Til að mynda tekur það allt að sextán klukkustundir að ferðast með Singapore Airlines frá Seattle til Singapúr.
Í þessum flugum þarf áhöfnin eðlilega að hvíla sig og greinir Captain Joe á YouTube frá svefnaðstæðum í flugvélum þar sem meðlimir áhafnarinnar geta lagt sig.
Um er að ræða rými þar sem nokkrar kojur eru og því getur starfsfólkið sofið í nokkrar klukkustundir.
Hér að neðan má sjá yfirferð Captain Joe en þar fær hann að skoða allar aðstæður fyrir áhafnirnar í Airbus 380, Boeing 787 og fleiri flugvélategundum.