Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 07:52 Frá Ísafirði sem stendur í Skutulsfirði en þar er að Naustahvilft að finna. Vísir/Egill Rétt fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir við Ísafjarðardjúpi kallaðar út vegna tveggja manna í sjálfheldu. Mennirnir voru í fjallgöngu og komust í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð austan megin í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Naustahvilft, sem er vinsæl gönguleið. Þó nokkurn tíma tók að staðsetja mennina sem höfðu orðið viðskila og voru í um það bil 700 metra hæð yfir sjávarmáli í miklu brattlendi. Þrír hópar björgunarsveitafólks lögðu af stað gangandi upp fjallið, aðstæður í fjallinu voru þannig að þar var snjór og klaki og erfitt að komast að þeim. Um tveimur tímum eftir að tilkynning barst komust björgunarsveitarmenn að öðrum manninum, komu honum til hjálpar niður fyrir kletta og úr sjálfheldu. Ekki sást til hins mannsins en hann var þó í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnunum. Klukkan þrjú í nótt hafði tekist að staðsetja hinn manninn sem var staddur töluvert ofarlega í gilinu þar sem erfitt var að komast til hans og engin augljós leið til að koma honum á öruggan hátt niður úr fjallinu. Var þá óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt því að skoðaðir voru möguleikar á að komast að honum ofan frá með því að fara upp fjallið hinum megin. Maðurinn sem fyrr í nótt hafði verið bjargað úr sjálfheldu neðar í Naustahvilftinni, var þá á leiðinni niður fjallið af sjálfsdáðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór frá Reykjavík klukkan 03:17 en maðurinn var kominn í þyrluna um klukkan 04:33 í nótt. Var hann að sögn Landhelgisgæslunnar hrakinn og kaldur en ósköp þakklátur að komast niður. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira
Rétt fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir við Ísafjarðardjúpi kallaðar út vegna tveggja manna í sjálfheldu. Mennirnir voru í fjallgöngu og komust í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð austan megin í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Naustahvilft, sem er vinsæl gönguleið. Þó nokkurn tíma tók að staðsetja mennina sem höfðu orðið viðskila og voru í um það bil 700 metra hæð yfir sjávarmáli í miklu brattlendi. Þrír hópar björgunarsveitafólks lögðu af stað gangandi upp fjallið, aðstæður í fjallinu voru þannig að þar var snjór og klaki og erfitt að komast að þeim. Um tveimur tímum eftir að tilkynning barst komust björgunarsveitarmenn að öðrum manninum, komu honum til hjálpar niður fyrir kletta og úr sjálfheldu. Ekki sást til hins mannsins en hann var þó í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnunum. Klukkan þrjú í nótt hafði tekist að staðsetja hinn manninn sem var staddur töluvert ofarlega í gilinu þar sem erfitt var að komast til hans og engin augljós leið til að koma honum á öruggan hátt niður úr fjallinu. Var þá óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt því að skoðaðir voru möguleikar á að komast að honum ofan frá með því að fara upp fjallið hinum megin. Maðurinn sem fyrr í nótt hafði verið bjargað úr sjálfheldu neðar í Naustahvilftinni, var þá á leiðinni niður fjallið af sjálfsdáðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór frá Reykjavík klukkan 03:17 en maðurinn var kominn í þyrluna um klukkan 04:33 í nótt. Var hann að sögn Landhelgisgæslunnar hrakinn og kaldur en ósköp þakklátur að komast niður.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira