Íslendinga. Hefði Samfylkingin fengið að ráða hefði verið sett fjármálastefna sem hefði gert stjórnvöldum kleift að nýta hagstjórnina með sveiflujafnandi hætti. Þannig hefði mátt safna í forða með því að afla tekna hjá þeim sem eru vel bærir til að greiða. Samfylkingin hefði einnig lagt áherslu á að styrkja velferðarkerfið til að búa það undir mögru árin sem koma alltaf fyrr eða síðar á Íslandi. Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði það slæm tíðindi að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Logi mætti í útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 þar sem hann sagði þessi tíðindi fyrirséð en þau þýða að ríkissjóður verður af 40 milljörðum króna í tekjur á hverju ári. Hann sagði augljóst að hagræði þurfi í rekstri ríkisins og að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi nefnt í því samhengi stofnanir ríkisins. Logi spurði hvaða stofnanir það væru? Er verið að tala um sjúkrahús eða skóla? „Þetta er hins vegar afleiðing þess að hagstjórnin hefur verið léleg. Það hefur ekki verið safnað í forðann,“ sagði Logi og nefndi í samhengi að tekjustofnar hefðu verið gefnir eftir markvisst síðustu ár. Hann sagði verkefni stjórnvalda að verja velferðina en sagði að nú væri ríkisstjórnin að breyta eigin fjármálastefnu. „Til að geta komist í afganginn. Þetta er „kvikk fix“,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar sagðist einnig hugsi um hvað muni gerast ef bjartsýnustu spár rætast ekki. „Hvað gerir ríkisstjórnin þá?“ Sindri Sindrason fréttaþulur spurði Loga hvort að loðnubrestur og fall WOW air hafi virkilega verið fyrirséð? Logi svaraði að það hefði ekki beint verið augljóst en þess vegna séu stjórnvöld með ríkisfjármálastefnu til langs tíma. Íslendingar lifa í landi þar sem eru árstíðir, ekki sé um að ræða náttúruvá, heldur séu þetta hlutir sem geta gerst í hagkerfi Íslendinga. Hefði Samfylkingin fengið að ráða hefði verið sett fjármálastefna sem hefði gert stjórnvöldum kleift að nýta hagstjórnina með sveiflujafnandi hætti. Þannig hefði mátt safna í forða með því að afla tekna hjá þeim sem eru vel bærir til að greiða. Samfylkingin hefði einnig lagt áherslu á að styrkja velferðarkerfið til að búa það undir mögru árin sem koma alltaf fyrr eða síðar á Íslandi.
Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira