Fjórir skotnir til bana á vegahóteli í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 13:09 Lögreglumenn á vettvangi skotárásarinnar í Darwin. Vísir/EPA Lögreglan í Ástralíu hefur handtekið karlmann sem skaut fjóra til bana á vegahóteli í bænum Darwin í norðanverðu landinu í dag. Vitni segja að maðurinn hafi hleypt af skotum í nokkrum herbergjum áður en hann flúði vettvang. Árásin átti sér stað klukkan 18:00 að staðartíma, klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Lögreglan hafði hendur í hári morðingjans um klukkustund síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Scott Morrison, forsætisráðherra, segir að árásin hafi ekki verið hryðjuverk. Auk þeirra sem létust eru tveir sagðir sárir. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið vopnaðir haglabyssu og heyrðu vitni allt að tuttugu skothvelli. Skotárásir af þessu tagi hafa verið fátíðar eftir að vopnalöggjöf Ástralíu var hert árið 1996. Það var gert í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins þegar vopnaður maður myrti 35 manns í Port Arthur í Tasmaníu. Versta fjöldamorðið með skotvopni síðan var framið í maí í fyrra þegar sjö einstaklingar úr sömu fjölskyldu fundust látnir á sveitabæ í vesturhluta landsins. Á meðal þeirra látnu voru fjögur börn. Svo virtist sem að afi barnanna hefði skotið fjölskyldu sína til bana og svo svipt sig lífi. Ástralía Tengdar fréttir Mannskæðasta skotárás í 22 ár Sjö einstaklingar fundust látnir á sveitabæ í vesturhluta Ástralíu í gærkvöld. Fjórir þeirra voru á barnsaldri. 11. maí 2018 04:56 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Lögreglan í Ástralíu hefur handtekið karlmann sem skaut fjóra til bana á vegahóteli í bænum Darwin í norðanverðu landinu í dag. Vitni segja að maðurinn hafi hleypt af skotum í nokkrum herbergjum áður en hann flúði vettvang. Árásin átti sér stað klukkan 18:00 að staðartíma, klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Lögreglan hafði hendur í hári morðingjans um klukkustund síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Scott Morrison, forsætisráðherra, segir að árásin hafi ekki verið hryðjuverk. Auk þeirra sem létust eru tveir sagðir sárir. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið vopnaðir haglabyssu og heyrðu vitni allt að tuttugu skothvelli. Skotárásir af þessu tagi hafa verið fátíðar eftir að vopnalöggjöf Ástralíu var hert árið 1996. Það var gert í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins þegar vopnaður maður myrti 35 manns í Port Arthur í Tasmaníu. Versta fjöldamorðið með skotvopni síðan var framið í maí í fyrra þegar sjö einstaklingar úr sömu fjölskyldu fundust látnir á sveitabæ í vesturhluta landsins. Á meðal þeirra látnu voru fjögur börn. Svo virtist sem að afi barnanna hefði skotið fjölskyldu sína til bana og svo svipt sig lífi.
Ástralía Tengdar fréttir Mannskæðasta skotárás í 22 ár Sjö einstaklingar fundust látnir á sveitabæ í vesturhluta Ástralíu í gærkvöld. Fjórir þeirra voru á barnsaldri. 11. maí 2018 04:56 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Mannskæðasta skotárás í 22 ár Sjö einstaklingar fundust látnir á sveitabæ í vesturhluta Ástralíu í gærkvöld. Fjórir þeirra voru á barnsaldri. 11. maí 2018 04:56