Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2019 19:13 Skúli Mogensen í Hörpu fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur sakað Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu og höfund nýrrar bókar um fall WOW air, um að fara ítrekað með dylgjur um ósannindi um málefni flugfélagsins. Þá segir Skúli að frétt Stefáns Einars um WOW, sem birtist í Morgunblaðinu um miðjan september síðastliðinn og hafi innihaldið rangfærslur, hafi haft neikvæð áhrif á skuldabréfaútboð WOW og alla starfsemi félagsins. WOW fór í þrot í lok mars síðastliðinn. Skúli svarar orðum Stefáns Einars í færslu á Facebook. Þar segir Skúli að hann hafi ekki ætlað sér að tjá sig um skrif Stefáns Einars, en að hann geti ekki lengur orða bundist eftir orð sem hann lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Meint aðkoma Airbus Skúli rekur í færslunni sex atriði sem hann segir Stefán Einar hafa farið rangt með, meðal annars varðandi aðkomu Airbus að rekstri flugfélagsins á síðustu mánuðum og árum þess. Hann segir meðal annars það vera alfarið rangt að Ben Baldanza hafi komið í stjórn WOW air árið 2016 fyrir tilstuðlan eða þrýsting frá Airbus líkt og Stefán Einar heldur fram. Skúli segir það einnig vera alfarið rangt að hann eða aðrir í stjórn WOW hafi viljandi hundsað aðvörunarorð annara í flugheiminum og að helmingurinn af sex milljarða skuldabréfa útboði WOW air hafi verið skuldaleiðrétting eða skuldbreyting. „Þetta er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekkert komið fram sem styður þessa fullyrðingu Stefán Einars,“ segir Skúli.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur nýrrar bókar um fall WOW air.VísirFréttin hafði neikvæð áhrif á starfsemi WOW Skúli segir ennfremur að Stefán Einar hafi áður borið fram alvarlegar ásakanir og rangfærslur í garð WOW air sem hafi ekki átt við rök að styðjast. „Það er ástæðan fyrir því að ég hafði engan áhuga á að ræða við hann um félagið. Alvarlegast var þegar hann fullyrti að WOW air skuldaði Isavia 2 milljarða í stórri forsíðugrein sem Morgunblaðið birti 15. september 2018 þegar við vorum á loka metrunum við að klára umrætt skuldabréfaútboð. Núna liggja fyrir gögn sem sýna svo ekki verður um villst að skuld okkar við Isavia var nær einum milljarði á þessum tíma en ekki tveim milljörðum eins og Stefán Einar fullyrti. Þessi frétt og sú umræða sem skapaðist í framhaldinu hafði mjög neikvæð áhrif á skuldabréfaútboðið og starfsemi WOW air. Eins og ég hef ítrekað sagt skorast ég ekki undan ábyrgð minni í falli félagsins og klárlega vildi ég óska þess að við hefðum gert ýmislegt öðruvísi. Ég er sannfærður að það hefði verið hægt að bjarga WOW air og þeim miklu verðmætum sem þar lágu ekki síst fyrir þjóðarbúið og íslenska neytendur. Það líður vart sá klukkutími að ég hugsi ekki um WOW air, þann frábæra hóp starfsfólks sem gerði WOW að veruleika, farþega okkar og allt sem við vorum búin að byggja upp í sameiningu,“ segir í færslunni.Sjá má færslu Skúla í heild sinni að neðan. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30 Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur sakað Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu og höfund nýrrar bókar um fall WOW air, um að fara ítrekað með dylgjur um ósannindi um málefni flugfélagsins. Þá segir Skúli að frétt Stefáns Einars um WOW, sem birtist í Morgunblaðinu um miðjan september síðastliðinn og hafi innihaldið rangfærslur, hafi haft neikvæð áhrif á skuldabréfaútboð WOW og alla starfsemi félagsins. WOW fór í þrot í lok mars síðastliðinn. Skúli svarar orðum Stefáns Einars í færslu á Facebook. Þar segir Skúli að hann hafi ekki ætlað sér að tjá sig um skrif Stefáns Einars, en að hann geti ekki lengur orða bundist eftir orð sem hann lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Meint aðkoma Airbus Skúli rekur í færslunni sex atriði sem hann segir Stefán Einar hafa farið rangt með, meðal annars varðandi aðkomu Airbus að rekstri flugfélagsins á síðustu mánuðum og árum þess. Hann segir meðal annars það vera alfarið rangt að Ben Baldanza hafi komið í stjórn WOW air árið 2016 fyrir tilstuðlan eða þrýsting frá Airbus líkt og Stefán Einar heldur fram. Skúli segir það einnig vera alfarið rangt að hann eða aðrir í stjórn WOW hafi viljandi hundsað aðvörunarorð annara í flugheiminum og að helmingurinn af sex milljarða skuldabréfa útboði WOW air hafi verið skuldaleiðrétting eða skuldbreyting. „Þetta er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekkert komið fram sem styður þessa fullyrðingu Stefán Einars,“ segir Skúli.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur nýrrar bókar um fall WOW air.VísirFréttin hafði neikvæð áhrif á starfsemi WOW Skúli segir ennfremur að Stefán Einar hafi áður borið fram alvarlegar ásakanir og rangfærslur í garð WOW air sem hafi ekki átt við rök að styðjast. „Það er ástæðan fyrir því að ég hafði engan áhuga á að ræða við hann um félagið. Alvarlegast var þegar hann fullyrti að WOW air skuldaði Isavia 2 milljarða í stórri forsíðugrein sem Morgunblaðið birti 15. september 2018 þegar við vorum á loka metrunum við að klára umrætt skuldabréfaútboð. Núna liggja fyrir gögn sem sýna svo ekki verður um villst að skuld okkar við Isavia var nær einum milljarði á þessum tíma en ekki tveim milljörðum eins og Stefán Einar fullyrti. Þessi frétt og sú umræða sem skapaðist í framhaldinu hafði mjög neikvæð áhrif á skuldabréfaútboðið og starfsemi WOW air. Eins og ég hef ítrekað sagt skorast ég ekki undan ábyrgð minni í falli félagsins og klárlega vildi ég óska þess að við hefðum gert ýmislegt öðruvísi. Ég er sannfærður að það hefði verið hægt að bjarga WOW air og þeim miklu verðmætum sem þar lágu ekki síst fyrir þjóðarbúið og íslenska neytendur. Það líður vart sá klukkutími að ég hugsi ekki um WOW air, þann frábæra hóp starfsfólks sem gerði WOW að veruleika, farþega okkar og allt sem við vorum búin að byggja upp í sameiningu,“ segir í færslunni.Sjá má færslu Skúla í heild sinni að neðan.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30 Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53
Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30
Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45