Handbolti

„Upplifun sem maður gleymir ekki“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson segist seint gleyma því hvernig það var að vinna sænska meistaratitilinn, en lið hans Sävehof varð nokkuð óvænt Svíþjóðarmeistari í vor.

„Þetta gerðist bara svona með hverjum leik. Við ákváðum að fara inn í úrslitakeppnina með fullt sjálfstraust og sjá hvað við myndum gera,“ sagði Ágúst Elí við Arnar Björnsson á æfingu íslenska landsliðsins.

„Þegar við unnum fyrsta leikinn á móti Malmö þá vissum við að við gætum gert einhverja hluti, en við vissum kannski ekki að við myndum taka keppnina.“

„Þetta er upplifun sem maður gleymir kannski ekki.“

Ágúst verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á næstu dögum en framundan eru leikir við Grikkland og Tyrkland í undankeppni EM 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×