Ísafjarðarbær þarfnast ekki fleiri vina í bili Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:00 Ísafjarðarbær fékk innilega vinarbeiðni frá Póllandi á dögunum en ræður ekki við fleiri vini í bili að mati bæjarráðs. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjóri pólska smábæjarins Ustrzyki Dolne situr eftir með sárt ennið eftir að hafa óskað formlega eftir vinabæjarsamstarfi við Ísafjarðarbæ. Erindi bæjarstjórans, Bartosz Romowicz, sem og litrík og skemmtileg kynning á bæ hans var tekin fyrir á fundi bæjarráðs á mánudaginn var. Í bréfi Romowicz bæjarstjóra er óskað eftir að Ísafjarðarbær skoði hvort vilji sé fyrir því að koma á vinabæjarsamstarfi milli sveitarfélaganna tveggja. Ustrzyki Dolne er að sögn bæjarstjórans 17 þúsund manna bær í gríðarfallegu fjallaumhverfi í suðausturhluta Póllands. Bærinn er sagður hafa mikla möguleika, töluverð uppbygging hafi átt sér stað þar en bærinn sé í leit að auknum tækifærum með alþjóðlegu samstarfi. Í bréfhausnum vitnar Romowicz bæjarstjóri meira að segja í höfund Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling: „Peaceful cooperation is the key to success,“ sem myndi útleggjast sem „Friðsælt samstarf er lykillinn að velgengni.“ Í bréfinu telur Romowicz bæjarstjóri upp hina ýmsu kosti Ustrzyki Dolne, hverju Ísafjarðarbær megi búast við í samstarfinu og til hvers verði ætlast af þeim í staðinn. Erindi þessu fylgdi sömuleiðis efnismikill kynningarbæklingur um allt það helsta sem finna má í pólska bænum. Allt frá áhugaverðum kennileitum og afþreyingu sem í boði er, veitingastaði og gistingu. Romowicz bæjarstjóri verður seint sakaður um að taka skortstöðu gagnvart bæ sínum ef marka má lýsingarnar. „Einstakt landslagið, nálægðin við náttúruna, kyrrðin og gnægð ósnortinnar náttúru ætti að laða að alla þá sem leita frelsis og afslöppunar. Á veturnar leitar vetraríþróttafólk í fullkomnar aðstæður hér og fyrsta flokks aðstöðu.“ Bæjarráð þakkar Romowicz bæjarstjóra gott boð í bókun á fundinum en svo er að skilja að Ísafjarðarbær hafi ekki pláss fyrir fleiri vini að sinni. „Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum. Bæjarráð hafnar því beiðni að sinni um vinabæjarsamstarf við Ustrzyki Dolne Commune,“ segir í afgreiðslu bæjarráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bæjarstjóri pólska smábæjarins Ustrzyki Dolne situr eftir með sárt ennið eftir að hafa óskað formlega eftir vinabæjarsamstarfi við Ísafjarðarbæ. Erindi bæjarstjórans, Bartosz Romowicz, sem og litrík og skemmtileg kynning á bæ hans var tekin fyrir á fundi bæjarráðs á mánudaginn var. Í bréfi Romowicz bæjarstjóra er óskað eftir að Ísafjarðarbær skoði hvort vilji sé fyrir því að koma á vinabæjarsamstarfi milli sveitarfélaganna tveggja. Ustrzyki Dolne er að sögn bæjarstjórans 17 þúsund manna bær í gríðarfallegu fjallaumhverfi í suðausturhluta Póllands. Bærinn er sagður hafa mikla möguleika, töluverð uppbygging hafi átt sér stað þar en bærinn sé í leit að auknum tækifærum með alþjóðlegu samstarfi. Í bréfhausnum vitnar Romowicz bæjarstjóri meira að segja í höfund Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling: „Peaceful cooperation is the key to success,“ sem myndi útleggjast sem „Friðsælt samstarf er lykillinn að velgengni.“ Í bréfinu telur Romowicz bæjarstjóri upp hina ýmsu kosti Ustrzyki Dolne, hverju Ísafjarðarbær megi búast við í samstarfinu og til hvers verði ætlast af þeim í staðinn. Erindi þessu fylgdi sömuleiðis efnismikill kynningarbæklingur um allt það helsta sem finna má í pólska bænum. Allt frá áhugaverðum kennileitum og afþreyingu sem í boði er, veitingastaði og gistingu. Romowicz bæjarstjóri verður seint sakaður um að taka skortstöðu gagnvart bæ sínum ef marka má lýsingarnar. „Einstakt landslagið, nálægðin við náttúruna, kyrrðin og gnægð ósnortinnar náttúru ætti að laða að alla þá sem leita frelsis og afslöppunar. Á veturnar leitar vetraríþróttafólk í fullkomnar aðstæður hér og fyrsta flokks aðstöðu.“ Bæjarráð þakkar Romowicz bæjarstjóra gott boð í bókun á fundinum en svo er að skilja að Ísafjarðarbær hafi ekki pláss fyrir fleiri vini að sinni. „Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum. Bæjarráð hafnar því beiðni að sinni um vinabæjarsamstarf við Ustrzyki Dolne Commune,“ segir í afgreiðslu bæjarráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?