Af hverju ekki? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:00 Of margir stjórnmálamenn hér á landi lifa í þeim misskilningi að það sé sérstakt hlutverk þeirra að hafa gætur á almenningi og setja honum alls kyns skorður. Þessi hópur stjórnmálamanna hefur takmarkaða trú á skynsemi almennings en því meiri trú á öllum mögulegum höftum. Dæmi um þetta er viðhorf þessa hóps til sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en forsjárhyggju-stjórnmálamennirnir mega ekki til þess hugsa að sú sjálfsagða þjónusta standi landsmönnum til boða. Í huganum sjá þeir þjóðina afvelta á fylliríi og æsku landsins farna í hundana. Hafa landsmenn ekki heyrt þetta áður? Ójú, það hafa þeir, því þetta er alveg sama svartnættisrausið sem var endurtekið í tíma og ótíma þegar umræðan um að leyfa bjórsölu hér á landi stóð sem hæst. Æskan átti að leiðast á glapstigu við það eitt að aðgangur að bjór yrði gerður auðveldur, vinnustundir áttu að glatast vegna dagdrykkju hins vinnandi manns og helgarfylliríin áttu að verða enn ógnvænlegri en áður. Ekkert af þessu gekk eftir. Það er hvimleitt þegar því er haldið að íslenskri þjóð að hún sé allt annarrar gerðar en aðrar þjóðir og það sem tíðkist erlendis geti engan veginn hentað hér. Rökin eru aldrei skýr, það eina sem er fullljóst er að einstaklingum er ekki treyst og því þurfi valdið að koma að ofan. Þannig er jafnvel talið stórhættulegt hér á landi að fólk geti keypt sér rauðvínsflösku í sömu verslun og það kaupir kótiletturnar eða mjólkina. Þetta gera Íslendingar þó í utanlandsferðum og þykir ósköp þægilegt. Ekki nema von að sífellt fleiri landsmenn spyrji af hverju þeir geti ekki gert þetta sama hér á landi. Nýleg könnun Maskínu sýnir að fleiri eru hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum en andvíg. Aldrei hafa fleiri verið hlynnt sölu á bjór í matvöruverslunum en einmitt nú. Munurinn er svo sem ekki ýkja mikill. Rúmlega 44 prósent eru hlynnt sölu léttvíns í matvöruverslunum og um 42 prósent andvíg. Um 45 prósent eru hlynnt sölu á bjór og 41 prósent er andvígt. Stórum hópi landsmanna finnst greinilega kominn tími til að hafna forsjárhyggju-hugsuninni sem hér hefur verið við lýði í þessum málum í alltof langan tíma. Andstæðingar þess að heimilt verði að selja vín og bjór í almennum verslunum hafa óspart vísað til þess að vilji þjóðarinnar sé skýr, hún vilji hafa þessi höft. Þessi nýja skoðanakönnun sýnir að vilji þjóðarinnar er nokkur annar en andstæðingarnir hafa talið hann vera. Könnunin sýnir líka að yngra fólk er líklegra en þeir sem eru sextugir og eldri til að vera fylgjandi því að bjór og léttvín verði til sölu í matvöruverslunum. Þetta unga fólk vill búa í opnu þjóðfélagi, án hafta, og kemur vitanlega ekki auga á rökin fyrir því að geta ekki gripið með sér rauðvínsflösku eða bjórkippu um leið og það kaupir í matinn. Slíkt frelsi býður engri hættu heim. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn vippi sér yfir í nútímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Of margir stjórnmálamenn hér á landi lifa í þeim misskilningi að það sé sérstakt hlutverk þeirra að hafa gætur á almenningi og setja honum alls kyns skorður. Þessi hópur stjórnmálamanna hefur takmarkaða trú á skynsemi almennings en því meiri trú á öllum mögulegum höftum. Dæmi um þetta er viðhorf þessa hóps til sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en forsjárhyggju-stjórnmálamennirnir mega ekki til þess hugsa að sú sjálfsagða þjónusta standi landsmönnum til boða. Í huganum sjá þeir þjóðina afvelta á fylliríi og æsku landsins farna í hundana. Hafa landsmenn ekki heyrt þetta áður? Ójú, það hafa þeir, því þetta er alveg sama svartnættisrausið sem var endurtekið í tíma og ótíma þegar umræðan um að leyfa bjórsölu hér á landi stóð sem hæst. Æskan átti að leiðast á glapstigu við það eitt að aðgangur að bjór yrði gerður auðveldur, vinnustundir áttu að glatast vegna dagdrykkju hins vinnandi manns og helgarfylliríin áttu að verða enn ógnvænlegri en áður. Ekkert af þessu gekk eftir. Það er hvimleitt þegar því er haldið að íslenskri þjóð að hún sé allt annarrar gerðar en aðrar þjóðir og það sem tíðkist erlendis geti engan veginn hentað hér. Rökin eru aldrei skýr, það eina sem er fullljóst er að einstaklingum er ekki treyst og því þurfi valdið að koma að ofan. Þannig er jafnvel talið stórhættulegt hér á landi að fólk geti keypt sér rauðvínsflösku í sömu verslun og það kaupir kótiletturnar eða mjólkina. Þetta gera Íslendingar þó í utanlandsferðum og þykir ósköp þægilegt. Ekki nema von að sífellt fleiri landsmenn spyrji af hverju þeir geti ekki gert þetta sama hér á landi. Nýleg könnun Maskínu sýnir að fleiri eru hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum en andvíg. Aldrei hafa fleiri verið hlynnt sölu á bjór í matvöruverslunum en einmitt nú. Munurinn er svo sem ekki ýkja mikill. Rúmlega 44 prósent eru hlynnt sölu léttvíns í matvöruverslunum og um 42 prósent andvíg. Um 45 prósent eru hlynnt sölu á bjór og 41 prósent er andvígt. Stórum hópi landsmanna finnst greinilega kominn tími til að hafna forsjárhyggju-hugsuninni sem hér hefur verið við lýði í þessum málum í alltof langan tíma. Andstæðingar þess að heimilt verði að selja vín og bjór í almennum verslunum hafa óspart vísað til þess að vilji þjóðarinnar sé skýr, hún vilji hafa þessi höft. Þessi nýja skoðanakönnun sýnir að vilji þjóðarinnar er nokkur annar en andstæðingarnir hafa talið hann vera. Könnunin sýnir líka að yngra fólk er líklegra en þeir sem eru sextugir og eldri til að vera fylgjandi því að bjór og léttvín verði til sölu í matvöruverslunum. Þetta unga fólk vill búa í opnu þjóðfélagi, án hafta, og kemur vitanlega ekki auga á rökin fyrir því að geta ekki gripið með sér rauðvínsflösku eða bjórkippu um leið og það kaupir í matinn. Slíkt frelsi býður engri hættu heim. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn vippi sér yfir í nútímann.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun