Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Jóhann K. Jóhannsson og Andri Eysteinsson skrifa 9. júní 2019 12:15 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar birti í fyrradag færslu á samfélagsmiðlum, eftir fundfjárlaganefndar, breytingartillögur fjármálaráðherra á fjármálaáætlun, sem gerðar eru í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Þar sagði hann margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem boðað var í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. Í breytingartillögunum kemur fram að framlög til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða. Útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um 1,4 milljarða á sama tímabili, framhaldsskólar fá lækkun um 1,8 milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um 4,7 milljarða króna lækkun. Þá verða fjárframlög til löggæslu lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um 2,8 milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin.Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar var gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði málflutning Ágúst Ólafs ábyrgðarlausan. „Að tala um niðurskurð er rakalaus málflutningur og ég segi bara orðum fylgir ábyrgð. Ég skal alveg reyna að umbera það að menn séu í pólitík en að gefa þessi skilaboð út í samfélagið er bara býsna alvarlegt mál vegna þess að það er enginn niðurskurður,“ „Það er enginn í samfélaginu að fara finna fyrir neinum niðurskurði. Þvert á móti í grunnþjónustu eða innviða uppbyggingu inn á árið 2020 sem er grunnurinn að fjárlagavinnunni sem fer fram í haust. það er aukning til allra málefnasviða og og það breytist ekki neitt,“ sagði Willum.Stór pólítísk sprengja inn á þing Ágúst Ólafur var einnig gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og sagði hann Willum ekki geta hrakið neitt af því sem hann hefur lagt fram. „Átta milljarða króna högg á öryrkja, frá því sem var fyrihugað af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir tveimur mánuðum, það er stór pólitísk sprengja sem þið eruð að varpa inn á þingi á loka metrum þingins,“ sagði Ágúst Ólafur en Willum segir svo ekki vera og segir aukningu verða en hún verði hægari en áður var ákveðið. Kristján spurði Willum að lokum hvort boðskapur hans væri að það myndi enginn finna fyrir breytingum árið 2020, að öll fyrirheit um aukningu muni halda? „Já það er það sem tölurnar segja okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Fjárlaganefndar. Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Tengdar fréttir Björn Leví: „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu. 8. júní 2019 21:20 Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli fjármálaráðherra. 8. júní 2019 16:26 Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar birti í fyrradag færslu á samfélagsmiðlum, eftir fundfjárlaganefndar, breytingartillögur fjármálaráðherra á fjármálaáætlun, sem gerðar eru í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Þar sagði hann margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem boðað var í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. Í breytingartillögunum kemur fram að framlög til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða. Útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um 1,4 milljarða á sama tímabili, framhaldsskólar fá lækkun um 1,8 milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um 4,7 milljarða króna lækkun. Þá verða fjárframlög til löggæslu lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um 2,8 milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin.Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar var gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði málflutning Ágúst Ólafs ábyrgðarlausan. „Að tala um niðurskurð er rakalaus málflutningur og ég segi bara orðum fylgir ábyrgð. Ég skal alveg reyna að umbera það að menn séu í pólitík en að gefa þessi skilaboð út í samfélagið er bara býsna alvarlegt mál vegna þess að það er enginn niðurskurður,“ „Það er enginn í samfélaginu að fara finna fyrir neinum niðurskurði. Þvert á móti í grunnþjónustu eða innviða uppbyggingu inn á árið 2020 sem er grunnurinn að fjárlagavinnunni sem fer fram í haust. það er aukning til allra málefnasviða og og það breytist ekki neitt,“ sagði Willum.Stór pólítísk sprengja inn á þing Ágúst Ólafur var einnig gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og sagði hann Willum ekki geta hrakið neitt af því sem hann hefur lagt fram. „Átta milljarða króna högg á öryrkja, frá því sem var fyrihugað af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir tveimur mánuðum, það er stór pólitísk sprengja sem þið eruð að varpa inn á þingi á loka metrum þingins,“ sagði Ágúst Ólafur en Willum segir svo ekki vera og segir aukningu verða en hún verði hægari en áður var ákveðið. Kristján spurði Willum að lokum hvort boðskapur hans væri að það myndi enginn finna fyrir breytingum árið 2020, að öll fyrirheit um aukningu muni halda? „Já það er það sem tölurnar segja okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Fjárlaganefndar.
Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Tengdar fréttir Björn Leví: „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu. 8. júní 2019 21:20 Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli fjármálaráðherra. 8. júní 2019 16:26 Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Björn Leví: „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu. 8. júní 2019 21:20
Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli fjármálaráðherra. 8. júní 2019 16:26
Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15
Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45