Forseti borgarstjórnar vill bjórkæli í búðina Ari Brynjólfsson skrifar 6. júní 2019 07:15 Dóra Björt Guðjónsdóttir, hér fyrir miðri mynd, er forseti borgarstjórnar. fréttablaðið/anton brink Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, skorar á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að setja aftur kæla í Vínbúðina í Austurstræti. Kælirinn var fjarlægður árið 2007 að ósk Vilhjálms Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra. Líkt og greint var frá í gær var tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um að afnema einokunarverslun ríkisins ekki afgreidd og var hún í kjölfar tillögu borgarstjóra send til umsagnar. „Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“ segir Dóra Björt. „Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“ Sigrún Ósk Sig urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir núverandi húsnæði ekki bjóða upp á stóran kæli sem hægt væri að ganga inn í. Í dag sé aðeins að finna kæliskáp í versluninni í Kringlunni. Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig þar sem ekki hefði borist formlegt erindi. Fram kemur í nýrri könnun Maskínu að aldrei hafi jafn margir Íslendingar verið hlynntir sölu áfengis í einkareknum verslunum, 44 prósent eru því hlynnt en 40 prósent á móti. „Við þurfum að láta af þessari forræðishyggju og átta okkur á því að Íslendingar eru orðnir frjálslyndari og afslappaðri, því vil ég skora á ÁTVR að setja inn aftur kælana í Vínbúðina í Austurstræti. Þannig getur fólk á þessu svæði notið áfengis með litlum fyrirvara, frekar en að þurfa að fara inn á bari og kaupa áfengi dýrum dómum eða drekka hlandvolgan bjór.“ Dóra Björt studdi tillöguna sjálf, það gerðu einnig aðrir Píratar, borgarfulltrúar Viðreisnar og tveir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örn Þórðarson, var á móti. Málið mætti einnig andstöðu hjá öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Flokki fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Dóra Björt segir það skjóta skökku við að Sjálfstæðismenn séu að setja þetta mál á dagskrá í borgarstjórn þegar þeir séu í ríkisstjórn. „Ég skil ekki alveg þennan skyndilega ákafa Sjálfstæðismanna í þessu máli þó ég styðji það. Þetta er flokkur sem hefur verið við völd á þingi í áratugi en samt hefur málið aldrei farið í aðra umræðu á þinginu,“ segir forseti borgarstjórnar. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, skorar á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að setja aftur kæla í Vínbúðina í Austurstræti. Kælirinn var fjarlægður árið 2007 að ósk Vilhjálms Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra. Líkt og greint var frá í gær var tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um að afnema einokunarverslun ríkisins ekki afgreidd og var hún í kjölfar tillögu borgarstjóra send til umsagnar. „Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“ segir Dóra Björt. „Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“ Sigrún Ósk Sig urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir núverandi húsnæði ekki bjóða upp á stóran kæli sem hægt væri að ganga inn í. Í dag sé aðeins að finna kæliskáp í versluninni í Kringlunni. Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig þar sem ekki hefði borist formlegt erindi. Fram kemur í nýrri könnun Maskínu að aldrei hafi jafn margir Íslendingar verið hlynntir sölu áfengis í einkareknum verslunum, 44 prósent eru því hlynnt en 40 prósent á móti. „Við þurfum að láta af þessari forræðishyggju og átta okkur á því að Íslendingar eru orðnir frjálslyndari og afslappaðri, því vil ég skora á ÁTVR að setja inn aftur kælana í Vínbúðina í Austurstræti. Þannig getur fólk á þessu svæði notið áfengis með litlum fyrirvara, frekar en að þurfa að fara inn á bari og kaupa áfengi dýrum dómum eða drekka hlandvolgan bjór.“ Dóra Björt studdi tillöguna sjálf, það gerðu einnig aðrir Píratar, borgarfulltrúar Viðreisnar og tveir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örn Þórðarson, var á móti. Málið mætti einnig andstöðu hjá öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Flokki fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Dóra Björt segir það skjóta skökku við að Sjálfstæðismenn séu að setja þetta mál á dagskrá í borgarstjórn þegar þeir séu í ríkisstjórn. „Ég skil ekki alveg þennan skyndilega ákafa Sjálfstæðismanna í þessu máli þó ég styðji það. Þetta er flokkur sem hefur verið við völd á þingi í áratugi en samt hefur málið aldrei farið í aðra umræðu á þinginu,“ segir forseti borgarstjórnar.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira