Fagna tilnefningu til ljóns í Cannes Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 13:24 Karlmennirnir lásu sannar frásagnir kvenna frá öllum heimshornum. Þær áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur hlotið tilnefningu til Ljónsins í Cannes fyrir HeForShe-herferð UN Women; „Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur“. Herferðin er tilnefnd til Glerljónsins (Glass Lion). Svo segir í tilkynningu frá Pipar/TBWA. Samkvæmt lýsingu hátíðarinnar er Glerljónið flokkur almannaheillaauglýsinga sem ætlað er að „breyta heiminum“ með jákvæðum áhrifum á málefni eins og t.d. rótgróna kynjamismunun, ójafnvægi eða óréttlæti. Herferðin hefur nú þegar verið verðlaunuð tvisvar hér heima, en hún var valin almannaheillauglýsing ársins á Lúðrinum – íslensku auglýsingaverðlaununum, og herferð ársins á verðlaunahátíð Félags íslenskra teiknara (FÍT). Verðlaunahátíð Ljónsins í Cannes verður haldin dagana 14.–21. júní. Björn Jónsson hugmyndastjóri á Pipar\TBWA segir tilnefninguna mikinn heiður. „Í raun er tilnefning til Ljónsins í Cannes einhver mesti heiður sem auglýsingastofu getur hlotnast. Þetta eru stærstu og virtustu auglýsingaverðlaun heims, einskonar Óskarsverðlaun auglýsingabransans, og innsendingar í keppnina skipta tugum þúsunda, hvaðanæva að úr heiminum.“ Í myndbandi herferðarinnar les hópur karlmanna, þekktra sem óþekktra, upp sannar frásagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi frá ýmsum heimshornum. Þeir komast svo að því, í miðjum lestri, að þolandinn í einni frásögninni, situr á móti þeim. Sú kona, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var upphaflega nafnlaus en steig síðar fram í fjölmiðlum. „Það er líka sérstaklega ánægjulegt að fá tilnefningu fyrir þessa herferð“, segir Selma Rut Þorsteinsdóttir, hönnunarstjóri á Pipar\TBWA. „Málefnið skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli og við nálguðumst það af eins mikilli virðingu og mögulegt var, en náðum samt þessum slagkrafti. Samstarfið við UN Women var frábært en allt ferlið við gerð auglýsingarinnar var unnið í nánu samstarfi og þær treystu okkur hundrað prósent fyrir þessari hugmynd, sem var dálítið brothætt. Við erum bæði meyr í hjartanu og að springa úr stolti. Nú þurfum við bara að fara til Cannes og standa fyrir máli okkar frammi fyrir lokadómnefndinni.“ Frakkland Tengdar fréttir Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30 Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur hlotið tilnefningu til Ljónsins í Cannes fyrir HeForShe-herferð UN Women; „Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur“. Herferðin er tilnefnd til Glerljónsins (Glass Lion). Svo segir í tilkynningu frá Pipar/TBWA. Samkvæmt lýsingu hátíðarinnar er Glerljónið flokkur almannaheillaauglýsinga sem ætlað er að „breyta heiminum“ með jákvæðum áhrifum á málefni eins og t.d. rótgróna kynjamismunun, ójafnvægi eða óréttlæti. Herferðin hefur nú þegar verið verðlaunuð tvisvar hér heima, en hún var valin almannaheillauglýsing ársins á Lúðrinum – íslensku auglýsingaverðlaununum, og herferð ársins á verðlaunahátíð Félags íslenskra teiknara (FÍT). Verðlaunahátíð Ljónsins í Cannes verður haldin dagana 14.–21. júní. Björn Jónsson hugmyndastjóri á Pipar\TBWA segir tilnefninguna mikinn heiður. „Í raun er tilnefning til Ljónsins í Cannes einhver mesti heiður sem auglýsingastofu getur hlotnast. Þetta eru stærstu og virtustu auglýsingaverðlaun heims, einskonar Óskarsverðlaun auglýsingabransans, og innsendingar í keppnina skipta tugum þúsunda, hvaðanæva að úr heiminum.“ Í myndbandi herferðarinnar les hópur karlmanna, þekktra sem óþekktra, upp sannar frásagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi frá ýmsum heimshornum. Þeir komast svo að því, í miðjum lestri, að þolandinn í einni frásögninni, situr á móti þeim. Sú kona, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var upphaflega nafnlaus en steig síðar fram í fjölmiðlum. „Það er líka sérstaklega ánægjulegt að fá tilnefningu fyrir þessa herferð“, segir Selma Rut Þorsteinsdóttir, hönnunarstjóri á Pipar\TBWA. „Málefnið skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli og við nálguðumst það af eins mikilli virðingu og mögulegt var, en náðum samt þessum slagkrafti. Samstarfið við UN Women var frábært en allt ferlið við gerð auglýsingarinnar var unnið í nánu samstarfi og þær treystu okkur hundrað prósent fyrir þessari hugmynd, sem var dálítið brothætt. Við erum bæði meyr í hjartanu og að springa úr stolti. Nú þurfum við bara að fara til Cannes og standa fyrir máli okkar frammi fyrir lokadómnefndinni.“
Frakkland Tengdar fréttir Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30 Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30
Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01