O Fortuna spilað þegar Bára eyddi upptökunum Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 21:41 Bára á Gauknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Báramótabrennan“ fór fram í kvöld á Gauknum en þar eyddi Bára Halldórsdóttir hinum frægu Klaustursupptökum. Báru var gert að eyða upptökunum eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið lög um persónuvernd með upptökunni. Viðburðurinn hófst klukkan 21 í kvöld og var þétt dagskrá. Lögfræðingar Báru sáu um að skrásetja viðburðinn og flutti Halldór Auðar Svansson, fyrrum borgarfulltrúi, opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. „Þetta snýst ekki bara um Báru á móti Miðflokksmönnum eða bara Miðflokksmenn eða Báru, sagan er hið stóra samhengi,“ sagði Halldór Auðar í ávarpi sínu. Hann bað gesti að hafa í huga hver saga upptakanna væri. Valdir kaflar upptökunnar voru kvaddir sérstaklega áður en þeim var eytt með viðhöfn. Fólki var svo frjálst að grípa í míkrófóninn og segja eitthvað uppbyggilegt og voru gestir hvattir til þess að vera „meira sexý enn í fyrra“ sem er tilvísun í orð Bergþórs Ólasonar sem heyrðust á upptökunni.Bára ávarpaði viðstadda.Vísir/VilhelmLoks steig Bára sjálf á svið ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, lögmanni sínum, og Margréti Erlu Maack þar sem hún eyddi upptökunum á meðan lagið O Fortuna var spilað en viðburðinum var streymt í beinni á Facebook. „Ég tek ábyrgð, hvað með þau?“ skrifaði Bára við streymið. Frítt var inn á viðburðinn og voru „óminnismjöður“ og „samviskuskot“ á tilboði. Þá bar kokteill kvöldsins hið skemmtilega nafn „Blackout36“. Menning Næturlíf Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
„Báramótabrennan“ fór fram í kvöld á Gauknum en þar eyddi Bára Halldórsdóttir hinum frægu Klaustursupptökum. Báru var gert að eyða upptökunum eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið lög um persónuvernd með upptökunni. Viðburðurinn hófst klukkan 21 í kvöld og var þétt dagskrá. Lögfræðingar Báru sáu um að skrásetja viðburðinn og flutti Halldór Auðar Svansson, fyrrum borgarfulltrúi, opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. „Þetta snýst ekki bara um Báru á móti Miðflokksmönnum eða bara Miðflokksmenn eða Báru, sagan er hið stóra samhengi,“ sagði Halldór Auðar í ávarpi sínu. Hann bað gesti að hafa í huga hver saga upptakanna væri. Valdir kaflar upptökunnar voru kvaddir sérstaklega áður en þeim var eytt með viðhöfn. Fólki var svo frjálst að grípa í míkrófóninn og segja eitthvað uppbyggilegt og voru gestir hvattir til þess að vera „meira sexý enn í fyrra“ sem er tilvísun í orð Bergþórs Ólasonar sem heyrðust á upptökunni.Bára ávarpaði viðstadda.Vísir/VilhelmLoks steig Bára sjálf á svið ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, lögmanni sínum, og Margréti Erlu Maack þar sem hún eyddi upptökunum á meðan lagið O Fortuna var spilað en viðburðinum var streymt í beinni á Facebook. „Ég tek ábyrgð, hvað með þau?“ skrifaði Bára við streymið. Frítt var inn á viðburðinn og voru „óminnismjöður“ og „samviskuskot“ á tilboði. Þá bar kokteill kvöldsins hið skemmtilega nafn „Blackout36“.
Menning Næturlíf Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59
Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13