Nokkrir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál í morgun.
Samkvæmt heimildum fréttastofu er um mikið magn fíkniefna að ræða.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið og sagði að tilkynningu væri að vænta frá embættinu.
Nokkrir handteknir í aðgerðum lögreglu í morgun
Jóhann K. Jóhannsson skrifar
