Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júní 2019 06:15 Hlutabréf í Marel hafa hækkað um 55 prósent frá áramótum. Fréttablaðið/EPA Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. Virði eignarhlutarins hefur rokið upp á undanförnum mánuðum, enda hefur hlutabréfaverð í Marel hækkað um 57 prósent frá áramótum, en hluturinn var metinn á alls 30,6 milljarða króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok síðasta árs. Á þeim tíma nam eignarhlutur sjóðsins ríflega fjórum prósentum af heildareignum hans en ljóst er að hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðan þá. Ekki liggur fyrir hverjar heildareignir lífeyrissjóðsins eru nú en miðað við eignastöðu hans í lok síðasta árs – um 714 milljarðar króna – gæti hluturinn í Marel numið um sjö prósentum af heildareignunum. Þá var samanlagður eignarhlutur sjóðsins í félaginu tæplega 29 prósent af innlendri hlutabréfaeign hans í lok síðasta árs. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafinn í Marel með tæplega tíu prósenta hlut en hluturinn var metinn á 25,1 milljarð króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok ársins. Sjóðurinn heldur jafnframt á 11,2 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marel, og var virði þess hlutar tæplega 5,5 milljarðar króna í bókum hans í árslok 2018. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóðsins í Marel, beint og óbeint, var þannig metinn á 30,6 milljarða króna í lok síðasta árs. Til samanburðar voru heildareignir sjóðsins á sama tíma 714 milljarðar króna og innlend hlutabréfaeign hans alls 107 milljarðar króna. Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel er langsamlega stærsta innlenda hlutabréfaeign sjóðsins en í lok síðasta árs var 13,2 prósenta hlutur hans í HB Granda, 8,1 milljarður króna að virði, næststærsta innlenda hlutabréfaeign hans og 14,5 prósenta hlutur í Reitum, upp á 7,5 milljarða króna, sú þriðja stærsta. Á meðan innlendir verðbréfasjóðir og margir lífeyrissjóðir hafa minnkað við sig í Marel á undanförnum mánuðum, samhliða auknum umsvifum erlendra fjárfesta í hluthafahópi félagsins, hefur eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna haldist nær óbreyttur frá áramótum. Marel er langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni og nemur markaðsvirði þess um 394 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Markaðir Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. Virði eignarhlutarins hefur rokið upp á undanförnum mánuðum, enda hefur hlutabréfaverð í Marel hækkað um 57 prósent frá áramótum, en hluturinn var metinn á alls 30,6 milljarða króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok síðasta árs. Á þeim tíma nam eignarhlutur sjóðsins ríflega fjórum prósentum af heildareignum hans en ljóst er að hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðan þá. Ekki liggur fyrir hverjar heildareignir lífeyrissjóðsins eru nú en miðað við eignastöðu hans í lok síðasta árs – um 714 milljarðar króna – gæti hluturinn í Marel numið um sjö prósentum af heildareignunum. Þá var samanlagður eignarhlutur sjóðsins í félaginu tæplega 29 prósent af innlendri hlutabréfaeign hans í lok síðasta árs. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafinn í Marel með tæplega tíu prósenta hlut en hluturinn var metinn á 25,1 milljarð króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok ársins. Sjóðurinn heldur jafnframt á 11,2 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marel, og var virði þess hlutar tæplega 5,5 milljarðar króna í bókum hans í árslok 2018. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóðsins í Marel, beint og óbeint, var þannig metinn á 30,6 milljarða króna í lok síðasta árs. Til samanburðar voru heildareignir sjóðsins á sama tíma 714 milljarðar króna og innlend hlutabréfaeign hans alls 107 milljarðar króna. Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel er langsamlega stærsta innlenda hlutabréfaeign sjóðsins en í lok síðasta árs var 13,2 prósenta hlutur hans í HB Granda, 8,1 milljarður króna að virði, næststærsta innlenda hlutabréfaeign hans og 14,5 prósenta hlutur í Reitum, upp á 7,5 milljarða króna, sú þriðja stærsta. Á meðan innlendir verðbréfasjóðir og margir lífeyrissjóðir hafa minnkað við sig í Marel á undanförnum mánuðum, samhliða auknum umsvifum erlendra fjárfesta í hluthafahópi félagsins, hefur eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna haldist nær óbreyttur frá áramótum. Marel er langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni og nemur markaðsvirði þess um 394 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Markaðir Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent