Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2019 10:27 Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. AP Yfirvöld í Nepal íhuga nú að breyta reglum um hverjir fái heimild til að klífa Everest, hæsta fjall heims. Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. Nokkrir þeirra sem hafa látið lífið í hlíðum fjallsins hafa gert það þar sem þeir hafa beðið í röð eftir að komast á tindinn. Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. „Það er kominn tími til að endurskoða gömlu reglurnar,“ segir þingmaðurinn Yagya Raj Sunuwar í samtali við New York Times. Langflestir sem hafa sótt leyfi til að klífa fjallið hafa til þessa fengið umsóknina samþykkta. Fjöldi tiltölulega óreyndra fjallgöngumanna, sem hafa sótt um leyfi til að komast á tindinn, hefur aukist að undanförnu og hefur það aukið á hættu fyrir alla fjallgöngumenn á staðnum. Fjölmargir fulltrúar nepalskra yfirvalda hafa lýst því yfir að verið sé að fara yfir stöðuna og að til skoðunar sé að umsækjendur verði að sýna fram á reynslu og læknisvottorð um að vera við góða heilsu áður en umsókn fáist samþykkt. Fjallgöngumenn þurfa nú að skila inn afriti af vegabréfi, stuttu æviágripi og heilsuvottorði sem kveði á um að þeir séu nægilega heilsuhraustir til að klífa fjallið. Fulltrúar yfirvalda hafa þó staðfest að ekki sé í öllum tilvikum hægt að sannreyna vottorðið. Erlendir fjallgöngumenn þurfa að greiða jafnvirði um 1,5 milljón króna til að fá leyfi til að klífa Everest. Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Yfirvöld í Nepal íhuga nú að breyta reglum um hverjir fái heimild til að klífa Everest, hæsta fjall heims. Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. Nokkrir þeirra sem hafa látið lífið í hlíðum fjallsins hafa gert það þar sem þeir hafa beðið í röð eftir að komast á tindinn. Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. „Það er kominn tími til að endurskoða gömlu reglurnar,“ segir þingmaðurinn Yagya Raj Sunuwar í samtali við New York Times. Langflestir sem hafa sótt leyfi til að klífa fjallið hafa til þessa fengið umsóknina samþykkta. Fjöldi tiltölulega óreyndra fjallgöngumanna, sem hafa sótt um leyfi til að komast á tindinn, hefur aukist að undanförnu og hefur það aukið á hættu fyrir alla fjallgöngumenn á staðnum. Fjölmargir fulltrúar nepalskra yfirvalda hafa lýst því yfir að verið sé að fara yfir stöðuna og að til skoðunar sé að umsækjendur verði að sýna fram á reynslu og læknisvottorð um að vera við góða heilsu áður en umsókn fáist samþykkt. Fjallgöngumenn þurfa nú að skila inn afriti af vegabréfi, stuttu æviágripi og heilsuvottorði sem kveði á um að þeir séu nægilega heilsuhraustir til að klífa fjallið. Fulltrúar yfirvalda hafa þó staðfest að ekki sé í öllum tilvikum hægt að sannreyna vottorðið. Erlendir fjallgöngumenn þurfa að greiða jafnvirði um 1,5 milljón króna til að fá leyfi til að klífa Everest.
Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52
Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09
Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent