Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 6. júní 2019 00:01 Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/getty Mette Frederiksen, leiðtogi danskra Jafnaðarmanna, stærsta flokksins að loknum þingkosningum í Danmörku í gær boðar minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og gott samstarf við aðra þingflokka. Mette hefur haldið þessu statt og stöðugt fram í kosningabaráttunni. Mette stendur með pálmann í höndunum að loknum kosningum en Jafnaðarmenn hlutu 25,9% atkvæða og tryggðu sér 48 þingsæti. „Kæru þið, kæru sósíaldemókratar en fyrst og fremst kæru Danir […] þið hafið beðið um nýjan meirihluta. Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“. Þetta sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku flokksins þegar það lá ljóst fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn væri stærstur flokka. Útlit er fyrir að Mette verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi. „Ég er ótrúlega stolt af þessari kosningabaráttu sem er nú að baki. Við höfum talað fyrir okkar baráttumálum og ekki einblínt á pólitík annarra flokka,“ sagði Mette.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ ræðunni sagði hún að Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði hringt í sig í kvöld og viðurkennt ósigur bláu blokkarinnar. Lars tilkynnti henni að hann myndi halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína en í ræðu sinni í Kristjánsborgarhöll í kvöld sagðist hann þrátt fyrir allt vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðju með hann sjálfan áfram í broddi fylkingar. Þrátt fyrir að Mette hefði þakkað Lars fyrir framlag hans og þjónustu við almenning í ræðu sinni er það á hreinu að hann fær ekki ráðherrastól hjá henni. „Ég vil fá hreina S-[ósíalista] ríkisstjórn þar sem við vinnum með öllum og leitumst eftir því að ná breiðri samstöðu.“ Lars sagði fyrr í kvöld að þrátt fyrir að hans flokkur, Venstre, hefði hlotið ágætis kosningu þá mætti lesa það af niðurstöðum kosninganna að ákveðin valdatilfærsla hefði orðið frá hægri til vinstri en bláa blokkinn endaði með 75 þingsæti en sú rauða 91 þingsæti. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem guldu afhroð. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Mette Frederiksen, leiðtogi danskra Jafnaðarmanna, stærsta flokksins að loknum þingkosningum í Danmörku í gær boðar minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og gott samstarf við aðra þingflokka. Mette hefur haldið þessu statt og stöðugt fram í kosningabaráttunni. Mette stendur með pálmann í höndunum að loknum kosningum en Jafnaðarmenn hlutu 25,9% atkvæða og tryggðu sér 48 þingsæti. „Kæru þið, kæru sósíaldemókratar en fyrst og fremst kæru Danir […] þið hafið beðið um nýjan meirihluta. Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“. Þetta sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku flokksins þegar það lá ljóst fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn væri stærstur flokka. Útlit er fyrir að Mette verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi. „Ég er ótrúlega stolt af þessari kosningabaráttu sem er nú að baki. Við höfum talað fyrir okkar baráttumálum og ekki einblínt á pólitík annarra flokka,“ sagði Mette.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ ræðunni sagði hún að Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði hringt í sig í kvöld og viðurkennt ósigur bláu blokkarinnar. Lars tilkynnti henni að hann myndi halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína en í ræðu sinni í Kristjánsborgarhöll í kvöld sagðist hann þrátt fyrir allt vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðju með hann sjálfan áfram í broddi fylkingar. Þrátt fyrir að Mette hefði þakkað Lars fyrir framlag hans og þjónustu við almenning í ræðu sinni er það á hreinu að hann fær ekki ráðherrastól hjá henni. „Ég vil fá hreina S-[ósíalista] ríkisstjórn þar sem við vinnum með öllum og leitumst eftir því að ná breiðri samstöðu.“ Lars sagði fyrr í kvöld að þrátt fyrir að hans flokkur, Venstre, hefði hlotið ágætis kosningu þá mætti lesa það af niðurstöðum kosninganna að ákveðin valdatilfærsla hefði orðið frá hægri til vinstri en bláa blokkinn endaði með 75 þingsæti en sú rauða 91 þingsæti. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem guldu afhroð. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20
Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35
Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23