Fjölmennustu mótmæli í Prag eftir fall kommúnismans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2019 19:05 Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, er sakaður um fjárdrátt og afsagnar hans krafist. getty/Thierry Monasse Tugir þúsunda mótmælenda eru saman komnir í Prag, höfuðborg Tékklands, til að krefjast afsagnar Andrej Babis, forsætisráðherra landsins, sem hefur verið sakaður um draga sér fé úr styrkjum frá Evrópusambandinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Skipuleggjendur mótmælanna segja að hátt í 120 þúsund manns hafi verið við mótmælin í dag sem gerir þau fjölmennustu mótmæli landsins síðan kommúnismi var afnuminn í Flauelsbyltingunni (e. Velvet Revolution) árið 1989. Babis hefur neitað sök og hefur talað mikið gegn drögum að skýrslu Evrópusambandsins, þar sem krafist er að milljónir evra verði endurgoldnar vegna málsins.Forsætisráðherra eða glæparáðherra? „Million moments for democracy“ hópurinn hefur skipulagt mótmæli í hverri viku síðan í lok apríl og mættu 50 þúsund manns á mótmælin fyrir tveimur vikum síðan á Wenceslas torginu í Prag.Organisers of today's @milionchvilek demo against @AndrejBabis said it would be the biggest since 89. They seem to have succeeded. Wenceslas Square completely full down to Mustek, which I can't remember seeing in 26 yrs living here. pic.twitter.com/MVH5divWHF— Rob Cameron (@BBCRobC) June 4, 2019 Skipuleggjendur segja að fjöldi einstaklinga hafi tvöfaldast á mótmælunum í dag, sem gerir mótmælin þau fjölmennustu í 30 ár. Mótmælendur héldu uppi myndum af Babis með áletruninni „segðu af þér“ og voru mótmælendur ávarpaðir af sviði þar sem búið var að koma upp baktjaldi sem á stóð „forsætisráðherra eða glæparáðherra?“ (e. Prime minister or crime minister?)Eignamikill kommúnisti Andrej Babis er næst ríkasti einstaklingurinn í Tékklandi og fyrrverandi kommúnisti. Hann var kjörinn forsætisráðherra árið 2017 þegar hann var í framboði fyrir popúlistaflokkinn ANO (Já) þegar kosningabarátta þeirra snerist um upprætingu spillingar og efasemdir við Evrópusambandinu. Flokkurinn myndaði minnihlutastjórn með vinstriflokki Sósíal demókrata. Þrátt fyrir tilraunir til að sveipa hulunni af Babis, vann flokkur hans, ANO, Evrópuþingskosningarnar í síðasta mánuði, með 21,2% atkvæða. Í apríl lagði lögregla landsins til að Babis yrði ákærður fyrir fjárdrátt úr styrkjum Evrópusambandsins, en hann hefur neitað þeim ásökunum. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér og tók Marie Benesova við en hún hefur einnig verið skotmark mótmælenda. Drögum að skýrslu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins var lekið á föstudaginn var sem dró þá ályktun að Babis ætti að endurborga milljónir evra til Evrópusambandsins. Babis millifærði eignir Agrofert samsteypu sinnar á tvo bankareikninga tveimur mánuðum áður en hann komst til valda árið 2017. Samsteypan hefur hagsmuni í matarframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Í skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar kemur fram að Babis fái enn arð frá samsteypunni vegna þess að hann er eini reikningseigandi bankareikninganna tveggja en einnig kom fram að hann ætti að borga Evrópusambandinu féð sem hann dró að sér til baka. Áætlað er að fjárhæðin sem Babis þarf að borga til baka nemi 2,5 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Tugir þúsunda mótmælenda eru saman komnir í Prag, höfuðborg Tékklands, til að krefjast afsagnar Andrej Babis, forsætisráðherra landsins, sem hefur verið sakaður um draga sér fé úr styrkjum frá Evrópusambandinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Skipuleggjendur mótmælanna segja að hátt í 120 þúsund manns hafi verið við mótmælin í dag sem gerir þau fjölmennustu mótmæli landsins síðan kommúnismi var afnuminn í Flauelsbyltingunni (e. Velvet Revolution) árið 1989. Babis hefur neitað sök og hefur talað mikið gegn drögum að skýrslu Evrópusambandsins, þar sem krafist er að milljónir evra verði endurgoldnar vegna málsins.Forsætisráðherra eða glæparáðherra? „Million moments for democracy“ hópurinn hefur skipulagt mótmæli í hverri viku síðan í lok apríl og mættu 50 þúsund manns á mótmælin fyrir tveimur vikum síðan á Wenceslas torginu í Prag.Organisers of today's @milionchvilek demo against @AndrejBabis said it would be the biggest since 89. They seem to have succeeded. Wenceslas Square completely full down to Mustek, which I can't remember seeing in 26 yrs living here. pic.twitter.com/MVH5divWHF— Rob Cameron (@BBCRobC) June 4, 2019 Skipuleggjendur segja að fjöldi einstaklinga hafi tvöfaldast á mótmælunum í dag, sem gerir mótmælin þau fjölmennustu í 30 ár. Mótmælendur héldu uppi myndum af Babis með áletruninni „segðu af þér“ og voru mótmælendur ávarpaðir af sviði þar sem búið var að koma upp baktjaldi sem á stóð „forsætisráðherra eða glæparáðherra?“ (e. Prime minister or crime minister?)Eignamikill kommúnisti Andrej Babis er næst ríkasti einstaklingurinn í Tékklandi og fyrrverandi kommúnisti. Hann var kjörinn forsætisráðherra árið 2017 þegar hann var í framboði fyrir popúlistaflokkinn ANO (Já) þegar kosningabarátta þeirra snerist um upprætingu spillingar og efasemdir við Evrópusambandinu. Flokkurinn myndaði minnihlutastjórn með vinstriflokki Sósíal demókrata. Þrátt fyrir tilraunir til að sveipa hulunni af Babis, vann flokkur hans, ANO, Evrópuþingskosningarnar í síðasta mánuði, með 21,2% atkvæða. Í apríl lagði lögregla landsins til að Babis yrði ákærður fyrir fjárdrátt úr styrkjum Evrópusambandsins, en hann hefur neitað þeim ásökunum. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér og tók Marie Benesova við en hún hefur einnig verið skotmark mótmælenda. Drögum að skýrslu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins var lekið á föstudaginn var sem dró þá ályktun að Babis ætti að endurborga milljónir evra til Evrópusambandsins. Babis millifærði eignir Agrofert samsteypu sinnar á tvo bankareikninga tveimur mánuðum áður en hann komst til valda árið 2017. Samsteypan hefur hagsmuni í matarframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Í skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar kemur fram að Babis fái enn arð frá samsteypunni vegna þess að hann er eini reikningseigandi bankareikninganna tveggja en einnig kom fram að hann ætti að borga Evrópusambandinu féð sem hann dró að sér til baka. Áætlað er að fjárhæðin sem Babis þarf að borga til baka nemi 2,5 milljörðum íslenskra króna.
Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira