Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stjórn hans hafi náð samkomulagi við Mexíkóstjórn um innflytjendamál og því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum.
Trump hafði hótað fimm prósent hækkun tolla á vörur frá Mexíkó nema stjórnvöld þar gripu til aðgerða til að stöðva för innflytjenda í gegnum landið til Bandaríkjanna.
Í tísti á Twitter í morgun sagði Trump að náðst hefði samkomulag um að Mexíkóstjórn myndi minnka verulega eða jafnvel útiloka för fólks frá löndunum sunnan Mexíkós, í gegnum landið til Bandaríkjanna.
Tollarnir áttu að taka gildi 10. júní og ná til allra mexíkóskra var sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Í fyrstu umferð yrði 5% tollur lagður á mexíkóskar vörur en hann yrði síðan hækkaður þar sem mexíkósk stjórnvöld gæfu eftir Trump.

